Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Varnarlína Barca veikist - Adriano frá í fjórar vikur

    Barcelona verður án brasilíska bakvarðarins Adriano næstu fjórar vikurnar eftir að hann meiddist í tapinu á móti Real Madrid í úrslitaleik spænska bikarsins í gær. Adriano meiddist í lok leiksins en var gagnrýndur í spænsku pressunni fyrir að missa af Cristiano Ronaldo þegar Portúgalinn skoraði eina mark leiksins í framlengingunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Iniesta verður ekki í leikbanni gegn Real Madrid

    Andrés Iniesta leikmaður Barcelona verður ekki í leikbanni í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid eins og UEFA hafði lagt til. Iniesta fékk gult spjald í fyrri leiknum í 8-liða úrslitunum gegn Shaktar Donetsk – og taldi UEFA að hann hafi tafið leikinn vísvitandi til þess að vera í leikbanni í síðari leiknum gegn úkraínska liðinu og byrja með "hreint“ borð í undanúrslitum keppninnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Platini baðst afsökunar á háu miðaverði á úrslitaleikinn á Wembley

    Michel Platini forseti UEFA telur að miðaverðið á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wembley í maí sé of hátt og hann baðst afsökunar á miðaverðinu sem margir hafa gagnrýnt. Platini var í London í gær þar sem að Meistaradeildarbikarinn verður varðveittur fram að úrslitaleiknum en Frakkinn ætlar sér að lækka miðaverðið á úrslitaleiki Meistaradeildarinnar í framtíðinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Iniesta fær að spila gegn Real

    Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona, verður ekki dæmdur í bann af Knattspyrnusambandi Evrópu og má því taka þátt í báðum undanúrslitaleikjunum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Iniesta í skammarkrókinn hjá UEFA og fær eins leiks bann

    Andres Iniesta var á dögunum úrskurðaður í eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu þar sem að eftirlitsmenn UEFA telja að Barcelonaleikmaðurinn hafi vísvitandi fengið gult spjald í fyrri leiknum gegn Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Iniesta tók út leikbann í síðari leiknum í Úkraínu en UEFA hefur ákveðið að ákveðið að Iniesta verði einnig í leikbanni í fyrri leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum keppninnar og þeim úrskurði hafa forráðamenn Barcelona áfrýjað.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho fyrir Barcelona-leikina: Æfir liðið í að spila manni færri

    Það kunna fáir betur að vinna sálfræðistríð fótboltans en einmitt Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, og nú er kappinn byrjaður að undirbúa sig, liðið sitt og ekki síst knattspyrnuheiminn fyrir leikina á móti Barcelona. Real og Barcelona mætast fjórum sinnum á næstu vikum og þar af eru tveir leikir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Der Sar hljóp 64 metrum meira en Torres

    Það var ekki nóg með að Fernando Torres tækist ekki að skora í ellefta leiknum í röð í Chelsea-búningnum þá var ákefð hans ekki mikil í leiknum mikilvæga á móti Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Redknapp vildi ekki gera Gomes að blóraböggli

    Harry Redknapp, stjóri Tottenham, neitaði að gagnrýna brasilíska markvörðinn Heurelho Gomes, þrátt fyrir að hann hafi fengið á sig mikið klaufamark í 0-1 tapi Tottenham á móti Real Madrid í gær í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho ver liðsval sitt

    Jose Mourinho segir að það hafi verið rétt hjá sér að stilla upp sínu sterkasta liði gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    El Clásico fjórum sinnum á átján dögum

    Spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona munu á næstunni eigast við fjórum sinnum á aðeins átján daga tímabili. Óhætt er að segja um að veislu sé að ræða fyrir knattspyrnuunnendur víða um heim.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildarævintýri Tottenham á enda

    Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Tottenham verður að skora sex mörk til að slá út Real

    „Ég er mjög stoltur af því að við erum enn taplausir í Meistaradeildinni," sagði José Mourinho, þjálfari Real Madrid á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid vann fyrri leikinn 4-0 og aðeins stórslys kemur í veg fyrir að liðið komist í undanúrslitin á móti erkifjendum sínum í Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Harry Redknapp: Kraftaverkin gerast

    Harry Redknapp, stjóri Tottenham, neitar að gefa upp vonina að Tottenham komist áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir að liðið hafi tapað 0-4 í fyrri leiknum á móti Real Madrid. Seinni leikur liðanna fer fram á White Hart Lane í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson flýgur til Þýskalands í dag

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill ekkert staðfesta það að félagið sé búið að ganga frá kaupum á David de Gea, markverði Atletico Madrid. Edwin van der Sar leggur skóna á hilluna í vor og margir bíða spenntir eftir því hver verði eftirmaður hans í marki félagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sir Alex: Sá ekki hvernig þeir gátu byrjað með Torres á bekknum

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagðist hafa verið nokkuð viss um það að Fernando Torres yrði í byrjunarliði Chelsea í seinni leiknum á móti United í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. United tryggði sér sæti í undanúrslitunum með 2-1 sigri á Old Trafford í gær þar sem Torres var tekinn útaf í hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Giggs: Seinna markið kom á hárréttum tíma

    Ryan Giggs átti stóran þátt í því að Manchester United sló Chelsea út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst í undanúrslitin. Giggs lagði upp öll þrjú mörk United í leikjum þremur, sigurmarkið fyrir Wayne Rooney í fyrri leiknum og svo mörkin þeirra Javier Hernandez og Ji-Sung Park í gærkvöldi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ancelotti: Þurfum að bíða eftir Torres

    Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Giggs: Áttum þetta skilið

    Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, átti góðan leik í kvöld en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tottenham bannar níðsöng um Adebayor

    Stuðningsmenn Tottenham verða undir ströngu eftirliti á morgun þegar liðið leikur gegn spænska liðinu Real Madrid í síðari leiknum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Tottenham tapaði fyrri leiknum 4-0 og þar skoraði Emmanuel Adebayor fyrrum leikmaður Arsenal tvívegis og það kunnu stuðningsmenn Tottenham ekki að meta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson ekki að hugsa um þrennuna

    Man. Utd og Chelsea mætast í kvöld í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Old Trafford en Man. Utd gerði sér lítið fyrir í fyrri leiknum á Stamford Bridge og vann, 0-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Petr Cech: Það sáu allir að þetta var víti

    Petr Cech, markvörður Chelsea, var allt annað en sáttur með það að Chelsea skyldi ekki fá vítaspyrnu í lokin þegar liðið tapaði 0-1 á móti Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti