Fimmtíu stig frá Curry dugðu ekki og Lakers tapaði fyrir einu lélegasta liði deildarinnar Að venju fóru fram þónokkrir leikir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry skoraði 50 stig í tapi Golden State Warriors gegn Los Angeles Clippers. Þá tapaði Los Angeles Lakers fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Houston Rockets. Körfubolti 16. mars 2023 13:01
Oklahoma að valda Lakers og Dallas vandræðum Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers. Körfubolti 15. mars 2023 16:01
„Brúðkaupsgjöfin“ mikill skellur fyrir íþróttastjörnuparið NFL-starnan Darren Waller og WNBA-stjarnan Kelsey Plum giftu sig á dögunum en það er ekki hægt að segja að þau hafi fengið flotta brúðkaupsgjöf frá forráðamönnum liðsins hans. Sport 15. mars 2023 10:00
Morant í meðferð og óvíst hvenær hann snýr aftur Ja Morant, helsta stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skráð sig í meðferð í Flórída og er alls óvíst hvenær hann mun snúa aftur til leiks. Körfubolti 14. mars 2023 17:46
Deilur Draymonds og Dillons teknar fyrir í Lögmáli leiksins í kvöld Lögmál leiksins verður á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og vanalega á mánudögum. Þar verður farið yfir vikuna í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 13. mars 2023 16:30
Curry skoraði tuttugu stig á sjö mínútum í sigri Golden State Stephen Curry var frábær hjá Golden State þegar liðið lagði Milwauke Bucks í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Þá leiddi Kawhi Leonard LA Clippers til þriðja sigursins í röð. Körfubolti 12. mars 2023 12:00
Lakers á siglingu og Embiid frábær í naumum sigri Mikil spenna ríkir í NBA deildinni nú þegar úrslitakeppnin er skammt undan og leikir næturinnar voru flestir æsispennandi allt til loka. Körfubolti 11. mars 2023 11:01
Óttast að Durant verði fjarri góðu gamni fram að úrslitakeppni Kevin Durant, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, meiddist í upphitun fyrir það sem hefði verið hans fyrsti heimaleikur fyrir félagið. Óttast er að hann verði frá þangað til úrslitakeppnin fari af stað. Körfubolti 10. mars 2023 20:30
Shawn Kemp sleppt úr fangelsi Shawn Kemp, sem var ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar á sínum tíma, hefur verið sleppt úr fangelsi og allar ákærur á hendur honum felldar niður. Körfubolti 10. mars 2023 16:01
Garnett: Fólk áttar sig ekki á því en Kobe var að skjóta á Jordan Gamla NBA súperstjarnan Kevin Garnett hefur sína skoðun á því af hverju Kobe Bryant ákvað að spila í treyju númer 24 í NBA-deildinni. Körfubolti 10. mars 2023 12:31
Draymond fór í fýlu inn á vellinum í miðjum NBA-leik Draymond Green á að vera einn reyndasti leikmaður Golden State Warriors en gerðist sekur um að hafa sér eins og smákrakki í tapleik liðsins á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 9. mars 2023 17:00
NBA hetja handtekin vegna skotárásar Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki. Körfubolti 9. mars 2023 11:00
Durant rann í upphitun og missti af fyrsta heimaleiknum sínum Ekkert varð af því að Kevin Durant spilaði fyrsta heimaleikinn sinn með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 9. mars 2023 07:45
Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. Körfubolti 8. mars 2023 23:30
Á leið í 50 leikja bann verði hann fundinn sekur Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, gæti verið á leiðinni í 50 leikja bann fyrir að vera í „gangsteraleik.“ Körfubolti 7. mars 2023 20:45
Giannis sagðist hafa stolið þrennu og NBA tók hana af honum Giannis Antetokounmpo fær ekki þrennuna sem hann hélt hann hefði tryggt sér í leik Milwaukee Bucks og Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á sunnudagskvöldið. Körfubolti 7. mars 2023 14:30
Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. Körfubolti 7. mars 2023 11:31
„Ef þeir fara í umspilið, guð blessi þá“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 7. mars 2023 07:00
Lögmál leiksins: „Hann er í gangsteraleik“ Mál Jas Morant, stjörnu Memphis Grizzlies, verður meðal annars til umfjöllunar í Lögmáli leiksins í kvöld. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 klukkan 20:00. Körfubolti 6. mars 2023 16:30
Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. Körfubolti 6. mars 2023 14:30
Embiid og Harden sökktu toppliðinu með hjálp frá Maxey Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ber þar helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Milwaukee Buck, toppliði Austurdeildar. Þá vann Minnesota Timberwolves góðan sigur á Sacramento Kings. Körfubolti 5. mars 2023 11:15
Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. Körfubolti 4. mars 2023 23:14
Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. Körfubolti 4. mars 2023 10:31
Luka og Kyrie báðir með 40 stig: „Varð að fá að vera með í partýinu“ Luka Doncic og Kyrie Irving sýndu í nótt að þeir geta farið báðir á kostum í sama leik en margir höfðu áhyggjur af því hvort þeir gætu náð sínu besta fram hlið við hlið í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 3. mars 2023 10:30
„Ég hef spilað næstum því þúsund körfuboltaleiki en í dag var ég stressaður“ Kevin Durant viðurkennir að hafa verið stressaður fyrir frumraun sína með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 2. mars 2023 15:30
Hafa enn ekki unnið eftir að þeir fengu Russell Westbrook til sín Russell Westbrook tapaði mörgum leikjum með Los Angeles Lakers á leiktíðinni og það hefur ekkert breyst eftir að hann færði sig yfir í hitt NBA-liðið í borginni. Körfubolti 1. mars 2023 16:30
Fær yfir fjóra milljarða vegna mynda af slysstað Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, hefur komist að samkomulagi við Los Angeles sýslu um bætur vegna mynda sem fóru í dreifingu, af líkamsleifum Kobe, dóttur þeirra og sjö öðrum eftir þyrluslysið fyrir þremur árum. Körfubolti 1. mars 2023 07:32
Besti leikmaður NBA-deildarinnar allur útklóraður Nikola Jokic hefur auðvitað vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu inn á körfuboltavellinum í NBA-deildinni en hann sker sig líka út fyrir hugarfarið. Körfubolti 28. febrúar 2023 15:32
Óttast að LeBron James verði frá í margar vikur LeBron James meiddist í sigurleiknum á móti Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta um helgina og þessi meiðsli virðast vera slæm. Körfubolti 28. febrúar 2023 11:00
„Vitum að Kyrie mun gera fólk brjálað eftir smá“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Farið var yfir hvort Dallas væri verra eftir að Kyrie Irving gekk í raðir liðsins, hvort Orlando kæmist í umspilið, hversu líklegir Denver Nuggets væru og hvort Russell Westbrook hjálpi Los Angeles Clippers. Körfubolti 28. febrúar 2023 09:00