Kobe Bryant loks í sigurliði | LeBron frábær gegn Cleveland Los Angeles Lakers vann Charlotte Bobcats 88-85 í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Þetta var fjórði leikur Lakers eftir að Kobe Bryants snéri aftur eftir meiðsli og fyrsti leikurinn sem liðið sigrar frá því að Bryant snéri aftur. Körfubolti 15. desember 2013 11:00
NBA í nótt: Durant fór illa með Lakers Kobe Bryant var enn einu sinni í tapliði en lið hans, LA Lakers, átti lítinn möguleika gegn öflugu liði Oklahoma City í einum af þrettán leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 14. desember 2013 11:00
James fengið flest atkvæði í Stjörnuleikinn Þó svo ekki sé mikið liðið af tímabilinu í NBA-deildinni er þegar hægt að kjósa leikmenn í Stjörnuleik deildarinnar. Er ávallt áhugavert að sjá hvaða leikmenn eru vinsælastir hverju sinni. Körfubolti 13. desember 2013 16:15
Nets skellti Clippers Brooklyn hefur átt erfitt uppdráttar síðan liðið lagði Miami Heat fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Liðið reif sig þó upp í nótt og spilaði mjög góðan leik gegn LA Clippers. Körfubolti 13. desember 2013 07:27
Engir erkifjendur í NBA-deildinni í dag Það er oft talað um erkifjendur í íþróttum og áhorfendur bíða alltaf spenntir eftir því að sjá erkifjendur mætast. LeBron James segir að ekkert slíkt sé í gangi í NBA-deildinni í dag. Körfubolti 12. desember 2013 14:15
Doc snéri aftur í Garðinn og vann Doc Rivers snéri aftur á sinn gamla heimavöll, TD Garden, með sitt nýja lið, LA Clippers, í nótt. Honum var vel fagnað og hann þakkaði svo fyrir sig með því að vinna leikinn. Körfubolti 12. desember 2013 07:21
Indiana lagði meistarana Það var stórleikur í NBA-deildinni í nótt þegar Indiana Pacers tók á móti Miami Heat. Indiana sýndi styrk sinn í leiknum með því að vinna sex stiga sigur á meisturunum. Körfubolti 11. desember 2013 07:52
Durant pirraður: Skrifið um þetta! Kevin Durant lét blaðamenn heyra það í miðjum leik sinna manna í Oklahoma City Thunder gegn Indiana Pacers í fyrrinótt. Körfubolti 10. desember 2013 15:45
Íhuga breytingar á fyrirkomulagi NBA-deildarinnar Forráðamenn NBA-deildarinnar munu á næstunni skoða hvort núverandi fyrirkomulag deildarinnar sé orðið úrelt. Til greina kemur að gera róttækar breytingar. Körfubolti 10. desember 2013 09:45
Griffin og Paul í stuði hjá Clippers LA Clippers vann sinn fjórða sigur í röð gegn Philadelphia í nótt. Það hefur ekki gerst síðan árið 1974. Körfubolti 10. desember 2013 07:16
Kobe ryðgaður og Lakers tapaði Kobe Bryant snéri aftur út á körfuboltavöllinn í nótt. Það var engin draumaendurkoma því LA Lakers tapaði á heimavelli gegn Toronto. Körfubolti 9. desember 2013 07:28
Flautukarfa Ellis batt enda á sigurgöngu Trail Blazers |Pacers vann uppgjör efstu liðanna Monta Ellis tryggði Dallas Mavericks tveggja stiga sigur á Portland Trail Blazers 108-106 NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Á sama tíma vann Indiana Pacers sjaldgæfan sigur á San Antonio Spurs í Texas 111-100. Körfubolti 8. desember 2013 11:00
Kobe spilar á morgun - ofurdramatískt treyjumyndband Kobe Bryant tilkynnti það í gær að hann ætli að spila á ný með Los Angeles Lakers liðinu annað kvöld þegar liðið mætir Toronto Raptors á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 7. desember 2013 11:30
NBA í nótt: Kyle Korver með þrist í 90. leiknum í röð Kyle Korver setti nýtt glæsilegt NBA-met í nótt þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í 90. leiknum í röð. Körfubolti 7. desember 2013 10:26
LeBron á hvíta tjaldið NBA-stjarnan LeBron James mun taka að sér hlutverk í gamanmyndinni Ballers sem fer í framleiðslu á næsta ári. Körfubolti 6. desember 2013 22:30
NBA í nótt: Vængbrotið Bulls-lið skellti meisturunum Meistarar Miami Heat töpuðu óvænt í nótt og þá hafði NY Knicks betur gegn Brooklyn Nets í fyrsta New York-borgarslag tímabilsins. Körfubolti 6. desember 2013 07:54
