Nets hengir treyju þjálfarans upp í rjáfur Brooklyn Nets hefur ákveðið að hengja treyju Jason Kidd upp í rjáfur. Það verður því ekki aftur leikið í treyju númer fimm hjá félaginu. Körfubolti 9. september 2013 21:19
Jamison: Kobe er einstakur leikmaður Mikið hefur verið rætt um Kobe Bryant í sumar eftir að hann sleit hásin í vor. Kobe er orðinn 34 ára og margir hafa efast um hversu sterkur hann verður þegar hann snýr aftur á völlinn. Körfubolti 2. september 2013 06:00
Hrækti framan í Scottie Pippen Það er stundum erfitt að vera frægur og það fékk NBA-goðsögnin Scottie Pippen að reyna í sumar. Þá lenti hann í uppáþrengjandi aðdáanda. Körfubolti 31. ágúst 2013 22:45
NBA-deildin ætlar sér stóra hluti í Afríku Forráðamenn NBA-deildarinnar hyggja á nýja landvinninga og nú hafa þeir blásið til sóknar í Afríku. Körfubolti 31. ágúst 2013 22:00
Odom tekinn ölvaður undir stýri Það er enn vandræðagangur á körfuboltakappanum Lamar Odom og vinum hans og fjölskyldu hefur ekki enn tekist að koma honum í meðferð. Körfubolti 31. ágúst 2013 11:45
Gasol á að tryggja Madríd Ólympíuleikana Pau Gasol, miðherji Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, verður talsmaður Madrídar sem vill halda Ólympíuleikana sumarið 2020. Körfubolti 28. ágúst 2013 15:00
McGrady leggur skóna á hilluna Hinn 34 ára gamli Tracy McGrady hefur lagt skóna eftir 16 ára feril í NBA-deildinni. McGrady var sjö sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar og tvisvar var hann stigakóngur. Körfubolti 27. ágúst 2013 18:00
Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. Körfubolti 27. ágúst 2013 12:00
Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. Körfubolti 26. ágúst 2013 07:18
Yngri Curry bróðirinn líka til Warriors Seth Curry, yngri bróðir Stephen Curry stærstu stjörnu Golden State Warriors í NBA körfuboltanum fær tækifæri til að vinna sér inn samning hjá Warriors nú í haust. Körfubolti 25. ágúst 2013 22:30
James velur þrjá bestu leikmenn sögunnar Besti körfuboltamaður heims í dag, LeBron James, var neyddur til þess í viðtali um daginn að nefna þrjá bestu körfuknattleiksmenn sögunnar. Körfubolti 22. ágúst 2013 14:00
Chris Paul orðinn forseti leikmannasamtakanna Chris Paul, leikstjórnandi LA Clippers, var í gær kjörinn nýr forseti leikmannasamtaka NBA-deildarinnar. Hann tekur við því starfi af Derek Fisher. Körfubolti 22. ágúst 2013 11:45
Lin þoldi ekki pressuna og grét fyrir leik Ein stærsta Öskubuskusagan í bandarísku íþróttalífi er þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið hjá NY Knicks og sló rækilega í gegn. Hann fór úr því að sofa á sófanum hjá vini sínum í að verða heimsþekkt stjarna. Körfubolti 22. ágúst 2013 09:30
Keyrir um götur New York á brynvörðum herbíl JR Smith, leikmaður NY Knicks, er skrautlegur karakter og duglegur að koma sér á síður blaðanna fyrir hina ótrúlegustu hluti. Körfubolti 21. ágúst 2013 13:30
Hrinti óléttri kærustunni Eins og Vísir greindi frá í gær þá var Ty Lawson, leikstjórnandi Denver Nuggets, handtekinn um helgina ásamt kærustunni sinni en þá höfðu þau verið að slást. Körfubolti 21. ágúst 2013 12:00
Handtekinn eftir að hafa slegist við kærustuna Helgin var ansi skrautleg hjá Ty Lawson, bakverði Denver Nuggets, því hann lenti í slagsmálum við kærustuna sína. Körfubolti 20. ágúst 2013 17:15
