Ferguson: Wayne sýndi hugrekki sitt í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 1-0 útisigur á Chelsea í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins en United gat þakkað frábærri markvörslu Edwin van der Sar fyrir sigurinn sem og því að Alberto Undiano Mallenco dæmdi ekki víti þegar Patrice Evra felldi Ramires undir lok leiksins. Fótbolti 6. apríl 2011 21:14
Ferdinand: Kominn tími á að við fengjum lukkuna í lið með okkur Manchester United vann 1-0 sigur á Chelsea í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Waye Rooney skoraði sigurmarkið á 24. mínútu en undir lokins átti Cheslea að fá víti þegar Patrice Evra felldi Ramires. Fótbolti 6. apríl 2011 20:59
Barcelona fór illa með Shakhtar Donetsk og vann 5-1 sigur Það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir að Barcelona og Real Madrid mætist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid vann 4-0 heimasigur á Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í gærkvöldi og í kvöld vann Barcelona síðan 5-1 sigur á úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Fótbolti 6. apríl 2011 18:11
Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Fótbolti 6. apríl 2011 17:57
Rio með United - Drogba og Torres byrja báðir Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram á Brúnni á eftir. Fótbolti 6. apríl 2011 17:45
Undramark Stankovic Dejan Stankovic, leikmaður Inter, skoraði hreint út sagt ótrúlegt mark gegn Schalke í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 6. apríl 2011 13:30
Lampard: Kæran mun gera Rooney enn hættulegri Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur verulegar áhyggjur af því að Wayne Rooney mæti afar grimmur til leiks í Meistaradeildinni í kvöld i kjölfar kæru enska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 6. apríl 2011 11:30
Ancelotti búinn að velja framlínuna Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist vera búinn að ákveða hverjir byrji í framlínu liðsins í kvöld gegn Man. Utd í Meistaradeildinni. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Didier Drogba eða Fernando Torres byrji. Eða hvort þeir verði hreinlega báðir í framlínunni. Fótbolti 6. apríl 2011 09:24
Adebayor búinn að skora 10 mörk í 13 leikjum á móti Tottenham Emmanuel Adebayor skoraði tvö fyrstu mörk Real Madrid í 4-0 stórsigri á Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann heldur því áfram að kvelja Tottenham-menn líkt og gerði þegar hann lék með nágrönnunum í Arsenal. Fótbolti 5. apríl 2011 22:23
Mourinho: Þekki vel enska hugarfarið og við erum ekki komnir áfram Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var ekki tilbúinn að fagna sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 sigur í kvöld í fyrri leiknum á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum. Real Madrid komst í 1-0 eftir 5 mínútna leik og lék síðan manni fleiri síðustu 75 mínútur leiksins. Fótbolti 5. apríl 2011 21:24
Redknapp: Allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis Tottenham-menn eru í vondum málum í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap á móti Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Tottenham þurfti að spila manni færri í 75 mínútur í leiknum. Fótbolti 5. apríl 2011 21:15
Xabi Alonso: Ekki einu sinni nálægt því að vera búið Xabi Alonso var ekki tilbúinn að afskrifa Tottenham þrátt fyrir 4-0 sigur Real Madrid á enska liðinu í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Xabi var í liði Liverpool sem vann Meistaradeildin 2005 eftir að hafa lent 3-0 undir í úrslitaleiknum. Fótbolti 5. apríl 2011 21:06
Schalke skoraði fimm mörk hjá Evrópumeisturunum á San Siro Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Fótbolti 5. apríl 2011 18:00
Adebayor með tvö í 4-0 sigri Real Madrid á tíu mönnum Tottenham Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Fótbolti 5. apríl 2011 18:00
Pepe: Við berum virðingu fyrir Tottenham Það er mikil spenna fyrir leik Real Madrid og Tottenham í í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta er fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum keppninnar og leikið er á Spáni. Fótbolti 5. apríl 2011 17:15
Vidic vill sækja gegn Chelsea Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, vill að liðið mæti grimmt til leiks gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrri liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vidic vill að United sæki í leiknum. Fótbolti 5. apríl 2011 14:00
Verða stjörnurnar með á Bernabeu í kvöld? Real Madrid og Tottenham mætast í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrir leikinn eru menn með miklar vangaveltur um hvort aðalstjörnur liðanna verða með í kvöld. Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Gareth Bale hjá Tottenham eru báðir að glíma við tognun aftan í læri og stjórarnir Jose Mourinho og Harry Redknapp taka áhættu með því að nota þá í kvöld. Fótbolti 5. apríl 2011 07:00
Lehmann lögsækir landsliðsmarkvörð Jens Lehmann var allt annað en sáttur með það þegar þýski landsliðsmarkvörðurinn Tim Wiese sagði að hann ætti heima í Prúðuleikurunum og ætti að fara að leita sér aðstoðar hjá geðlækni. Lehmann hefur nú kært Wiese fyrir meinyrði og krefst skaðabóta. Fótbolti 4. apríl 2011 19:45
Smalling: Ég þarf ekki að sanna neitt Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segist ekki þurfa að sanna nokkurn skapaðan hlut er Man. Utd mætir Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag. Fótbolti 4. apríl 2011 18:15
Ronaldo vill spila þó svo læknarnir vilji það ekki Stjörnurnar í liðum Real Madrid og Tottenham eru að skríða saman fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Við greindum frá því í morgun að Gareth Bale muni hugsanlega spila og nú segist Cristiano Ronaldo hjá Real vera klár í bátana. Fótbolti 4. apríl 2011 14:00
Bale hugsanlega með gegn Real Madrid Vængmaðurinn Gareth Bale mun fljúga með Tottenham til Spánar og bendir flest til þess að hann muni leika með Spurs í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Fótbolti 4. apríl 2011 09:30
Higuain klár en þrír meiddir hjá Real Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain verður aftur orðinn klár í slaginn þegar að Real Madrid mætir Tottenham í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. Fótbolti 2. apríl 2011 14:30
Mourinho: Ronaldo missir af fyrri leiknum við Tottenham Það lítur allt út fyrir það að Cristiano Ronaldo missi af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram á Santiago Bernabéu á þriðjudaginn kemur Fótbolti 1. apríl 2011 13:30
Benzema tæpur fyrir leikinn gegn Tottenham Karim Benzema mun mögulega missa af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttulandsleik Frakklands og Króatíu fyrr í vikunni. Fótbolti 31. mars 2011 10:45
Torres vill mæta Barcelona eða Real Madrid í úrslitaleiknum Spánverjinn Fernando Torres vonast eftir því að mæta löndum sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wembley í vor. Chelsea gæti mætt Barcelona eða Real Madrid í úrslitaleiknum en Chelsea-liðið mætir Manchester United í átta liða úrslitunum. Fótbolti 30. mars 2011 18:15
Robin Van Persie: Leikmenn Barcelona eru óþolandi nöldrarar Robin van Persie, leikmaður Arsenal, segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framkomu leikmanna Barcelona í leikjum liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 24. mars 2011 15:30
Rio Ferdinand í sérmeðferð í Þýskalandi - gæti náð Chelsea-leiknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast eftir því að fá góðar fréttir af varnarmanninum Rio Ferdinand þegar hann kemur til baka úr sérmeðferð frá Þýskalandi. United-menn stefna á það að Rio nái seinni leiknum á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 24. mars 2011 10:15
Ódýrasti miðinn á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kostar 32 þúsund Óhætt er að segja að það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár en hann fer nú fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Fótbolti 24. mars 2011 06:30
Laporta: Real á bak við ásakanir um ólöglega lyfjanotkun Barcelona Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, heldur því fram að forráðamenn Real Madrid hafi verið mennirnir á bak við tilhæfulausar ásakanir á hendur Barcelona um að þar væri stundum ólögleg lyfjanotkun. Real Madrid hefur neitað þessu en Laporto er viss. Fótbolti 23. mars 2011 14:15
Mourinho: Ég þjálfa næst á Englandi Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, ætlar að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hættir með spænska stórliðið. Hann hefur verið á Ítalíu og á Spáni síðan að hann hætti með Chelsea-liðið árið 2007 eftir að hafa lent upp á kant við eigandann Roman Abramovich. Enski boltinn 23. mars 2011 11:30