Charlie Watts missir af tónleikaferðalagi Rolling Stones Charlie Watts, trommuleikari Rolling Stones mun ekki ferðast með sveitinni til Bandaríkjanna þar sem hún hefur tónleikaferðalag í september. Hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann undirgekkst á dögunum. Tónlist 5. ágúst 2021 14:51
Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur selt kvikmyndarétt að bók sinni Fjallaverksmiðja Íslands bandaríska framleiðslufyrirtækinu Inner Voice Artists. Hinir mexíkósku Munoz-bræður munu skrifa handritið og leikstýra þáttunum. Lífið 5. ágúst 2021 13:38
Edduverðlaunahátíðinni aflýst Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur tilkynnt að Edduverðlaunahátíðin fari ekki fram með hefðbundnum hætt í ár líkt og stóð til. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2021 12:55
Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Lífið 5. ágúst 2021 11:01
Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram. Tónlist 5. ágúst 2021 10:08
Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes. Viðskipti erlent 5. ágúst 2021 07:53
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Innlent 4. ágúst 2021 22:13
Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Menning 4. ágúst 2021 16:01
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. Bíó og sjónvarp 4. ágúst 2021 15:30
„Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður“ „Ég hef verið í tónlist síðan ég var lítil og alltaf í kringum fólk sem er í tónlist. Ég kunni ekkert annað og kann ekkert annað,“ segir Sóley Stefánsdóttir í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Lífið 4. ágúst 2021 14:47
Boða til Covid-fundar með fulltrúum listafólks og íþróttahreyfingar Stjórnvöld hafa boðað til fundar á morgun með fulltrúum úr listageiranum og íþróttahreyfingunni til að ræða áhrif kórónuveirufaraldursins. Innlent 3. ágúst 2021 23:21
Stolt en stressuð Arna Bára gefur út sitt fyrsta lag „Þetta eru blendnar tilfinningar að gefa út sitt fyrsta lag. Ég er mjög stolt en á sama tíma stressuð yfir viðbrögðunum,“ segir athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára í samtali við Vísi. Lífið 3. ágúst 2021 14:39
Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. Lífið 3. ágúst 2021 13:15
Aðeins ár í frumsýningu sjónvarpsþáttanna um Hringadróttinssögu Nýir sjónvarpsþættir byggðir á Hringadróttinssögu eftir breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien verða sýndir í september á næsta ári. Þættirnir verða sýndir á streymisveitu Amazon, Amazon Prime, og er nú langri bið senn á enda. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2021 07:53
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. Innlent 2. ágúst 2021 22:22
Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Innlent 2. ágúst 2021 13:00
Aldrei verið með plan B Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan. Lífið 2. ágúst 2021 11:30
Kemur ekki fram á tónlistarhátíð vegna hatursorðræðu í garð samkynhneigðra Rapparinn DaBaby kemur ekki fram á lokakvöldi tónlistarhátíðarinnar Lollapalooza sem fram fer í Chicago í kvöld. Ástæðan er hatursorðræða sem hann viðhafði á tónleikum í síðustu viku. Tónlist 1. ágúst 2021 21:32
Helgi Björns streymir frá Borginni í kvöld Helgi Björnsson ætlar að heimsækja alla landsmenn í beinu streymi frá Hótel Borg í kvöld ásamt Reiðmönnum vindanna. Lífið 31. júlí 2021 21:09
Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta. Innlent 31. júlí 2021 20:04
Bob Odenkirk fékk „lítið hjartaáfall“ Leikarinn Bob Odenkirk hné niður við tökur á þættinum Better Call Saul á dögunum. Hann tilkynnti í gær að hann hefði fengið „lítið hjartaáfall“ og að hann væri á batavegi. Bíó og sjónvarp 31. júlí 2021 18:12
Sjáðu Staunton í hlutverki drottningarinnar Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu. Lífið 31. júlí 2021 13:01
Rétt nær að standa við gamalt loforð með skáldsögu fyrir sjötugt Að fara á eftirlaun getur reynst þeim erfitt sem eru fullfrískir og orkumiklir og vilja ekki sitja aðgerðalausir heilu og hálfu dagana. Gróa Finnsdóttir er ein þeirra en hún deyr ekki ráðalaus og mun nú eftir helgi efna gamalt loforð með útgáfu sinnar fyrstu skáldsögu rétt fyrir sjötíu ára afmælisdaginn. Þannig leggur hún í leiðinni grunn að nýjum starfsferli sínum sem rithöfundur á eftirlaunaaldrinum. Menning 31. júlí 2021 07:00
Amanda Knox segir Matt Damon vilja græða peninga á harmi þrunginni ævisögu hennar Hin bandaríska Amanda Knox heldur því fram að kvikmyndin Stillwater sé byggð á ævisögu hennar og að saga hennar hafi verið notuð, án hennar samþykkis, til að græða peninga. Erlent 30. júlí 2021 22:30
Akureyrskir Pálmar með kveðju af ströndinni Akureyrska hljómsveitin Pálmar hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við þriðja lag sitt Sæll vinur. Tónlist 30. júlí 2021 17:12
Uppstrílaðir skrattakollar gefa sig á vald glundroðanum Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á. Tónlist 30. júlí 2021 16:36
Elskar að djamma en fær ekki að djamma Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað. Tónlist 30. júlí 2021 16:01
Semur um eigin líðan sem barn Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson var að senda frá sér lagið Back to Bed ásamt tónlistarmyndbandi sem hann vann ásamt ungum kvikmyndargerðarnema, Jónatani Leó Þráinssyni á Austurlandi í sumar. Albumm 30. júlí 2021 14:30
Föstudagsplaylisti Johnny Blaze og Hakka Brakes Jón Rafn Hjálmarsson, eða Johnny Blaze, og Hákon Bragason, eða Hakki Brakes, mynda elektróníska tvíeykið sem setti saman lagalista þessa föstudags. Tónlist 30. júlí 2021 13:00
Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. Lífið 30. júlí 2021 11:20