Fékk nýjan sjö milljarða samning Svartfellingurinn Nikola Pekovic skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta en þessi 27 ára og 211 sm miðherji sló í gegn á síðustu leiktíð með Timberwolves-liðinu. Körfubolti 15. ágúst 2013 22:00
Allt er fimmtugum fært Michael Jordan sýndi gamla góða takta í körfuboltaskóla sem hann rekur um helgina. Jordan sem varð fimmtugur í mars bauð upp á myndarlega troðslu klæddur í gallabuxur. Körfubolti 11. ágúst 2013 23:15
Tekur LeBron James við formennskunni? Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að LeBron James sé að íhuga það að gerast formaður leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og taka þar með við starfi Derek Fisher sem hefur barist fyrir hagsmunum kollega sinna undanfarin ár. Körfubolti 1. ágúst 2013 21:00
Steve Nash æfði með Inter Körfuboltastjarnan Steve Nash upplifði draum í gær þegar hann mætti á æfingu með ítalska stórliðinu Inter frá Mílanó. Fótbolti 31. júlí 2013 19:30
Heimsfriðurinn hyggur á aðra nafnabreytingu Metta World Peace, áður þekktur sem Ron Artest, segir að til greina komi að breyta nafni sínu aftur áður en tímabilið hefst í NBA-deildinni. Körfubolti 28. júlí 2013 10:00
Nash fær að æfa með Inter Milan Körfuboltakappinn Steve Nash er þekktur fyrir áhuga sinn á knattspyrnu en hann fær á næstu dögum að æfa með stórliði Inter frá Ítalíu. Körfubolti 28. júlí 2013 06:00
LeBron hættur með landsliðinu? Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Bandaríkin ef marka má heimildir Yahoo Sports. Körfubolti 25. júlí 2013 17:30
Eftirlíking af meistarahring Kobe seldist á 21 milljón Foreldrar Kobe Bryant héldu uppboð þar sem boðið var upp á ýmsan varning tengt syni þeirra sem hefur leitt LA Lakers til fimm meistaratitla á ferli sínum. Kobe sem hefur leikið með Lakers allan sinn NBA feril hefur sankað að sér ýmsum varningi í gegn um tíðina. Körfubolti 21. júlí 2013 11:00
Heimsfriður í New York Körfuboltamaðurinn Metta World Peace hefur ákveðið að leika með New York Knicks í NBA-deildinni á næsta tímabili. Körfubolti 16. júlí 2013 15:46
Vonbrigðatímabil Lakers kórónað með himinháum reikningi Körfuknattleiksliðið Los Angeles Lakers varði háum upphæðum á síðustu leiktíð. Liðið skreið í úrslitakeppni NBA þar sem það var niðurlægt af San Antonio Spurs. Körfubolti 10. júlí 2013 10:30
Josh Smith samdi við Detroit Pistons Kraftframherjinn Josh Smith, sem lék með Atlanta Hawks á síðasta tímabili hefur samþykkt fjögurra ára samningstilboð Detroit Pistons í NBA deildinni. Körfubolti 7. júlí 2013 23:15
Dwight Howard ætlar að semja við Houston Rockets Miðherjinn öflugi Dwight Howard hefur tekið ákvörðun um hvar hann spilar á næsta tímabili í NBA-deildinni í körfubolta. Kappinn ætlar að segja skilið við Los Angeles Lakers og semja þess í stað við Houston Rockets. Howard hefur látið hin félögin sem voru á eftir honum, Lakers, Dallas, Golden State og Atlanta, vita að hann ætli að semja við Houston. Þetta kom fram í bandarískum fjölmiðlum í kvöld. Körfubolti 6. júlí 2013 00:16
Kobe vill kenna Howard að verða meistari Sirkusinn í kringum Dwight Howard, leikmann LA Lakers, síðasta sumar gleymist seint. Sami sirkus er farinn aftur í gang núna og er stanslaust fjallað um hvað hann geri að þessu sinni. Körfubolti 4. júlí 2013 17:15
Rétt hjá mér að hvíla Derrick Rose, stjarna Chicago Bulls, var talsvert gagnrýndur síðasta vetur fyrir að koma ekki inn í liðið þó svo hann væri búinn að jafna sig af krossbandaslitum. Körfubolti 4. júlí 2013 15:00