Úrslitaleikurinn skiptir öllu máli Arsene Wenger viðurkennir að hann hafi nokkrar áhyggjur af því hvað muni gerast í leikmannamálum hjá félaginu í sumar en menn eins og Ashley Cole og Thierry Henry hafa mikið verið orðaðir við stóru félögin á Spáni. Wenger segir þó að í dag sé enginn að hugsa um neitt annað en að sigra í úrslitaleik meistaradeildarinnar á miðvikudag. Sport 15. maí 2006 15:45
Tottenham fær ekki undanþágu Knattspyrnusamband Evrópu hafur tilkynnt forráðamönnum Tottenham Hotspur að félagið fái ekki undanþágu um að komast í meistaradeildina á næstu leiktíð ef Arsenal hirðir sæti þeirra með því að sigra í keppninni í ár. Sport 3. maí 2006 18:00
Markið var fullkomlega löglegt Carlo Ancelotti var afar óhress eftir leikinn við Barcelona í meistaradeildinni í gær og vildi meina að sínir menn hefðu verið rændir fullkomlega löglegu marki þegar Andriy Shevchenko skoraði með skalla en var dæmdur brotlegur fyrir að stugga við Carles Puyol, varnarmanni Barcelona. Sport 27. apríl 2006 08:45
Þetta var baráttusigur Frank Rijkaard sagðist í gær hafa verið stoltur af sínum mönnum þegar þeir tryggðu sér sætið í úrslitaleiknum í meistaradeildinni með markalausu jafntefli við AC Milan á heimavelli sínum. "Þetta var baráttusigur hjá okkur og ég er mjög stoltur af strákunum, því það var mjög erfitt að spila gegn sterku liði Milan. Við ætluðum okkur í úrslitin og það tókst," sagði Rijkaard. Sport 27. apríl 2006 08:00
Barcelona og Arsenal leika til úrslita Það verða Barcelona og Arsenal sem leika til úrslita í meistaradeild Evrópu í ár, en Barcelona tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn með því að gera markalaust jafntefli við AC Milan á heimavelli sínum Nou Camp í kvöld. Heimamenn fengu fleiri marktækifæri í leik kvöldsins en eru komnir áfram þrátt fyrir markalaust jafntefli eftir 1-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum. Sport 26. apríl 2006 20:36
Jafnt á Nou Camp í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í síðari leik Barcelona og AC Milan í undanúrslitum meistaradeildarinnar og hefur hvorugu liðinu tekist að skora. Ítalska liðið þarf að skora mark til að knýja fram framlengingu en heimamönnum nægir jafntefli eftir sigur í fyrri leiknum. Sport 26. apríl 2006 19:48
Deco í byrjunarliði Barcelona Leikur Barcelona og AC Milan í undanúrslitum meistaradeildarinnar er nú að hefjast og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Deco kemur aftur inn í byrjunarlið Barcelona eftir leikbann, en gamla brýnið Costacurta tekur stöðu Nesta í byrjunarliði AC Milan, en Nesta er meiddur. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn eru í byrjunarliðum. Sport 26. apríl 2006 18:37
Barcelona gæti orðið stórveldi Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að ef liðið nær að slá AC Milan út úr meistaradeildinni í kvöld, gæti sigurinn markað þáttaskil í sögu félagsins og orðið til þess að gera Barcelona að nýju stjórveldi í Evrópuboltanum - líkt og lið AC Milan á árunum í kring um 1990. Sport 26. apríl 2006 15:30
Lætur gagnrýnendur heyra það Arsene Wenger segir að lið sitt hafi endanlega þaggað niður í hörðum gagnrýnendum þess á undanförnum árum með vasklegri framgöngu sinni í meistaradeildinni í vetur og segist hafa fulla trú á því að sínir menn geti klárað dæmið í úrslitaleiknum. Sport 26. apríl 2006 14:30
Við vorum heppnir Arsene Wenger viðurkenndi að hans menn hefðu verið heppnir að sleppa með jafntefli gegn Villarreal í meistaradeildinni í kvöld, en var yfir sig ánægður með baráttuna í liði sínu - ekki síst í manni leiksins Jens Lehmann sem varði vítaspyrnu á síðustu mínútunni. Sport 25. apríl 2006 21:42
