Er Real tilbúið að eyða 183 milljónum evra í Rooney, Milito og Maicon? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2010 10:00 Það reyna nánast allir blaðamenn á Spáni komast að því hvaða leikmenn Mourinho ætlar að fá til Real. Mynd/AP Það er búið að vera mikið um vangaveltur í enskum og spænskum fjölmiðlum yfir hver munu verða næstu skref hjá Jose Mourinho í að setja saman nýtt meistaralið hjá Real Madrid. Mourinho hefur ekki viljað segja neitt en þrír leikmenn eru sagðir vera mjög ofarlega á listanum hjá honum. Florentino Perez, forseti Real Madrid, eyddi gríðarlegum fjárhæðum í menn eins og Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema í fyrrasumar en fjölmiðlamenn á Spáni búast alveg eins við að hann eyði einnig miklu í sumar jafnvel 183 milljónum evra í þrjá leikmenn. Wayne Rooney er langefstur á blaði á óskalistanum og þó að enginn hafi búist við því að Real væri tilbúið að eyða 90 milljónum evra í Cristiano Ronaldo í fyrra þá hefur verið skrifað um það að Florentino gæti verið tilbúinn að borga 113 milljónir evra fyrir Rooney. Manchester United glímir við miklar skuldir og þó svo að eigendum félagsins myndi lítast vel á slíkt tilboð þá er erfitt að sjá Alex Ferguson samþykkja það að missa enn eina súper-stjörnuna frá liðinu. Ítalska blaðið Corriere dello Sport sagði frá miklum áhuga Internazionale Milan á Fernando Torres í gærog verði spænski landsliðsframherjinn keyptur þangað þá er farið að þrengjast um Argentínumanninn Diego Milito. Jose Mourinho hefur samkvæmt spænskum fjölmiðlum mikinn áhuga á að fá til sín Diego Milito og Maicon frá Inter og er talað um að Real gæti borgað ítalska liðinu 70 milljónir evra fyrir þá báða. Nú er bara að bíða og sjá hvort eitthvað sé til í þessum skrifum spænsku, ítölsku og ensku blaðanna. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Það er búið að vera mikið um vangaveltur í enskum og spænskum fjölmiðlum yfir hver munu verða næstu skref hjá Jose Mourinho í að setja saman nýtt meistaralið hjá Real Madrid. Mourinho hefur ekki viljað segja neitt en þrír leikmenn eru sagðir vera mjög ofarlega á listanum hjá honum. Florentino Perez, forseti Real Madrid, eyddi gríðarlegum fjárhæðum í menn eins og Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema í fyrrasumar en fjölmiðlamenn á Spáni búast alveg eins við að hann eyði einnig miklu í sumar jafnvel 183 milljónum evra í þrjá leikmenn. Wayne Rooney er langefstur á blaði á óskalistanum og þó að enginn hafi búist við því að Real væri tilbúið að eyða 90 milljónum evra í Cristiano Ronaldo í fyrra þá hefur verið skrifað um það að Florentino gæti verið tilbúinn að borga 113 milljónir evra fyrir Rooney. Manchester United glímir við miklar skuldir og þó svo að eigendum félagsins myndi lítast vel á slíkt tilboð þá er erfitt að sjá Alex Ferguson samþykkja það að missa enn eina súper-stjörnuna frá liðinu. Ítalska blaðið Corriere dello Sport sagði frá miklum áhuga Internazionale Milan á Fernando Torres í gærog verði spænski landsliðsframherjinn keyptur þangað þá er farið að þrengjast um Argentínumanninn Diego Milito. Jose Mourinho hefur samkvæmt spænskum fjölmiðlum mikinn áhuga á að fá til sín Diego Milito og Maicon frá Inter og er talað um að Real gæti borgað ítalska liðinu 70 milljónir evra fyrir þá báða. Nú er bara að bíða og sjá hvort eitthvað sé til í þessum skrifum spænsku, ítölsku og ensku blaðanna.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira