Vidic: Barcelona er sigurstranglegra liðið Nemanja Vidic, leikmaður Man. Utd., segir að Barcelona sé sigurstranglegra liðið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Wembley Stadium þann 28. maí næstkomandi. Enski boltinn 10. maí 2011 12:15
Guardiola hrósar Manchester United Pep Guardiola, stjóri Barcelona, lofaði lið Manchester United í hástert en þessi lið munu einmitt eigast við í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í lok mánaðarins. Fótbolti 9. maí 2011 20:30
Mourinho mun berjast gegn banninnu Aitor Karanka, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Real Madrid, segir að sá síðarnefndi sé allt annað en sáttur við fimm leikja bannið sem hann fékk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu í dag. Fótbolti 7. maí 2011 07:00
Koeman: Barcelona-liðið hans Guardiola betra en lið Cruyff Hollendingurinn Ronald Koeman var hetja Barcelona-liðsins sem varð Evrópumeistari meistaraliða á Wembley árið 1992. Hann skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í framlengingu og tryggði félaginu Evróputitilinn í fyrsta sinn. Fótbolti 6. maí 2011 18:15
UEFA dæmdi José Mourinho í fimm leikja bann José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir ummæli sín eftir 2-0 tap Real á móti Barcelona í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Fótbolti 6. maí 2011 14:01
Geir: Var ekki lengi að segja já Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Fótbolti 5. maí 2011 18:40
Miði á úrslitaleik Meistaradeildarinnar til sölu á rúma milljón Geir Þorsteinsson formaður KSÍ verður eftirlitsmaður á úrslitaleik Barcelona og Manchester United í meistaradeildinni á Wembley 28. maí. Þetta er mikill heiður fyrir KSÍ og formanninn enda vildu margir vera í hans sporum. Fótbolti 5. maí 2011 18:30
Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Fótbolti 5. maí 2011 16:33
Giggs: Rosalegt afrek að komast í þrjá úrslitaleiki á fjórum árum Ryan Giggs á möguleika á því að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni og vinna Evrópumeistaratitilinn í þriðja sinn eftir að Manchester United tryggði sér farseðillinn á Wembley í gær. Fótbolti 5. maí 2011 13:00
Mourinho fær annað tímabil hjá Real Madrid José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarna daga fyrir hegðun sína og leikstíl Real-liðsins í viðureignum liðsins við erkifjendur sína í Barcelona. Real vann spænska bikarinn en er úr leik í Meistaradeildinni og á ekki mikla möguleika á því að vinna spænska meistaratitilinn. Guardian hefur heimildir fyrir því að Mourinho fá annað tímabil í einu heitasta sætinu í heimsfótboltanum. Fótbolti 5. maí 2011 11:30
Sir Alex: Fletcher verður lykilmaður á móti Barcelona Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á því að Darren Fletcher geti verið í lykilhlutverki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hann segir að skoski miðjumaðurinn sé alltaf bestur í stóru leikjunum. Fótbolti 5. maí 2011 10:15
John O'Shea: Mjög sáttur að fá að bera fyrirliðabandið Írinn John O'Shea bar fyrirliðabandið þegar Manchester United tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með 4-1 stórsigri á þýska liðinu Schalke í seinni undanúrslitaleik liðanna á Old Trafford í gær. Framundan er því úrslitaleikur á móti Barcelona á Wembley 28. maí næstkomandi. Fótbolti 5. maí 2011 09:45
United á sögulegum slóðum Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Fótbolti 5. maí 2011 06:00
Ferguson: Úrslitaleikurinn verður frábær Alex Ferguson, stjóri Manchester United, á von á frábærum úrslitaleik þegar að lið hans mætir Barcelona á Wembley-leikvanginum þann 28. maí. Fótbolti 4. maí 2011 22:44
Mourinho notaði iPad til að koma skilaboðum á bekkinn Spænsku blöðin Sport, Marca og AS sögðu frá því í morgun að Jose Mourinho hafi stjórnað Real Madrid liðinu á móti Barcelona í gær í gegnum IPad (spjaldtölvu) frá hótelherbergi sínu. Fótbolti 4. maí 2011 19:45
Berbatov hefur ekki skorað í Evrópukeppni í tvö og hálft ár Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun væntanlega hvíla Wayne Rooney í seinni undanúrslitaleiknum á móti Schalke á Old Trafford í kvöld og gefa Dimitar Berbatov tækifæri í byrjunarliðinu. Tölfræði Búlgarans í Evrópukeppni er hinsvegar ekki glæsileg undanfarin tæp þrjú tímabil. Fótbolti 4. maí 2011 17:30
