Manchester City í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 21:25 Manchester City komið í undanúrslit þriðja árið í röð. Danilo Di Giovanni/Getty Images Bayern München þurfti kraftaverk til að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það gekk ekki eftir en leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn var nokkuð hraður og skemmtilegur en ekki mikið um opin færi framan af. Dayot Upamecano var áfram í sviðsljósinu en hann var rekinn af velli í fyrri hálfleik. Það er þangað til myndbandsdómari leiksins skarst í leikinn og rauða spjaldið var dregið til baka vegna rangstöðu í aðdraganda þess. Dayot Upamecano saved by the offside flag pic.twitter.com/Lp8yXzryvo— B/R Football (@brfootball) April 19, 2023 Upamecano fékk einnig boltann í hendina innan vítateigs í fyrri hálfleik og vítaspyrna dæmd. Erling Braut Håland fór á vítapunktinn en þurfti að bíða dágóða stund með að taka spyrnuna. Virtist það fara í Norðmanninn sem negldi yfir og staðan markalaus í hálfleik. Håland lét það ekki á sig fá og kom Man City yfir í síðari hálfleik þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir að Upamecano renndi sér á rassinn í von um að stöðva framherjann. Þetta var 48. mark framherjans í aðeins 41 leik á tímabilinu. Heimamenn fengu einnig vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Man City. Joshua Kimmich fór á punktinn og jafnaði metin í 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins og Man City vinnur einvígið því 4-1. 3 - Manchester City are only the third English team to qualify for the UEFA Champions League semi-finals in three consecutive seasons, along with Chelsea and Manchester United (both 2006-07 to 2008-09). March. pic.twitter.com/4IgHA3ZG1c— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2023 Lærisveinar Pep Guardiola eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð. Annað árið í röð mæta þeir Real Madríd. Nágrannaliðin AC Milan og Inter Milan mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. 19. apríl 2023 13:00 Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32
Bayern München þurfti kraftaverk til að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það gekk ekki eftir en leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn var nokkuð hraður og skemmtilegur en ekki mikið um opin færi framan af. Dayot Upamecano var áfram í sviðsljósinu en hann var rekinn af velli í fyrri hálfleik. Það er þangað til myndbandsdómari leiksins skarst í leikinn og rauða spjaldið var dregið til baka vegna rangstöðu í aðdraganda þess. Dayot Upamecano saved by the offside flag pic.twitter.com/Lp8yXzryvo— B/R Football (@brfootball) April 19, 2023 Upamecano fékk einnig boltann í hendina innan vítateigs í fyrri hálfleik og vítaspyrna dæmd. Erling Braut Håland fór á vítapunktinn en þurfti að bíða dágóða stund með að taka spyrnuna. Virtist það fara í Norðmanninn sem negldi yfir og staðan markalaus í hálfleik. Håland lét það ekki á sig fá og kom Man City yfir í síðari hálfleik þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir að Upamecano renndi sér á rassinn í von um að stöðva framherjann. Þetta var 48. mark framherjans í aðeins 41 leik á tímabilinu. Heimamenn fengu einnig vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Man City. Joshua Kimmich fór á punktinn og jafnaði metin í 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins og Man City vinnur einvígið því 4-1. 3 - Manchester City are only the third English team to qualify for the UEFA Champions League semi-finals in three consecutive seasons, along with Chelsea and Manchester United (both 2006-07 to 2008-09). March. pic.twitter.com/4IgHA3ZG1c— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2023 Lærisveinar Pep Guardiola eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð. Annað árið í röð mæta þeir Real Madríd. Nágrannaliðin AC Milan og Inter Milan mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. 19. apríl 2023 13:00 Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32
Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. 19. apríl 2023 13:00
Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32