LeBron James íþróttamaður ársins hjá Sports Illustrated Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttablaðinu Sports Illustrated í Bandaríkjunum. Körfubolti 3. desember 2012 18:00
Kobe skorar á Pau Gasol Það gengur ekki vel hjá Pau Gasol, leikmanni Lakers, þessa dagana. Í nótt mátti hann sætta sig við að horfa á lok leiksins gegn Orlando á bekknum. Var það í annað sinn í fimm leikjum sem það gerist. Körfubolti 3. desember 2012 16:15
San Antonio Spurs þarf að greiða 30 milljónir kr. í sekt San Antonio Spurs þarf að greiða um 30 milljónir kr. í sekt eftir að þjálfari liðsins, Gregg Popovich, ákvað að hvíla fjóra lykilmenn í stórleik gegn Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Körfubolti 3. desember 2012 11:00
Howard klúðraði leiknum gegn sínu gamla félagi Dwight Howard mátti sætta sig við að tapa fyrir sínu gamla liði í nótt. Orlando Magic kom þá í heimsókn í Staples Center og lagði LA Lakers af velli. Tapið mátti skrifa á hann að stóru leyti. Körfubolti 3. desember 2012 08:58
Ryan Anderson núna orðaður í skiptum fyrir Pau Gasol Þráðlátur orðrómur um að Los Angeles Lakers vilji skipta Pau Gasol neitar að deyja. Núna er kraftframherjinn og þriggja stiga skyttan Ryan Anderson leikmaður New Orleans Hornets orðaður við Lakers í stað Gasol. Körfubolti 2. desember 2012 22:45
Sóknin sneri aftur í sigri Lakers Los Angeles Lakers vann fínan sigur á Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum í nótt. Dwight Howard skoraði 28 stig í 122-103 sigri í Steples Center í nótt. Körfubolti 1. desember 2012 13:40
LeBron James er kóngurinn í NBA LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar. Körfubolti 1. desember 2012 09:00
Tveggja leikja bann fyrir slagsmál | myndband Rajon Rondo, bakvörður Boston Celtics, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að slást við Kris Humphries, leikmann Brooklyn Nets, í leik liðanna í vikunni. Körfubolti 30. nóvember 2012 15:45
Miami lagði San Antonio | Popovich skildi stjörnurnar eftir heima Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Körfubolti 30. nóvember 2012 08:59
Derek Fisher gæti endaði í Dallas Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins. Körfubolti 29. nóvember 2012 17:45
NBA í nótt: Boston tapaði í slagsmálaleik gegn Brooklyn Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni. Körfubolti 29. nóvember 2012 09:04
NBA í nótt: Lakers tapaði á heimavelli gegn Indiana George Hill tryggði Indiana Pacers 79-77 sigur gegn Los Angeles Lakers á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Hill skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og 40 stig frá Kobe Bryant dugðu skammt að þessu sinni. Körfubolti 28. nóvember 2012 09:00
NBA í nótt: Brooklyn vann borgarslaginn Brooklyn Nets hafði betur í slag New York-liðanna þegar að það lagði Knicks að velli í framlengdri viðureign í nótt, 96-89. Körfubolti 27. nóvember 2012 09:00
Styttist í endurkomu Spánverjans Ricky Rubio Gengi Minnesota Timberwolves í NBA deildinni hefur ekki verið gott að undanförnu en liðið hefur tapað 5 leikjum í röð. Meiðsli lykilmanna hafa sett svip sinn á gengi Minnesota en það gæti farið að birta til hjá stuðningsmönnum Minnesota á næstu vikum. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio er væntanlegur í liðið á ný en hann sleit krossband í hné í byrjun mars á þessu ári. Körfubolti 26. nóvember 2012 18:15
Dóttir Kevin McHale lést eftir erfið veikindi Alexandra "Sasha“ McHale, dóttir Kevin McHale, þjálfari NBA liðsins Houston Rockets, lést á laugardaginn en hún var aðeins 23 ára gömul. Alexandra var með sjálfsofnæmissjúkdóm sem varð þess valdandi að hún lést. Það er óvíst hvenær Kevin McHale snýr aftur á hliðarlínuna til þess að stýra liði Houston. Körfubolti 26. nóvember 2012 15:15
NBA í nótt: Sigrar hjá New York-liðunum Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. New York Knicks og Brooklyn Nets unnu bæði sigra í sínum leikjum og virðast á góðu skriði. Körfubolti 26. nóvember 2012 09:00
NBA: Lakers vann loksins á útivelli en Clippers tapaði þriðja leiknum í röð Los Angeles liðin voru bæði í eldlínunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Los Angeles Lakers vann loksins útisigur á meðan Los Angeles Clippers varð að sætta sig við þriðja tapið í röð. Miami Heat vann gömlu félaga LeBron James í Cleveland Cavaliers með góðum endaspretti, Oklahoma City Thunder vann eftir framlengingu í Philadelphia og Charlotte Bobcats er þegar búið að jafna fjölda sigurleikja sína frá því á síðustu leiktíð. Körfubolti 25. nóvember 2012 11:00