Leik frestað vegna reyks í höllinni Frestað varð leik San Antonio Spurs og Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt af heldur óvenjulegri ástæðu. Körfubolti 5. desember 2013 09:15
NBA í nótt: Portland vann enn einn toppslaginn | Korver jafnaði met Portland styrkti stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta með góðum sigri á Oklahoma City á heimavelli, 111-104. Alls fóru sjö leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 5. desember 2013 07:58
Sjáið Kobe stelast inn á mynd af Messi Kobe Bryant og Lionel Messi eru tveir af þekktustu íþróttamönnum heims. Kobe hefur verið einn besti körfuboltamaður í heimi í langan tíma og Messi er að flestra mati besti knattspyrnumaður heims. Fótbolti 4. desember 2013 23:30
NBA í nótt: Tíu leikja sigurgöngu Miami lokið Meistararnir í Miami Heat töpuðu óvænt fyrir Detroit Pistons á heimavelli sínum í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru átta leikir fram í nótt. Körfubolti 4. desember 2013 08:05
NBA í nótt: Þreföld framlenging í Chicago Pelíkanarnir frá New Orleans unnu dramatískan sigur á Chicago Bulls í leik sem þurfti að þríframlengja. Indiana tapaði aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu í nótt. Körfubolti 3. desember 2013 07:52
NBA í nótt: Sextándi sigur Indiana Indiana Pacers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann í nótt sinn sextánda sigur í fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 2. desember 2013 09:02
Kobe gæti snúið aftur á föstudaginn Það er farið að styttast í að Kobe Bryant snúi aftur út á körfuboltavöllinn með Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum eftir að hafa slitið hásin í apríl. Körfubolti 1. desember 2013 12:00
Houston Rockets fyrst til að vinna í San Antonio | Myndband Houston Rockets varð í nótt fyrst liða til að vinna San Antonio Spurs í San Antonio þegar Rockets vann baráttu Texas-liðanna 112-106 í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum. Alls voru sjö leikir í NBA í nótt. Körfubolti 1. desember 2013 09:45
Dramatísk sigurkarfa Westbrook fyrir Þrumuna | Myndband Oklahoma City Thunder vann sinn sjötta leik í röð í NBA-deildinni í nótt en tæpt stóð það. Körfubolti 30. nóvember 2013 11:31
Kidd fékk sex milljóna sekt fyrir að „hella" niður | Myndband Jason Kidd, þjálfari Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, reyndi að búa sér til leikhlé í lok leiks á móti Los Angeles Lakers í fyrrinótt en forráðamenn deildarinnar voru ekki hrifnir. Körfubolti 29. nóvember 2013 08:50
Klókindi eða klækur hjá Kidd í nótt? Jason Kidd var alltaf hrósað fyrir klókindi sín inn á körfuboltavellinum. Skórnir eru nýkomnir upp á hillu en kappinn beitir enn brögum inn á vellinum nú sem þjálfari Brooklyn Nets í NBA-deildinni. Körfubolti 28. nóvember 2013 15:00
NBA: Langar sigurgöngur San Antonio og Portland enduðu í nótt Phoenix Suns og Oklahoma City Thunder enduðu 11 leikja sigurgöngur Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James leiddi Miami til sigurs á hans gamla félagi og Chris Paul meiddist þegar Los Angeles Clippers sá til þess að New York Knicks tapaði sínum sjöunda leik í röð. Körfubolti 28. nóvember 2013 08:33
LeBron býður öllu Miami-liðinu heim til sín á Þakkargjörðardaginn Á morgun er Þakkargjörðardagurinn (Thanksgiving Day) í Bandaríkjunum og þá leggja Bandaríkjamenn mikið upp úr því að vera með fjölskyldu og vinum. Leikmenn í NBA-deildinni í körfubolta lenda hinsvegar oft í því að vera á útivallaferðalagi á þessum degi og þannig er nú málum háttað hjá meisturunum í Miami Heat. Körfubolti 27. nóvember 2013 09:45
NBA: Loksins sigur hjá Kidd og lærisveinum hans í Brooklyn Nets Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Körfubolti 27. nóvember 2013 07:05