Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sölvi Geir: Menn urðu stressaðir

    Sölvi Geir Ottesen var hetja FC Kaupmannahafnar í 3. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Sölvi skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Shamrock Rovers en reiknað var með því að Kaupmannahafnarliðið færi létt með írsku meistarana.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dylan: Spiluðum upp á stoltið

    „Leikurinn í Noregi var mikil vonbrigði en við ákváðum að spila fyrir stoltinu í kvöld,“ sagði Dylan McAllister, markaskorari Blika, eftir sigurinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Blikar sigruðu Rosenborg og féllu úr leik með sæmd

    Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arnar Grétarsson segir AEK ekki hafa svikið samning við Blika

    Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu, segir það ekki rétt að gríska liðið hafi svikið samkomulag þess efnis að Elfar Freyr Helgason myndi fá að spila leikina gegn Rosenborg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þetta kom fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport

    UEFA og 365 miðlar hafa gert samkomulag um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára, 2012-2015. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð ásamt samantektarþáttum sýndar á Stöð 2 sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil, 2012-2015.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu 2013 á Wembley

    Evrópska knattspyrusambandið UEFA hefur greint frá því að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu árið 2013 fari fram á Wembley-leikvanginum í London. Aðeins þrjár vikur eru síðan Manchester United og Barcelona léku til úrslita á sama velli í sömu keppni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi: Napoli er sérstakur staður fyrir alla Argentínumenn

    Napoli er komið í Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að liðið náði 3. sætinu í ítölsku A-deildinni í vetur. Það má segja að félagið sé nú komið í hóp þeirra bestu í Evrópu síðan að Diego Armando Maradona lék með félaginu á níunda áratugnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Persie: Leikmenn á Spáni og í Chelsea alltaf að betla gul spjöld

    Arsenal-maðurinn Robin van Persie er allt annað en sáttur með hegðun leikmanna spænskra liða sem og leikmanna nágrannanna Arsenal í Chelsea. Hollenski framherjinn segir það óþolandi að leikmenn liða eins og Barcelona og Chelsea fái að setja svona mikla pressu á dómara sinna leikja með því að hópast að honum og heimta spjöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt

    Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona

    Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld.

    Fótbolti