Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Söngur fyrir alla?

Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af?

Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðalag Jógvans og Friðriks Ómars fór illa af stað

„Ferðalag okkar um landið þetta sumarið hófst í dag. Friðrik varð smá bílveikur eftir að Jógvan opnaði Eggjasamloku á Hellisheiðinni en við teljum að hann muni ná sér að fullu eftir góðan nætursvefn,“ segja þeir Jógvan og Friðrik Ómar um tónleikaferðalag sitt.

Lífið
Fréttamynd

Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun

Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo.

Tónlist
Fréttamynd

Minning um Hannesarholt?

Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára.

Skoðun
Fréttamynd

Sunneva svarar fyrir sig

Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikari úr Friends er með krabbamein

Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jón Gnarr verður Skugga-Sveinn

Stórleikarinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr mun fara með hlutverk Skugga-Sveins í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á samnefndu leikriti. Stefnt er að því að frumsýna leikritið um miðjan janúar á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

GDRN ljáir eld­fjallinu Kötlu rödd sína

Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu.

Lífið