Uppselt á mettíma gegn FCK: „Á sex mínútum voru allir miðar uppseldir í almennri sölu“ Það var uppselt á mettíma á leik Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar sem fram fer á Kópavogsvelli næsta þriðjudag. Eftir að almenn miðasala fór af stað var uppselt á aðeins sex mínútum. Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, ræddi miðasöluna við Vísi. Sport 21. júlí 2023 06:31
Rekinn eftir tapið gegn Klaksvík Þjálfari ungverska knattspyrnuliðsins Ferencváros, Stanislav Chercheso, var látinn taka poka sinn eftir 0-3 tap gegn KÍ Klaksvík frá Færeyjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 20. júlí 2023 17:00
Mögnuð úrslit hjá Klaksvík sem tryggði sér sæti í annarri umferð Meistaradeildarinnar Færeyska liðið Klaksvík er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir magnaðan 3-0 sigur gegn Ferencvaros í Ungverjalandi í dag. Fótbolti 19. júlí 2023 19:00
Sjáðu frábært hlaup Jasons Daða og skemmtilegt skot Höskuldar gegn Shamrock Breiðablik vann Shamrock Rovers 2-1 í síðari leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Blikar unnu fyrri leikinn í Írlandi 1-0 og einvígið því 3-1. Íslandsmeistararnir mæta stórliði FC Kaupmannahöfn í 2. umferð forkeppninnar. Fótbolti 19. júlí 2023 14:30
Blikar vígja nýtt gras á Parken Breiðablik mun vígja nýtt gras á Parken, heimavelli FC Kaupmannahafnar og dönsku landsliðanna í knattspyrnu, þegar Blikar mæta FCK í síðari leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 19. júlí 2023 13:32
Óskar Hrafn: Ég er hamingjusamur maður Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að líða vel eftir sigur hans manna á Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar unnu seinni leikinn 2-1 á heimavelli í kvöld og einvígið 3-1 samanlagt og mæta FC Köbenhavn í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 18. júlí 2023 21:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Shamrock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. Fótbolti 18. júlí 2023 21:10
Valgeir og félagar örugglega áfram í Meistaradeildinni Sænska liðið Häcken tryggði sér örugglega sæti í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á The New Saints frá Wales í kvöld. Fótbolti 18. júlí 2023 20:03
„Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir að nálgunin sem hefur gefist Blikum best virki hættuleg og háskaleg og er stundum barnaleg. Hann vill samt að liðið hans þori að stíga hátt upp á móti Írunum í kvöld og megi ekki vera að verja eitthvað. Fótbolti 18. júlí 2023 12:00
Höskuldur um Evrópuleik kvöldsins: „Þurfum að vera trúir okkur sjálfum“ „Menn eru spenntir, stressaðir og tilhlökkunarsamir. Þetta er stór leikur og gaman að taka þátt í svona stórum viðburði. Það er alvöru tilhlökkun,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik kvöldsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslenski boltinn 18. júlí 2023 07:17
Skotfóturinn verið í kælingu Damir Muminovic var hetja Breiðabliks í leik liðsins við Shamrock Rovers í Dyflinni í gær. Glæsimark hans eykur á tilkall hans til að taka fleiri aukspyrnur. Íslenski boltinn 12. júlí 2023 20:30
Valgeir Lunddal og félagar í góðri stöðu fyrir seinni leikinn Sænsku meistararnir í BK Häcken eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn The New Saints frá Wales í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Valgeir Lunddal Friðriksson byrjaði leikinn í hægri bakverðinum hjá Häcken og lagði sitt af mörkum í 3-1 sigri kvöldsins. Fótbolti 12. júlí 2023 19:01
Negla Damirs kom Gísla ekki á óvart: Hef séð þetta nokkrum sinnum áður Kristinn Steindórsson og Gísla Eyjólfsson mættu í viðtal eftir 1-0 sigur Breiðabliks á írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Fótbolti 12. júlí 2023 10:31
„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“ Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld. Íslenski boltinn 11. júlí 2023 23:30
