Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Campbell: Dómarinn hindraði mig

    Sol Campbell hefur ásakað dómarann Martin Hansson um að hafa staðið í vegi sínum þegar Porto skoraði sigurmarkið gegn Arsenal í gær. Hann segir að dómarinn hafi hindrað sig í að verjast óbeinni aukaspyrnu sem leiddi til sigurmarksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nemanja Vidic vill vera hjá Manchester United til 2012

    Serbinn Nemanja Vidic hefur komið fram og eytt sögusögnum um að hann vilji fara frá Manchester United en miðvörðurinn hefur ekkert spilað með United á árinu 2010 vegna meiðsla á kálfa. Vidic tjáði sig um málið í viðtalið við serbneska blaðið Vecernje Novosti í Belgrad.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Prandelli: Vafadómar féllu þeim í vil

    „Ef við spilum aftur eins og spiluðum í kvöld og verðum jafn skipulagðir og baráttuglaðir þá hef ég ekki áhyggjur. Við getum vel komist áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Cesare Prandelli, knattspyrnustjóri Fiorentina, eftir 2-1 tap liðs síns gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Allianzx-leikvanginum í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Dómarinn gerði hræðileg mistök

    Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal var allt annað en sáttur með dómarann Martin Hansson eftir 2-1 tap liðs síns gegn Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Dragao-leikvanginum í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar

    Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Almunia er búinn að vera að pína sig í síðustu leikjum Arsenal

    Markvörðurinn Manuel Almunia fór ekki með Arsenal til Portúgals þar sem liðið mætir Porto í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Manuel Almunia er búinn að vera spila meiddur síðustu vikur en meiddist enn meira á æfingu í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pellegrini: Sóknarleikurinn var of hægur hjá okkur

    „Þetta voru ekki góð úrslit þar sem við töpuðum og náðum ekki að skora útivallarmark en þetta er enginn heimsendir. Ég er sannfærður um að lið mitt nái að snúa taflinu við,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Real Madrid, eftir 1-0 tap liðs síns í fyrri leiknum gegn Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Beckham: Ég naut þess mjög að spila leikinn

    „Þetta var fínt og ég naut þess mjög að spila leikinn. Stuðningsmennirnir voru mér líka góðir og það var frábært að spila þennan leik fyrir fullum leikvangi og mikilli stemningu,“ sagði Beckham eftir 2-3 sigur Manchester United gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á San Siro-leikvanginum í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Rooney var stórkostlegur í kvöld

    Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hrósaði framherjanum Wayne Rooney sérstaklega í leikslok eftir 2-3 sigur liðs síns gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á San Siro-leikvanginum í kvöld. Rooney skoraði tvö mörk fyrir United og var mjög ógnandi í sóknarleik liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney: Við áttum sigurinn klárlega skilið

    „Eftir að við komumst í 1-3 þá vorum við eina liðið á vellinum og við áttu sigurinn klárlega skilið. Það er því svekkjandi að við höfum fengið á okkur seinna markið því það heldur AC Milan inni í einvíginu,“ sagði Wayne Rooney í leikslok eftir 2-3 sigur Manchester United gegn AC Milan á San Siro-leikvanginum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jose Mourinho: Chelsea hefði átt að halda mér

    Jose Mourinho, stjóri Inter, nýtir sér fjölmiðlaathyglina fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Chelsea, til að kynda undir sálfræðistríðið fyrir leikinn. Chelsea hefur aðeins unnið einn bikar á þeim tveimur árum sem eru liðin frá því að Mourinho var rekinn úr Brúnni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Flamini hjá AC Milan: Óttumst ekki Wayne Rooney

    Mathieu Flamini, leikmaður AC Milan og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að liðið geri ekki neinar sérstakar ráðstafanir til þess að stoppa Wayne Rooney þegar AC Milan og Manchester United mætast í kvöld í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    David Beckham: Man Utd er með eins gott lið og 1999

    David Beckham, leikmaður AC Milan, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Manchester United í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að enski landsliðsmaðurinn hafi stoltið senunni í enskum fjölmiðlum í aðdraganda leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arshavin missir af Porto-leiknum á morgun

    Rússinn Andrei Arshavin verður ekki með Arsenal á morgun þegar liðið spilar fyrri leikinn sinn við Porto í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Estadio do Dragao, heimavelli Porto.

    Fótbolti