Rooney: Stóð upp og klappaði fyrir Barcelona Wayne Rooney, framherji Manchester United, var einn af mörgum sem sá Barcelona-liðið yfirspila erkifjendur sína í Real Madrid í fyrsta Clasico-leiknum á tímabilinu. Barcelona vann leikinn 5-0 á Nou Camp og Rooney hefur sagt frá sinni upplifun af leiknum. Fótbolti 28. maí 2011 12:15
Guardiola: Rétt hjá Ferguson að fá mig ekki til United Sir Alex Ferguson og Pep Guardiola mætast með lið sín í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld en fyrir tíu árum voru ágætar líkur á því að Pep Guardiola myndi spila fyrir Ferguson hjá Manchester United. Fótbolti 28. maí 2011 11:45
Höfum lagað mistökin frá 2009 Hápunktur knattspyrnuvertíðarinnar verður í kvöld, þegar Manchester United og Barcelona eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. United er að spila sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum en liðið tapaði einmitt fyrir Barcelona þegar liðin mættust í úrslitaleiknum árið 2009. Fótbolti 28. maí 2011 10:00
Barca og United eiga sex leikmenn í liði ársins Knattspyrnusamband Evrópu birti í dag lið ársins í Meistaradeild Evrópu en henni lýkur annað kvöld þegar að Manchester United mætir Barcelona á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Fótbolti 27. maí 2011 21:54
Leikmenn Barcelona fá helmingi hærri bónus en leikmenn Man. Utd Það er til mikils að vinna fyrir leikmenn Barcelona á morgun. Vinni þeir leikinn gegn Man. Utd í úrslitum Meistaradeildarinnar fær hver leikmaður rúmlega 123 milljónir króna í bónus fyrir sigurinn. Fótbolti 27. maí 2011 21:15
Leikmenn Man. Utd fóru í leikhús í gær Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur gert sitt besta í vikunni til þess að þjappa liði sínu saman fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona á morgun. Fótbolti 27. maí 2011 20:30
Ferguson: Snýst ekki um hefnd Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í dag að úrslitaleikurinn gegn Barcelona á morgun snúist ekki um að hefna fyrir tapið í Rómarborg árið 2009. Fótbolti 27. maí 2011 18:52
Vidic verður stoltur fyrirliði á morgun Nemanja Vidic segist vera ánægður og stoltur yfir því að fá að leiða sína menn út á völlinn þegar að lið hans, Manchester United, mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun.v Enski boltinn 27. maí 2011 18:32
Scholes: Það gat ekki verið flottari úrslitaleikur Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, er á því að það séu tvö bestu lið Evrópu sem eru að mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á morgun. Fótbolti 27. maí 2011 16:45
Pique: Rooney er kröftugasti leikmaður sem ég hef séð Gerard Pique, miðvörður Barcelona, mun reyna að stoppa Wayne Rooney í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á morgun en hann hefur hrósað enska landsliðsframherjanum í blaðaviðtölum fyrir leikinn. Fótbolti 27. maí 2011 16:00
Cruyff: Guardiola gæti hætt hjá Barcelona eftir úrslitaleikinn Johan Cruyff, fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona, telur að það séu líkur á því að Pep Guardiola hætti sem þjálfari Barcelona eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley á morgun og þá skipti þar engu máli hvort Barcelona eða Manchester United fagni sigri í leiknum. Fótbolti 27. maí 2011 15:30
Liverpool borgaði mest fyrir stigin sín Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman. Fótbolti 27. maí 2011 14:45
Úrslitaleikurinn á Wembley: Reynsluboltarnir á miðjunni Ryan Giggs leikmaður Manchester United hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda nafni sínu úr sviðsljósinu. Goðsögnin með flekklausa mannorðið virðist á endaspretti ferilsins hafa stigið út af sporinu og reynir nú hvað hann getur að bjarga andlitinu. Hversu mikla athygli sem bólfimimál kappans mun vekja hefur hinn 37 ára Walesverji fyrir löngu skráð nafn sitt í sögubækurnar fyrir ótrúlega og einstaka velgengni á knattspyrnuvellinum. Fótbolti 27. maí 2011 14:15
Wilshere: Fletcher, Park og Valencia nýtast vel gegn Barcelona Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, segir United-liðinu henti betur að mæta Barcelona en Arsenal. Barcelona sló Arsenal út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Wilshere hefur sínar skoðanir á því hvernig Manchester United eigi að spila á móti Barcelona þegar þau mætast í úrslitaleiknum á Wembley á morgun. Fótbolti 27. maí 2011 11:30
