Howard skoraði 47 stig í sigri Dallas 9. desember 2007 06:08 Josh Howard var óstöðvandi í nótt NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira