Kupchak: Leikmönnum Lakers að kenna en ekki þjálfaranum Mitch Kupchak, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, kennir leikmönnum um slæmt gengi liðsins og telur ástæðuna ekki liggja á þjálfaranum sem hann valdi yfir Phil Jackson. Lakers hefur aðeins unnið 2 af 11 leikjum sínum í janúar. Körfubolti 23. janúar 2013 18:30
NBA: Oklahoma City vann uppgjör bestu liðanna Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Clippers 109-97 í nótt í uppgjöri liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta en Thunder náði með því eins og hálfs leiks forskoti á Clippers í baráttunni um besta sigurhlutfallið og þar með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Körfubolti 23. janúar 2013 09:00
NBA: Golden State vann Clippers og Lakers tapar enn Los Angeles liðin töpuðu bæði leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Brooklyn Nets vann New York Knicks í uppgjöri New York liðanna en þau unnu því bæði tvisvar í fjórum innbyrðisleikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 22. janúar 2013 09:00
Birdman fékk tíu daga samning hjá Miami Körfuboltamaðurinn skrautlegi, Chris Andersen, sem er oftast kallaður Birdman eða Fuglamaðurinn er genginn í raðir meistara Miami Heat. Hann skrifaði undir tíu daga samning við félagið. Körfubolti 21. janúar 2013 21:00
Seattle-borg eignast NBA-lið á ný Sacramento Kings er á leiðinni frá Sacramento-borg eftir að Maloof-fjölskyldan ákvað í gær að selja félagið til fjárfestingahóps frá Seattle-borg. Kóngarnir frá Sacramento gætu byrjað að spila heimaleiki sína í Seattle-borg frá og með næsta tímabili. Körfubolti 21. janúar 2013 12:15
NBA: Howard rekinn út úr húsi í fyrri hálfleik í tapi Lakers Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum sínum nú á móti Toronto, Oklahoma City Thunder tapaði eftir framlengingu og lið Boston Celtics varð að sætta sig við tap á móti Detroit Pistons. Körfubolti 21. janúar 2013 09:00
Enn ein framlengingin hjá Bulls sem tapaði Eftir að hafa tapað niður 17 stiga forskoti og misst leikinn í framlengingu reif lið Memphis sig upp og vann Chicago í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 20. janúar 2013 11:25
Durant skoraði 52 stig gegn Dallas Kevin Durant fór algjörlega hamförum með Oklahoma gegn Dallas í nótt og setti persónulegt met er hann skoraði 52 stig í mögnuðum 117-114 sigri Oklahoma í frábærum leik sem var að framlengja. Körfubolti 19. janúar 2013 10:59
Kobe í byrjunarliði Stjörnuleiksins fimmtánda árið í röð Það er búið að tilkynna byrjunarliðin í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer þann 17. febrúar næstkomandi í Houston. Körfubolti 18. janúar 2013 11:15
James sjóðheitur er Miami lagði Lakers Meistarar Miami Heat unnu stórslaginn gegn LA Lakers í NBA-deildinni í nótt. Jafnræði var með liðunum lengi vel en Heat sigldi sigrinum í höfn undir lokin. Körfubolti 18. janúar 2013 09:00
Ótrúlegt skot frá miðju | myndband Það er fastur liður á körfuboltaleikjum út um allan heim að menn reyni að hitta ofan í körfuna frá miðju í leikhléum og hálfleik. Körfubolti 17. janúar 2013 23:15
James sá yngsti til að skora 20 þúsund stig LeBron James, leikmaður Miami Heat, náði stórum áfanga í nótt er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 20 þúsund stig. Hann skoraði 25 stig í nótt ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7 fráköst í öruggum sigri á Golden State. Körfubolti 17. janúar 2013 08:58
Lögfræðingur kærir San Antonio fyrir að hvíla leikmenn Lögfræðingur í Flórída er búinn að kæra NBA-liðið San Antonio Spurs í kjölfar þess að þjálfarinn, Gregg Popovich, hvíldi fjóra lykilleikmenn í leiknum gegn Miami Heat. Körfubolti 16. janúar 2013 17:30
Risinn Howard að vakna til lífsins LA Lakers er eitthvað að rétta úr kútnum í NBA-deildinni þessa dagana og Dwight Howard er loksins farinn að spila af krafti með liðinu sem vann sinn annan leik í röð í nótt. Körfubolti 16. janúar 2013 08:58
NBA: Utah skellti meisturunum Utah Jazz hefur ekki gengið vel að halda út í leikjum sínum í vetur en liðið sýndi styrk í nótt er LeBron James andaði ofan í hálsmálið á þeim. Sterkur sigur hjá Utah. Körfubolti 15. janúar 2013 09:00