United rúllaði yfir Schalke og mætir Barcelona á Wembley Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann í kvöld, 4-1 og 6-1 samanlagt. Fótbolti 4. maí 2011 16:13
Fingralangir Börsungar - merkjamál Mourinho og Ronaldo Portúgalarnir Jose Mourinho og Cristiano Ronaldo voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leikjum liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 4. maí 2011 13:30
Ronaldo: Allir vita að dómararnir eru hliðhollir Barca Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, tók undir umdeild orð þjálfara síns Jose Mourinho frá því eftir fyrsta leikinn, þegar hann talaði við blaðamenn eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi fyrir erkifjendum sínum í Barcelona. Fótbolti 4. maí 2011 10:15
Madrídingar hundfúlir út í dómarana Xabi Alonso, leikmaður Real Madrid, segir að það hafi verið dómurunum að kenna að liðið komst ekki áfram í úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 3. maí 2011 22:55
Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði í kvöld jafntefli við erkifjendur sína í Real Madrid á heimavelli, 1-1. Barcelona vann undanúrslitarimmu liðanna samanlagt, 3-1. Fótbolti 3. maí 2011 17:54
Rooney var ekki með á æfingu hjá Manchester United í dag Wayne Rooney og Fabio da Silva voru ekki með á æfingu Manchester United í dag, daginn fyrir seinni undanúrslitaleikinn á móti þýska liðinu Schalke sem fer fram á Old Trafford á morgun. Fótbolti 3. maí 2011 15:30
UEFA sendir Collina á leik Barca og Real í kvöld Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlar að passa upp á allt gangi snurðulaust fyrir sig á seinni leik Barcelona og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Það gekk mikið á í kringum fyrri leikinn enda hafa liðin staðið í miklu orðastríði síðan að þeim leik lauk. Fótbolti 3. maí 2011 14:15
Abidal og Iniesta báðir í hóp Barca á móti Real í kvöld Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er í hópnum hjá liðinu í seini undanúrslitaleik liðsins á móti Real Madrid í kvöld en hann fór í aðgerð vegna krabbameins í lifur í mars síðastliðnum. Andres Iniesta kemur einnig aftur inn í liðið eftir meiðsli. Fótbolti 3. maí 2011 13:30
Real Madrid ásakar Sergio Busquets um kynþáttaníð Orðastríð Real Madrid og Barcelona er enn í fullum gangi þótt að það sé að flestra mati orðið ljóst að Barcelona sé komið áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Madrid. Liðin mætast í seinni leiknum á Camp Nou í kvöld. Fótbolti 3. maí 2011 09:45
Hitzfeld: Mourinho er búinn að skaða nafn Real Madrid Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Bayern München, er allt annað en sáttur með leikfræði og hegðun Poprtúgalans Jose Mourinho í tengslum við fyrri undanúrslitaleik Real Madrid og Barcelona. Hitzfeld er á því að með því að spila algjöra varnartaktík og ásaka Barcelona-menn síðan um svindl eftir 0-2 tap hafi Mourinho skaðað hið góða nafn Real Madrid. Fótbolti 2. maí 2011 18:15
UEFA hlustar ekki á kvartanir Real Madrid og Barcelona UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vill ekki aðhafast neitt í kvörtunum Real Madrid og Barcelona í kjölfarið á fyrri undanúrslitaleik liðanna í síðustu vikur og hefur ennfremur staðfest það að rauða spjald Pepe muni standa. Pepe verður því í banni í seinni leiknum á morgun. Fótbolti 2. maí 2011 16:45
Ferguson ætlar að fríska upp á United-liðið á miðvikudaginn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að hvíla menn í seinni leiknum á móti Schalke í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Framundan er "úrslitavika" á Old Trafford þar sem United-liðið getur bæði komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og nánast tryggt sér sigur í ensku deildinni. Enski boltinn 2. maí 2011 14:15
Real Madrid vill að UEFA dæmi sex Barcelona-menn í bann Forráðamenn Real Madrid heimta að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, refsi Pep Guardiola, þjálfara Barcelona og leikmanninum Dani Alves fyrir óíþróttamannslega framkomu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þeir eru samt ekki þeir einu sem Real-menn ásaka um óíþróttamannslega hegðun. Fótbolti 2. maí 2011 09:45