NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Kobe skorar á Pau Gasol

Það gengur ekki vel hjá Pau Gasol, leikmanni Lakers, þessa dagana. Í nótt mátti hann sætta sig við að horfa á lok leiksins gegn Orlando á bekknum. Var það í annað sinn í fimm leikjum sem það gerist.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James er kóngurinn í NBA

LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Derek Fisher gæti endaði í Dallas

Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Boston tapaði í slagsmálaleik gegn Brooklyn

Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni.

Körfubolti
Fréttamynd

Styttist í endurkomu Spánverjans Ricky Rubio

Gengi Minnesota Timberwolves í NBA deildinni hefur ekki verið gott að undanförnu en liðið hefur tapað 5 leikjum í röð. Meiðsli lykilmanna hafa sett svip sinn á gengi Minnesota en það gæti farið að birta til hjá stuðningsmönnum Minnesota á næstu vikum. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio er væntanlegur í liðið á ný en hann sleit krossband í hné í byrjun mars á þessu ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Dóttir Kevin McHale lést eftir erfið veikindi

Alexandra "Sasha“ McHale, dóttir Kevin McHale, þjálfari NBA liðsins Houston Rockets, lést á laugardaginn en hún var aðeins 23 ára gömul. Alexandra var með sjálfsofnæmissjúkdóm sem varð þess valdandi að hún lést. Það er óvíst hvenær Kevin McHale snýr aftur á hliðarlínuna til þess að stýra liði Houston.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers vann loksins á útivelli en Clippers tapaði þriðja leiknum í röð

Los Angeles liðin voru bæði í eldlínunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Los Angeles Lakers vann loksins útisigur á meðan Los Angeles Clippers varð að sætta sig við þriðja tapið í röð. Miami Heat vann gömlu félaga LeBron James í Cleveland Cavaliers með góðum endaspretti, Oklahoma City Thunder vann eftir framlengingu í Philadelphia og Charlotte Bobcats er þegar búið að jafna fjölda sigurleikja sína frá því á síðustu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers steinlá á móti Sacramento - fjórir framlengdir í nótt

Los Angeles Lakers tapaði illa á móti Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Fjórir leikir voru framlengdir en Miami Heat, Atlanta Hawks og Indiana Pacers unnu öll sigra í framlengingu auk þess að Oklahoma City Thunder hafði betur í framlengdum toppslag á móti Los Angeles Clippers. New York Knicks tapaði á móti Dallas og San Antonio Spurs vann Boston Celtics.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe sá um að landa sigrinum í fyrsta leik D'Antoni

Kobe Bryant fór mikinn á lokamínútunum þegar Los Angeles Lakers vann fimm stiga sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Mike D'Antoni. New York Knicks og Philadelphia 76ers unnu líka leiki sína í nótt en þá fóru aðeins þrír leikir fram.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Los Angeles Clippers vann í San Antonio

Los Angeles Clippers vann San Antonio Spurs í annað skiptið á þessu tímabili í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og að þessu sinni í San Antonio. Denver Nuggets endaði átta leikja sigurgöngu Memphis Grizzlies og Golden State Warriors vann Dallas Mavericks eftir framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe Bryant og Kevin Durant báðir með þrefalda tvennu

Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Enn sigrar Knicks

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körubolta í nótt. New York Knicks hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu en í nótt hafði liðið betur gegn San Antonio Spurs, 104-100.

Körfubolti
Fréttamynd

Magic gagnrýnir ráðningu Mike D'Antoni hjá Lakers

Magic Johnson, einn þekktasti leikmaður NBA deildarinnar fyrr og síðar, gagnrýnir varaforseta LA Lakers harðlega fyrir ráðningu liðsins á Mike D'Antoni. Magic lék með LA Lakers frá árinu 1979-1996 og hann varð fimm sinnum meistari á ferlinum. Magic segir að Jim Buss, varaforseti Lakers, hafi gert afdrifarík mistök að ráða ekki Phil Jackson – sigursælasta þjálfara NBA deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistaralið Miami tapaði í Los Angeles

Boston landaði góðum sigri gegn Utah Jazz á heimavelli, 98-93, þar sem að Paul Pierce skoraði 23 stig. Boston varð fyrir áfalli í leiknum þar sem að leikstjórnandinn Rajon Rondo fór af velli í þriðja leikhluta vegna meiðsla. Rondo snéri sig á hægri ökkla og er ekki vitað hvort meiðsli hans séu alvarleg. Þetta var þriðji sigur Boston í röð.

Körfubolti