Gasol valinn besti varnarmaðurinn Marc Gasol, leikmaður Memphis Grizzlies, var í dag valinn besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni. LeBron James, leikmaður Miami Heat, varð annar í kjörinu. Körfubolti 24. apríl 2013 22:45
Ég er þreyttur á öðru sæti Kevin Durant er á forsíðu nýjasta heftis Sports Illustrated í Bandaríkjunum og segist þar vera orðinn dauðþreyttur á því að vera í öðru sæti. Körfubolti 24. apríl 2013 17:30
NBA í nótt: Golden State fór á kostum Denver tapaði sínum fyrsta heimaleik í NBA-deildinni í rúma þrjá mánuði en liðið fékk á sig 131 stig frá Golden State í leik liðanna í nótt. Körfubolti 24. apríl 2013 09:00
Kobe verður rólegur á Twitter Kobe Bryant ætlar að hætta að skrifa á Twitter-síðu sína á meðan leikjum LA Lakers stendur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 23. apríl 2013 23:30
NBA í nótt: Paul var hetja Clippers | Myndband Chris Paul skoraði sigrukörfu LA Clippers gegn Memphis á lokasekúndu annars leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Clippers er þar með komið með 2-0 forystu í einvíginu. Körfubolti 23. apríl 2013 09:01
Fékk 2,3 milljónir fyrir miðjuskot Hinn 26 ára Larry Hill datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann setti niður skot frá miðju á leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 22. apríl 2013 09:15
NBA í nótt: Vandræðalaust hjá toppliðunum Úrslitin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt voru öll eftir bókinni en þá fóru fjórir leikir fram. Körfubolti 22. apríl 2013 09:00
Miller gamli sá um Golden State Hinn 37 ára gamli Andre Miller tryggði Denver Nuggets 97-95 sigur á Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi. Körfubolti 21. apríl 2013 11:00
Carmelo Anthony frábær í sigri Knicks Carmelo Anthony fór á kostum þegar New York Knicks tók forystu gegn Boston Celtics með 85-78 sigri í Maddison Square Garden í New York í kvöld. Körfubolti 20. apríl 2013 21:32
Getur einhver stöðvað þennan mann? Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag og það er bara ein spurning sem skiptir máli: Getur einhver stöðvað LeBron James og meðreiðarsveina hans í liði Miami Heat? Körfubolti 20. apríl 2013 20:45
Jay-Z ætlar að selja hlut sinn í Nets Tónlistaramaðurinn Shawn Carter, betur þekktur sem Jay-Z, ætlar að selja hlut sinn í NBA-liðinu Brooklyn Nets nú þegar flutningum liðsins frá New Jersey er lokið. Körfubolti 19. apríl 2013 23:30
Nýtt met í þriggja stiga körfum Stephen Curry, bakvörður Golden State Warriors, bætti í nótt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur á tímabili. Körfubolti 18. apríl 2013 16:00
Telur að eitrað hafi verið fyrir Jordan Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Körfubolti 18. apríl 2013 11:15
Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. Körfubolti 18. apríl 2013 09:24
Svíar með tvo NBA-leikmenn á EM í haust Svíar eru til alls líklegir á EM í körfubolta sem fer fram í Slóveníu í haust því allt stefnir í að liðið tefli fram tveimur NBA-leikmönnum á mótinu. Jeffery Taylor hefur gefið það út að hann verði með liðinu og þá vonast Svíar eftir að Jonas Jerebko verði líka með. Körfubolti 17. apríl 2013 15:15
Tracy McGrady samdi við San Antonio Spurs San Antonio Spurs hefur bætt við reynslubolta í leikmannahóp sinn fyrir úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Tracy McGrady hefur snúið heim frá Kína og verður með Spurs-liðinu í baráttunni um meistaratitilinn. Körfubolti 17. apríl 2013 08:45
NBA: Sex sigrar í röð hjá Clippers Los Angeles Clippers liðið ætlar að koma á mikilli siglingu inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en liðið vann sinn sjötta leik í röð í nótt. Aðeins tveir leikir fóru fram í deildinni í nótt því leik Boston Celtis og Indiana Pacers var aflýst vegna hryðjuverkanna í Boston-maraþoninu. Körfubolti 17. apríl 2013 07:10