NBA í nótt: Lin vann gömlu félagana í New York Jeremy Lin, leikmaður Houston Rockets, mætti sínum gömlu félögum í New York Knicks í nótt í NBA-deildinni. Lin og félagar hans voru ekki í vandræðum með sterkt lið New York Knicks og unnu öruggan sigur 131-103. Körfubolti 24. nóvember 2012 13:00
Mike D'Antoni: Þetta var eins og sýning hjá Prúðuleikurunum Los Angeles Lakers tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Mike D'Antoni í nótt þegar liðið fékk 16 stiga skell á móti Sacramento Kings sem er eitt allra slakasta lið Vestursins í NBA-deildinni. D'Antoni sparaði ekki stóru orðin eftir leikinn. Körfubolti 22. nóvember 2012 11:30
NBA: Lakers steinlá á móti Sacramento - fjórir framlengdir í nótt Los Angeles Lakers tapaði illa á móti Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Fjórir leikir voru framlengdir en Miami Heat, Atlanta Hawks og Indiana Pacers unnu öll sigra í framlengingu auk þess að Oklahoma City Thunder hafði betur í framlengdum toppslag á móti Los Angeles Clippers. New York Knicks tapaði á móti Dallas og San Antonio Spurs vann Boston Celtics. Körfubolti 22. nóvember 2012 09:00
NBA: Kobe sá um að landa sigrinum í fyrsta leik D'Antoni Kobe Bryant fór mikinn á lokamínútunum þegar Los Angeles Lakers vann fimm stiga sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Mike D'Antoni. New York Knicks og Philadelphia 76ers unnu líka leiki sína í nótt en þá fóru aðeins þrír leikir fram. Körfubolti 21. nóvember 2012 09:00
NBA: Los Angeles Clippers vann í San Antonio Los Angeles Clippers vann San Antonio Spurs í annað skiptið á þessu tímabili í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og að þessu sinni í San Antonio. Denver Nuggets endaði átta leikja sigurgöngu Memphis Grizzlies og Golden State Warriors vann Dallas Mavericks eftir framlengingu. Körfubolti 20. nóvember 2012 09:00
Meiðslin tóku sig upp í keilu Óvíst er hvenær Andrew Bynum geti spilað körfubolta á ný en hnémeiðsli tóku sig upp eftir keiluferð kappans á dögunum. Körfubolti 19. nóvember 2012 22:45
NBA: Kobe Bryant og Kevin Durant báðir með þrefalda tvennu Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons. Körfubolti 19. nóvember 2012 09:00
Rondo gaf tuttugu stoðsendingar í sigri Celtics Rajon Rondo bætti upp fyrir fjarveru vegna meiðsla í síðasta leik í öruggum heimasigri Boston Celtics á Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18. nóvember 2012 11:00
Jabbar fékk loksins styttuna sína LA Lakers afhjúpaði í gær glæsilega styttu af goðsögninni Kareem Abdul-Jabbar. Hún mun standa fyrir utan heimavöll Lakers, Staples Center. Körfubolti 18. nóvember 2012 09:00
Mike D'Antoni á hækjum á fyrstu æfingunni með Lakers Mike D'Antoni, nýr þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mætti á sína fyrst æfingu hjá liðinu í gær. Forráðamenn Lakers ákváðu í byrjun vikunnar að ráða hann frekar en hinn ellefufalda NBA-meistaraþjálfara Phil Jackson. Körfubolti 16. nóvember 2012 19:00
NBA í nótt: Enn sigrar Knicks Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körubolta í nótt. New York Knicks hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu en í nótt hafði liðið betur gegn San Antonio Spurs, 104-100. Körfubolti 16. nóvember 2012 09:00
Magic gagnrýnir ráðningu Mike D'Antoni hjá Lakers Magic Johnson, einn þekktasti leikmaður NBA deildarinnar fyrr og síðar, gagnrýnir varaforseta LA Lakers harðlega fyrir ráðningu liðsins á Mike D'Antoni. Magic lék með LA Lakers frá árinu 1979-1996 og hann varð fimm sinnum meistari á ferlinum. Magic segir að Jim Buss, varaforseti Lakers, hafi gert afdrifarík mistök að ráða ekki Phil Jackson – sigursælasta þjálfara NBA deildarinnar. Körfubolti 15. nóvember 2012 11:07
Meistaralið Miami tapaði í Los Angeles Boston landaði góðum sigri gegn Utah Jazz á heimavelli, 98-93, þar sem að Paul Pierce skoraði 23 stig. Boston varð fyrir áfalli í leiknum þar sem að leikstjórnandinn Rajon Rondo fór af velli í þriðja leikhluta vegna meiðsla. Rondo snéri sig á hægri ökkla og er ekki vitað hvort meiðsli hans séu alvarleg. Þetta var þriðji sigur Boston í röð. Körfubolti 15. nóvember 2012 09:03