Enski boltinn

Van Persie: Leikmenn á Spáni og í Chelsea alltaf að betla gul spjöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AP
Arsenal-maðurinn Robin van Persie er allt annað en sáttur með hegðun leikmanna spænskra liða sem og leikmanna nágrannanna Arsenal í Chelsea. Hollenski framherjinn segir það óþolandi að leikmenn liða eins og Barcelona og Chelsea fái að setja svona mikla pressu á dómara sinna leikja með því að hópast að honum og heimta spjöld.

„Spænskir leikmenn hópast alltaf að dómaranum til þess að fá spjöld á mótherja sína. Þeir eru með þessu að svíkja kollega sína og þessi hegðun þeirra fer virkilega í taugarnar á mér," sagði Van Persie í viðtalið við Sport 1.

„Fólk sem er að horfa á leikina á vellinum eða í sjónvarpinu vilja ekki sjá svona hluti. Ef þú vilt horfa á væl og kvartanir þá er nóg að fara út í bakarí. Þar er líka fólk alltaf að nöldra," sagði Van Persie.

„Leikmenn Chelsea eru líka litlu skárri því þeir eru alltaf að kvarta í dómurunum. Ég skil þetta ekki. Haldið bara kjafti og farið að einbeita ykkur að því að spila fótbolta," sagði Van Persie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×