Jimmy Jump í essinu sínu Knattspyrnufyrirbærið Jimmy Jump lét sig ekki vanta á leik Villarreal og Arsenal í kvöld og í síðari hálfleik náði hann að brjótast inn á völlinn og kastaði Barcelona-treyju yfir öxlina á Thierry Henry, leikmanni Arsenal. Henry hefur lengi verið orðaður við Barcelona-liðið og telja margir að hann muni ganga til liðs við Katalóníuliðið í sumar. Atvik sem þetta eru nokkuð algeng og illa virðist ganga að koma í veg fyrir að ævintýramenn á borð við hinn geðþekka Jimmy setji svip sinn á leikinn. Sport 25. apríl 2006 21:17
Arsenal í úrslit - Lehmann hetja dagsins Arsenal er komið í úrslitaleikinn í meistaradeild Evrópu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við spænska liðið Villarreal á útivelli í kvöld. Arsenal getur þakkað markverði sínum Jens Lehmann að hafa komist áfram, því hann varði vítaspyrnu frá Juan Riquelme á lokamínútu leiksins. Vítaspyrnudómurinn var mjög loðinn og því má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt að þessu sinni. Sport 25. apríl 2006 20:38
Jafnt í hálfleik á Madrigal Staðan í hálfleik hjá Villarreal og Arsenal í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar er 0-0. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik en ekki tekist að skora markið nauðsynlega. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 25. apríl 2006 19:34
Við gleymumst fljótt ef við náum ekki í úrslit Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme hjá Villarreal segir að sínir menn verði að leggja Arsenal að velli í kvöld og komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar ef þeir ætli sér að láta muna eftir árangri sínum í keppninni. Hann segir að knattspyrnuheimurinn verði fljótur að gleyma afrekum liðsins í vetur ef því tekst ekki að vinna sér sæti í úrslitaleiknum. Sport 25. apríl 2006 16:45
Við erum klárir í slaginn Diego Forlan, framherji Villarreal, segir sína menn eiga nóg inni fyrir síðari leikinn gegn Arsenal annað kvöld en viðurkennir að Arsenal hafi verið í bílstjórasætinu í þeim fyrri. Hann segir að allt annað verði uppi á teningnum á El Madrigal annað kvöld. Sport 24. apríl 2006 16:06
Campbell inn, Senderos út Arsenal hefur staðfest að miðvörðurinn Sol Campbell verði í byrjunarliðinu í síðari leiknum gegn Villarreal annað kvöld, en á móti kemur að Philippe Senderos verður líklega frá í þrjár vikur eftir að hann meiddist á hné í grannaslagnum við Tottenham á laugardaginn. Sport 24. apríl 2006 15:52
Senderos ekki með gegn Villareal Svissneski miðvörðurinn Philippe Senderos verður líklega ekki með í seinni undanúrslitaleik Arsenal og Villareal í Meistaradeild Evrópu. Senderos fór meiddur af velli í jafnteflisleikk Arsenal og Tottenham í gær. Líklega verður Sol Campbell kallaður til að fylla skarð Senderos. Arsenal leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á heimavelli en eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Sport 23. apríl 2006 14:50
Mikið eftir af þessu einvígi Arsene Wenger var sáttur við sigurinn á Villarreal í Meistaradeildinni í kvöld, en sagði sína menn hafa verið of stressaða til að ná að bæta við öðru marki í leiknum - það hefði verið óskastaða fyrir síðari leikinn á Spáni í næstu viku. Sport 19. apríl 2006 21:47
Arsenal lagði Villarreal Arsenal lagði Villarreal 1-0 í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði mark heimamanna á 41. mínútu í síðasta Evrópuleik Arsenal á Highbury. Það er því ljóst að allt getur gerst í síðari leiknum sem fram fer á Spáni í næstu viku. Sport 19. apríl 2006 20:41
Arsenal hefur forystu gegn Villarreal Arsenal hefur yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði markið á 41. mínútu. Leikurinn er fjörugur og skemmtilegur og hafa bæði lið fengið fjölda færa til að skora. Sport 19. apríl 2006 19:37