Evra: Ég má bara ekki tapa öðrum úrslitaleik Patrice Evra hefur kynnst því bæði að vinna og tapa úrslitaleik í Meistaradeildinni. Hann vann titilinn með Manchester United 2008 en þurfti að sætta sig við silfrið með bæði Mónakó-liðinu árið 2004 og með United fyrir tveimur árum. Evra spilar því sinn fjórða úrslitaleik á Wembley á morgun þegar Manchester United mætir Barcelona. Fótbolti 27. maí 2011 10:45
Abidal valinn aftur í franska landsliðið Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur átt ótrúlega endurkomu í fótboltann eftir að hafa þurft að fara í uppskurð í mars vegna krabbameins í lifur. Hann er farinn að spila aftur með Barcelona-liðinu og í dag var hann valinn aftur í franska landsliðið. Fótbolti 26. maí 2011 19:45
Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fótbolti 26. maí 2011 16:15
Messi: Ég horfi ekki mikið á enska boltann Lionel Messi, framherji Barcelona, segist ekki finna fyrir einhverri aukapressu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United sem fer fram á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 26. maí 2011 16:00
Evra: Var kannski of sigurviss fyrir tveimur árum Patrice Evra, franski bakvörðurinn hjá Manchester United, segir að United-liðið hafi verið of sigurvisst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Barcelona fyrir tveimur árum. Liðin mætast aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 26. maí 2011 14:15
Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Fótbolti 26. maí 2011 10:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. Fótbolti 25. maí 2011 16:00
Sir Alex: Það verður ekki auðvelt að velja liðið á Wembley Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að sínir menn séu tilbúnir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Barcelona á Wembley á laugardaginn en hans sjálfs bíði hinsvegar erfitt verkefni að velja þá ellefu sem fá að byrja leikinn. Fótbolti 25. maí 2011 09:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. Fótbolti 24. maí 2011 22:00
Afdrífarík spurning blaðamanns um Giggs - Ferguson setti hann í bann Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sett blaðamann Associated Press í bann fyrir að spyrja hann út í Ryan Giggs á blaðamannafundi í dag en hann var haldin fyrir komandi úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á laugardaginn. Fótbolti 24. maí 2011 16:00
Dani Alves: Meiri samstaða í United-liðinu eftir að Ronaldo fór Daniel Alves, bakvörður Barcelona, segir að það hafi haft góð áhrif Manchester United liðið að selja Cristiano Ronaldo til Real Madrid. Síðasti leikur Ronaldo fyrir UNited var þegar liðið tapði 2-0 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2009 en liðin mætast aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 24. maí 2011 15:30
Geir vonast til þess að komast til London í kvöld Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 24. maí 2011 14:45
Messi: Hernandez myndi sóma sér vel í Barcelona-liðinu Lionel Messi er á því spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid hljóti að hafa áhuga Javier Hernandez eftir frábæra frumraun hans með Manchester United á þessu tímabili. Hernandez hefur verið lykilmaður í góðum árangri United og Messi hefur hrifist af mexíkóska landsliðsframherjanum. Fótbolti 24. maí 2011 14:15
Beckham: Ferguson getur stoppað Barcelona-liðið David Beckham hefur mikla trú á liði Manchester United á móti Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley á laugardaginn. Beckham telur að ef einhver getur stoppað Barcelona-liðið þá sé það hinn 69 ára gamli stjóri United, Sir Alex Ferguson. Fótbolti 24. maí 2011 14:15
Giggs ekki með á opinni æfingu Manchester United Ryan Giggs var ekki með á æfingu Manchester United í dag en æfingin var opin fjölmiðlamönnum sem hefðu örugglega hrúgast að Giggs til þess að fá viðbrögð hans við fréttum helgarinnar. Fótbolti 24. maí 2011 13:00
Barcelona flýgur til London í kvöld út af eldgosinu Barcelona-liðið mun fljúga til London í kvöld vegna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Þetta er tveimur dögum fyrr en áætlað var en ástæðan er að Barcelona-menn eru að reyna að forðast öskuskýið sem er á leiðinni yfir Bretland frá eldgosinu í Grímsvötnum. Fótbolti 24. maí 2011 12:15