Umfjöllun: Shamrock Rovers - Breiðablik | Blikar fara með forystu í seinni leikinn Breiðablik heimsótti írska félagið Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Seinni leikurinn fer á Íslandi í næstu viku en í boði eru leikir á móti FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik vann sterkan útisigur, 0-1. Fótbolti 11. júlí 2023 20:41
Sjáðu markið: Damir Muminovic skoraði af löngu færi Damir Muminovic skoraði rosalegt mark eftir vel útfærða aukaspyrnu í leik Breiðabliks gegn Shamrock Rovers. Liðin eigast við í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 11. júlí 2023 20:08
Í beinni: Shamrock Rovers - Breiðablik | Hvað gera Blikar á Írlandi? Breiðablik mætir Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn í einvíginu mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Fótbolti 11. júlí 2023 18:00
Sjáðu mörkin tólf sem komu Blikum áfram: Hitað upp fyrir beina frá Dublin Breiðablik mæta í kvöld írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Fótbolti 11. júlí 2023 15:47
Blikar sækja Shamrock Rovers heim Breiðablik leikur fyrri leik sinn við írska liðið Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla á Tallaght leikvangnum í Dublin í kvöld. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 18.35. Fótbolti 11. júlí 2023 06:00
Allir Evrópuleikirnir á Stöð 2 Sport Samningar hafa náðst um að komandi leikir íslensku liðanna í undankeppni Meistaradeildar og Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í júlí verði allir sýndir á Stöð 2 Sport. Fótbolti 5. júlí 2023 15:04
Breiðablik og Ísland í aðalhlutverki í stórri grein á ESPN ESPN gefur lesendum sínum sína upplifun af Meistaradeildarleikjunum sem fóru fram í Kópavogi á dögunum. Ræddu meðal annars við einn svekktan leikmann sem fékk ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir rassskellinn á móti Blikum. Fótbolti 4. júlí 2023 08:02
„Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á“ Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu. Fótbolti 1. júlí 2023 06:00
Umfjöllun, viðtal og myndir: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. Fótbolti 30. júní 2023 21:35
„Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu“ Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost. Breiðablik skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur var formsatriði. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn. Sport 30. júní 2023 21:30
Damir býst ekki við að upp úr sjóði í kvöld gegn „fullorðnari“ gestum Damir Muminovic og félagar í Breiðabliki mæta Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 30. júní 2023 16:00
Óskar upplifir andstæðinga Blika kokhrausta: „Ekki fyrstir til þess að gera það“ Það ræðst á föstudagskvöld hvort það verður hlutskipti Breiðabliks eða Buducnost frá Svartfjallalandi að spila í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin eiga sér stutta en hatramma sögu og mætast í hreinum úrslitaleik í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli. Fótbolti 29. júní 2023 23:00
Síðast mætti lögreglan en Viktor segir að harkan verði öll innan vallar Viktor Karl Einarsson segir möguleika Breiðabliks mjög góða fyrir úrslitaleikinn við svartfellska liðið Buducnost annað kvöld, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 29. júní 2023 17:46
Sjáðu Blika komast í sjöunda himin Breiðablik raðaði inn mörkum þegar liðið hóf Evrópuævintýri sitt þetta sumarið á Kópavogsvelli í gær með því að vinna Tre Penne frá San Marínó, 7-1. Íslenski boltinn 28. júní 2023 12:01
Óskar Hrafn: Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim Óskar Hrafn Þorvaldsson var vitaskuld ánægður með 7-1 sigur Breiðabliks gegn Tre Penne í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann býst við erfiðari leik á föstudag gegn Budućnost Podgorica. Fótbolti 27. júní 2023 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Tre Penne - Breiðablik 1-7 | Auðvelt hjá Blikum í Meistaradeildinni Breiðablik vann öruggan 7-1 sigur á Tre Penne þegar liðin mættust í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Liðið mætir Budućnost Podgorica í úrslitaleik á föstudag. Fótbolti 27. júní 2023 20:56