Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Dortmund og City skiptu stigunum á milli sín

    Borussia Dortmund og Englandsmeistarar Manchester City skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu markalaust jafntefli í endurkomu Erling Braut Haaland á sinn gamla heimavöll í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“

    Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Valverde fékk risahrós frá Kroos

    Federico Valverde er nýjasta stórstjarnan í liði Real Madrid og er ein af ástæðunum að spænska stórliðið saknar ekki mikið brasilíska miðjumannsins Casemiro.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    PSG með skæru­liða­deild gegn Mbappe

    Það eru ekki bara skæruliðadeildir á Íslandi því nú berast fréttir af því að franska stórliðið Paris Saint Germain geri út eina og það meira að segja gegn sínum eigin leikmönnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Strákarnir af Skaganum horfðu í augun á mulnings­vél Man City og bognuðu hvorki né brotnuðu

    Það var einfaldlega skítkalt þegar blaðamaður mætti á Parken, heimavöll FC Kaupmannahafnar, fyrir leik FCK og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hvort það hafi haft áhrif á suðræna og seiðandi leikmenn gestaliðsins skal ósagt látið en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem tveir ungir drengir frá Akranesi komu við sögu hjá heimaliðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Allur Parken var að spila þennan leik“

    Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báði við sögu í liði FC Kaupmannahafnar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea á topp E-riðils eftir sigur gegn tíu leikmönnum AC Milan

    Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea vann öruggan 0-2 útisigur er liðið heimsótti Ítalíumeistara AC Milan í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Heimamenn þurftu að spila stærstan hluta leiksins manni færri og sigur gestanna því í raun aldrei í hættu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rüdiger hetja Evrópumeistaranna | Benfica tók stig af PSG

    Antonio Rüdiger reyndist hetja Evrópumeistara Real Madrid er hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í heimsókn Madridinga til úkraínska liðsins Shakhtar Donetsk til Varsjá í Póllandi í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá gerðu franska stórliðið PSG og Benfica 1-1 jafntefli í París á sama tíma.

    Fótbolti