Toure kemur Arsenal yfir Varnarmaðurinn Kolo Toure hefur komið Arsenal yfir gegn Villareal á Highbury á 41. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning hjá Alexandr Hleb. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og hafa bæði lið fengið ágæt marktækifæri. Hann er sýndur beint á Sýn. Sport 19. apríl 2006 19:26
Leikur Arsenal og Villareal að hefjast Nú styttist í að flautað verði til leiks á Highbury í leik Arsenal og Villareal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, en þetta er fyrri viðureign liðanna. Arsenal teflir fram sínu hefðbundna liði en Freddy Ljungberg kemur þó inn fyrir Jose Antonio Reyes sem er í leikbanni. Tvo fastamenn vantar í vörnina hjá spænska liðinu, markvörðurinn Mariano Barbosa kemur inn fyrir Sebastien Viera og Cesar Arco kemur inn fyrir Juan Manuel Pena. Leikurinn er í beinni á Sýn. Sport 19. apríl 2006 18:22
Barcelona lagði AC Milan Barcelona vann gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á AC Milan á San Siro í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Það var Ludovic Giuly sem skoraði sigurmarkið með frábærum hætti eftir góðan undirbúning frá brasilíska snillingnum Ronaldinho. Barcelona er því með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn sem verður á heimavelli liðsins í Katalóníu á Spáni. Sport 18. apríl 2006 20:47
Barcelona komið yfir Barcelona er komið í mjög vænlega stöðu í einvíginu við AC Milan, en Ludovic Giuly var rétt í þessu að koma Barcelona yfir á San Siro eftir glæsilega sendingu frá Ronaldinho. Markið er Börsungum gríðarlega mikilvægt, en þeir eiga síðari leikinn eftir á heimavelli. Markið kom á á 57. mínútu og var einstaklega vel að því staðið hjá Barcelona. Sport 18. apríl 2006 20:00
Markalaust á San Siro í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í fyrri viðureign AC Milan og Barcelona á San Siro í Mílanó í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en hvorugu liðinu hefur tekist að skora. Það var Gilardino hjá Milan sem komst næst því að skora þegar hann átti skot í stöngina á marki Barcelona. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 18. apríl 2006 19:39
Byrjunarliðin klár Nú styttist í að flautað verði til leiks í fyrri undanúrslitaleik AC Milan og Barcelona í Meistaradeildinni, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. AC Milan hefur unnið keppnina sex sinnum en Barcelona aðeins einu sinni. Milan hefur aldrei fallið úr keppni í undanúrslitunum. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn hefja leikinn mikilvæga á San Siro. Sport 18. apríl 2006 18:26
Orðinn hundleiður á spurningum um framtíð sína Thierry Henry brást hinn versti við á blaðamannafundi í dag þegar hann var enn eina ferðina spurður út í framtíð sína hjá Arsenal. Blaðamannafundurinn var hugsaður fyrir viðureign Villarreal og Arsenal í Meistaradeildinni, en þegar blaðamenn spurðu Henry út í framtíð hans hjá Arsenal, lét sá franski þá heyra það. Sport 18. apríl 2006 17:37
Ætlar ekki að taka Ronaldinho úr umferð Carlo Ancelotti er mjög bjartsýnn á að hans menn í AC Milan nái að slá Barcelona út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar, en liðið er nú í þriðja sinn í undanúrslitum á síðustu fjórum árum. Ancelotti ætlar ekki að setja sérstakan mann til höfuðs brasilíska snillingsins Ronaldinho og segir varnarmenn sína fullfæra um að halda aftur af honum. Sport 18. apríl 2006 14:06
Nú þurfum við að sanna okkur Frank Rijkaard segir að öll lið gangi í gegn um það að þurfa að komast fram úr sér sterkari og reyndari liðum til að verða Evrópumeistarar og segir að nú sé kominn tími til fyrir sína menn í Barcelona að gera einmitt það gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30 í kvöld. Sport 18. apríl 2006 13:49
Hungrið í hámarki Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld. Sport 18. apríl 2006 00:01