Lakers og Knicks aftur á sigurbraut Sex leikja taphrinu LA Lakers lauk í nótt er liðið vann sannfærandi sigur á Cleveland. Þetta var lengsta taphrina Lakers-liðsins í heil sex ár. Körfubolti 14. janúar 2013 08:55
NBA í nótt: Óvæntur sigur Orlando á Clippers Orlando gerði sér lítið fyrir og skellti sterku liði LA Clippers í Los Angeles í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 104-101. Körfubolti 13. janúar 2013 11:16
NBA í nótt: Sjötta tap Lakers í röð Ekkert virðist ganga hjá LA Lakers sem í nótt tapaði sínum sjötta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 12. janúar 2013 11:00
NBA í nótt: Annað tap Miami í röð Meistararnir í Miami Heat töpuðu sínum öðrum leik í röð er liðið mætti Portland í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 11. janúar 2013 09:00
NBA í nótt: Clippers bætti metið Gengi liðanna frá Los Angeles er sem fyrr ólíkt í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru ellefu leikir fram í nótt. Körfubolti 10. janúar 2013 09:00
Cuban sektaður enn og aftur | Kominn vel yfir 200 milljónir Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, hefur enn og aftur verið sektaður fyrir óviðeigandi ummæli að mati forráðamanna deildarinnar. Körfubolti 9. janúar 2013 17:30
NBA í nótt: Lakers og Miami töpuðu Ekkert gengur hjá meiðslu hrjáðu liði LA Lakers sem tapaði sínum fjórða leik í röð er liðið mætti Houston. Lokatölur voru 125-112, heimamönnum í vil. Körfubolti 9. janúar 2013 09:00
Scott Skiles þriðji þjálfarinn sem missir vinnuna í NBA í vetur Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins USA Today hefur Scott Skiles lokið störfum sem þjálfari NBA liðsins Milwaukee Bucks. Skiles var á sínu fjórða ári hjá félaginu en aðstoðarmaður hans Jim Boylan mun taka við liðinu þar til að nýr þjálfari verður ráðinn. Skiles, sem er 48 ára gamall, er þriðji þjálfarinn í NBA deildinni sem missir starf sitt í vetur, en hinir tveir eru Mike Brown sem var rekinn frá LA Lakers og Avery Johnson hjá Brooklyn Nets. Körfubolti 8. janúar 2013 13:00
NBA í nótt: Boston sýndi sitt rétta andlit Boston Celtics minnti á sig með góðum sigri á New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 102-96. Körfubolti 8. janúar 2013 09:00
NBA í nótt: Enn tapar Lakers LA Lakers tapaði í nótt sínum átjánda leik á tímabilinu er liðið mætti Denver á heimavelli. Lokatölur voru 112-105. Körfubolti 7. janúar 2013 09:00
NBA: Anthony með 40 stig - LA Clippers og San Antonio sterk á heimavelli Fullt af leikjum fórum fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Carmelo Anthony skoraði 40 stig í sigri New York Knicks, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu bæði áfram sigurgöngu sinni á heimavelli, Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í sigir Boston Celtics, Dallas tapaði í framlengingu í fyrsta leik Dirk Nowitzki í byrjunarliðinu og James Harden reif sig upp í lokin í enn einum sigri Houston Rockets. Körfubolti 6. janúar 2013 11:00
NBA: Clippers vann Lakers í uppgjöri Los Angeles liðanna Fullt af leikjum fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Lakers í baráttunni um LA, Chicago Bulls vann Miami Heat, Joe Johnson (Brokklyn Nets) og Kyrie Irving (Cleveland Cavaliers) skoruðu báðir sigurkörfur í blálokin og bæði Oklahoma City Thunder og Boston Celtics unnu örugga heimasigra eftir sár töp í leikjunum á undan. Körfubolti 5. janúar 2013 11:15
NBA: New York stöðvaði sjö leikja sigurgöngu San Antonio Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann öruggan sigur á San Antonio Spurs og Minnesota Timberwolves sótti sigur til Denver. Körfubolti 4. janúar 2013 09:00
Villanueva fékk þriggja milljóna króna sekt Charlie Villanueva, framherji Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara eða sem nemur rúmum þremur milljónum króna af forráðamönnum deildarinnar. Körfubolti 3. janúar 2013 23:30
Sprewell handtekinn á Gamlárskvöld Latrell Sprewell spilaði í þrettán ár í NBA-deildinni og lék þá með Golden State Warriors, New York Knicks og Minnesota Timberwolves á árunum 1992 til 2005. Hann komst meðal annars í fréttirnar fyrir að ráðast á þjálfara sinn hjá Golden State og hafna 21 milljón dollara samningi við Golden State af því að hann þurfti meira til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Körfubolti 3. janúar 2013 23:00