Ný heimildarmynd um Dr. J Julius Erving, betur þekktur sem Dr. J, er einn af þekktustu NBA-leikmönnum sögunnar og nú hefur NBA TV ákveðið að heiðra kappann með því að framleiða heimildarmynd um feril hans í tilefni af 30 ára afmæli fyrsta og eina meistaratitils hans. Körfubolti 16. apríl 2013 16:45
Kobe valinn bestur í síðustu viku sinni á tímabilinu Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers og Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks, voru valdir bestu leikmenn vikunnar 8. til 14. apríl í NBA-deildinni í körfubolta, Bryant í Vesturdeildinni en Anthony í Austurdeildinni. Körfubolti 16. apríl 2013 09:30
NBA: Utah Jazz á enn möguleika á því að ná Lakers Baráttan um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta heldur áfram alveg fram í síðasta leik eftir að Utah Jazz vann sinn leik í nótt. Utah er einum sigurleik á eftir Los Angeles Lakers þegar bæði lið eiga enn leik eftir en það nægir Jazz-liðinu að jafna Lakers. Körfubolti 16. apríl 2013 07:06
Leik Celtics og Pacers aflýst NBA deildin aflýsti núna í kvöld leik sem til stóð að færi fram á milli Boston Celtics og Indiana Pacers á morgun. Samkvæmt dagskrá átti leikurinn að fara fram í TD Garden, heimavelli Boston. Bæði liðin munu því leika 81 leik á leiktímabilinu í stað 82 eins og venja er. Ástæðan er sprengingarnar í Boston í dag. Í yfirlýsingunni frá NBA deildinni er þolendum sprenginganna vottuð samúð. Rajon Rondo, einn af byrjunarliðsmönnum í Boston sagði á Twitter núna í kvöld að hann myndi biðja fyrir þolendunum. Shaquille O' Neal, sem lék með Boston til skamms tíma, sagði einnig að hugur hans væri hjá þolendunum. Körfubolti 16. apríl 2013 00:50
NBA: Lakers vann San Antonio í fyrsta leik án KObe Los Angeles Lakers steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með því að vinna San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Kobe Bryant sleit hásin. Miami Heat vann Chicago Bulls, Dirk Nowitzki varð 17. leikmaðurinn í sögunni til að skora 25 þúsund stig í sigri Dallas Maverricks og Denver Nuggets vann 22. heimasigurinn í röð. Körfubolti 15. apríl 2013 07:09
Kobe verður frá í sex til níu mánuði Þegar Kobe Bryant meiddist fyrir helgi var hann alveg viss um að hann hefði slitið hásin. Sá grunur reyndist réttur hjá honum. Körfubolti 14. apríl 2013 19:50
NBA: Clippers sá um Grizzlies Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar ber helst að nefna fínan sigur LA Clippers gegn Memphis Grizzlies, 91-87, en leikurinn fór fram í Memphis. Körfubolti 14. apríl 2013 11:00
Þriggja milljón króna sekt fyrir fagn Kevin Durant, stórstjarna Oklahoma Thunder, var sektaður um 3 milljónir króna fyrir umdeilt fagn í leik gegn Golden State á fimmtudag. Körfubolti 13. apríl 2013 21:00
Jackson rekinn frá Spurs Forráðamenn San Antonio Spurs hafa verið mjög ósáttir við Stephen Jackson upp á síðkastið og ákváðu því að segja honum upp störfum. Körfubolti 13. apríl 2013 12:30
Tímabilið líklega búið hjá Kobe LA Lakers vann gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State eftir framlengingu í nótt en sigurinn var liðinu dýr. Stjarna liðsins, Kobe Bryant, meiddist á ökkla í leiknum og spilar líklega ekki meira í vetur. Körfubolti 13. apríl 2013 10:57
Wade snýr aftur í kvöld Dwyane Wade hefur misst af síðustu sex leikjum Miami Heat vegna hnémeiðsla en hann stefnir á að spila með liðinu í kvöld gegn Boston. Körfubolti 12. apríl 2013 15:45
Bulls sópaði Knicks Nate Robinson skoraði 35 stig þegar Chicaco Bulls vann 118-111 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í United Center í nótt. Körfubolti 12. apríl 2013 08:00
Kobe í úrslitakeppnisham Kobe Bryant skoraði 47 stig þegar L.A. Lakers lagði Portland Trail Blazers 113-106 í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 11. apríl 2013 07:21