NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Chris Paul útskrifaður úr háskóla

Það er þekkt að leikmenn í atvinnumannaíþróttum í Bandaríkjunum hætti í háskóla til þess að komast í atvinnumennsku sem fyrst. Þar eru náttúrlega gull og grænir skógar sem fólk sækist eftir og því er menntunin látin sitja á hakanum. Það er einnig þekkt að leikmenn nái sér í gráðu um miðjan ferilinn og nú er Chris Paul, leikstjórnandi Phoenix Suns, orðinn einn af þeim sem hafa útskrifast úr háskóla

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­­mál leiksins um ör­væntinga­fullt lið Lakers: „Verða ekki meistarar eins og liðið er upp­sett núna“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort gott gengi Brooklyn Nets gæti haldið áfram, hvort Miami Heat þyrfti ekki að fara hafa áhyggjur, hvort Los Angeles Lakers gæti orðið NBA meistari og hvor yrði bestur af Cade Cunningham, Evan Mobley og Jalen Green.

Körfubolti
Fréttamynd

Skvettubræður slökktu í Boston | Jokić dró vagninn að venju

Alls fóru átta leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar má helst nefna stórleik meistara Golden State Warriors og besta liðs deildarinnar, Boston Celtics. Nikola Jokić var frábær í leik Denver Nuggets og Utah Jazz á sama tíma og Chicago Bulls skoraði 144 stig gegn Dallas Mavericks

Körfubolti
Fréttamynd

Ekkert fær Boston hrað­lestina stöðvað

Boston Celtics er án efa besta lið NBA deildarinnar i körfubolta um þessar mundir. Liðið vann þægilegan sextán stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 100-116, og er til alls líklegt. Sem stendur er Boston með 80 prósent sigurhlutfall en liðið hefur unnið 20 af 25 leikjum sínum til þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Davis gefur Lakers von

Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis.

Körfubolti