Ákvað fjórtán ára gamall að dæma í NBA-deildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 07:00 Ástríðufullur. Crawford fór á kostum á fundinum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Handaband NBA-dómarans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaðamanni á fundi Körfuknattleikssambandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Philadelphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín alltaf á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA.Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kennurunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dómara og mikla reynslu úr körfuboltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leikmönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta áratug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik.Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síðustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dómara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viðurkenna mistök. En þegar dómarar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfuknattleiksunnendur í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, segir að dómarastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skiptingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“ NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
Handaband NBA-dómarans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaðamanni á fundi Körfuknattleikssambandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Philadelphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín alltaf á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA.Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kennurunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dómara og mikla reynslu úr körfuboltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leikmönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta áratug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik.Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síðustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dómara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viðurkenna mistök. En þegar dómarar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfuknattleiksunnendur í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, segir að dómarastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skiptingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira