Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Hjólar í eigin að­dá­endur

Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. 

Lífið
Fréttamynd

Sér tækifæri í Cher-útbúnum ísbíl

Tónlistarkonan Cher hefur ákveðið að leita á nýjar slóðir og selja ís í eigin nafni, svokallaðan Cherlato. Hún segir að um sé að ræða verkefni sem sé búið að vera lengi í undirbúningi. Þá fullvissar hún aðdáendur sína um að þetta sé ekki grín.

Lífið
Fréttamynd

Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju

„Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum.

Lífið
Fréttamynd

Hildur Guðna og Sam giftu sig á á­star­f­leyi

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það.

Lífið
Fréttamynd

Íslensku lögin taka yfir topp tíu

Emmsjé Gauti situr staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu. Íslenski listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag og eiga efstu fimm lög listans í þessari viku það sameiginlegt að vera öll íslensk.

Tónlist
Fréttamynd

„Hérna er allt þægi­legt og kósí og mjúk teppi“

Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina.

Menning
Fréttamynd

Ís­­lendingur ferðast um Banda­­ríkin með Metalli­­ca og Pan­tera

Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. 

Lífið
Fréttamynd

Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó

Það heyrir almennt ekki til tíðinda þegar karlmenn á þrítugsaldri, svokallaðir „gaurar“, hópa sig saman og fara í bíó. Í bíóhúsum borgarinnar má oft sjá þó nokkra gaura sitja saman með popp og kók og njóta þess að horfa saman á misgóðar kvikmyndir. En, miðvikudaginn 19. júlí 2023 fóru 50 gaurar saman í bíó. Þetta er okkar saga. 

Lífið
Fréttamynd

„Langar að minna þol­endur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“

„Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu.

Tónlist
Fréttamynd

Viaplay segir upp 25 prósents starfs­fólks

Sænska streymis­veitan Viaplay hefur sagt upp 25 prósent af starfs­fólki sínu. Er það gert til að bregðast við rekstra­r­örðug­leikum en fyrir­tækið sendi frá sér af­komu­við­vörun í síðasta mánuði þar sem gert er ráð fyrir því að fé­lagið verði rekið í tapi næstu árin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undir­­­gefnir að­dá­endur og linnu­­laus markaðs­her­­ferð knýi „Bar­ben­heimer“ á­­fram

Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur.

Menning
Fréttamynd

Creed snúa loksins aftur

Hin rómaða rokkhljómsveit Creed hefur tilkynnt nýja tónleikaröð, hina fyrstu í áratug. En sveitin hefur legið í dvala, fjölmörgum aðdáendum sínum til ama, frá árinu 2012.

Tónlist
Fréttamynd

Sérfræðingur gáttaður á „Bar­ben­heimer“

Paul Dergara­bedian, sér­fræðingur á sviði miðla­greiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftir­væntingunni sem ríkir fyrir „Bar­ben­heimer,“ sam­eigin­legum frum­sýningar­degi stór­myndanna Bar­bie og Oppen­heimer.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hús­leit vegna morðsins á Tu­pac Shakur

Lög­reglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitar­heimild vegna rann­sóknar á morðinu á rapparanum Tu­pac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. septem­ber árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að trylla lýðinn á Krúttinu

Það verður sannkölluð tónlistarveisla á Blönduósi næstkomandi laugardagskvöld þegar þeir Dagur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson verða með tónleika á nýjum tónleikastað í gamla bænum, Krúttinu á Hóteli Blönduósi.

Tónlist
Fréttamynd

Var við það að missa vitið en fann sig svo í tón­listinni

„Ég var í voða fínni inni vinnu og kominn á miðjan aldur en leiður á henni og ýmsu öðru. Ég var eiginlega bara að missa vitið af leiðindum og mig langaði að prófa eitthvað annað áður en af því yrði endanlega. Á svipuðum tíma áttaði ég mig líka á því að ekki bara einn heldur tveir jafnaldrar mínir og fyrrum hljómsveitafélagar höfðu dáið tiltölulega nýlega,“ segir tónlistarmaðurinn Klemens Ólafur Þrastarson, sem notast við listamannsnafnið Klói og var að senda frá sér tveggja laga smáskífu.

Tónlist