Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    D er Dauðariðillinn | Real og Man. City mætast

    Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dauðariðillinn er að sjálfsögðu D-riðillinn. Þar mætast meðal annars Real Madrid og Manchester City. Lið Kolbeins Sigþórssonar, Ajax, er einnig í riðlinum sem og Þýskalandsmeistarar Dortmund.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Malaga í Meistaradeildina í fyrsta sinn

    Það verða fjögur spænsk lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem að Malaga tryggði sér í kvöld áfram úr forkeppninni með markalausu jafntefli gegn Panathinaikos í Grikklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Úrslit og markaskorarar kvöldsins í Meistaradeildinni

    Fimm leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og eru lið BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og Málaga frá Spáni í bestum málunum eftir 2-0 sigra á heimavelli. Anderlecht og Maribor töpuðu bæði en skoruðu dýrmætt mark á útivelli og ítalska liðið Udinese náði 1-1 jafntefli við Braga í Portúgal.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ragnar í liðinu í sigri á Lille

    Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem sigraði Lille 1-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Kaupmannahöfn stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í Frakklandi en liðið sem sigrar í leikjunum tveimur kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben og Ribery orðnir vinir á ný

    Arjen Robben og Franck Ribery leika á sitthvorum vængnum hjá þýska stórliðinu Bayern München og eru báðir taldir vera í hópi bestu fótboltamanna heims. Það hafði því mikil áhrif á liðið þegar allt fór upp í háaloft á milli þeirra í hálfleik á undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA

    Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni

    Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í dag

    Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum. Íslandsmeistarar KR eru í potinnum í Meistaradeildinni en FH, ÍBV og Þór Akureyri eru í pottinum í Evrópudeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi skoraði 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á tímabilinu

    Lionel Messi skoraði þrennu í 4-3 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik í New Jersey í gærkvöldi og hefur þar með skorað 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á þessu tímabili. Þetta var lokaleikur kappans á tímabilinu 2011-12 og það verður ansi erfitt fyrir einhvern leikmann, þar á meðal hann sjálfan, að bæta þessa tölfræði í framtíðini.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    UEFA lengir leikbann John Terry

    UEFA hefur lengt leikbann John Terry, fyrirliða Chelsea, í Meistaradeildinni og hann mun missa af fyrstu tveim leikjum liðsins í deildinni næsta vetur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    22 úr unglingaliði Barca fengu fyrsta tækifærið í tíð Guardiola

    Pep Guardiola, fráfarandi þjálfari spænska liðsins Barcelona, var óhræddur að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri í aðalliðinu þau fjögur tímabil sem hann var með liðið. Barcelona vann fjórtán titla undir hans stjórn á þessum fjórum árum en þá fengu einnig 22 leikmenn úr unglingaliði Barca sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Heimasíða Barcelona hefur tekið saman upplýsingar um hvaða leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik undir stjórn Guardiola

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dempsey: Ég vil spila í Meistaradeildinni

    Clint Dempsey átti frábært tímabil með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði alls 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Svo gæti farið að Dempsey yfirgefi Craven Cottage í sumar en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum og hefur talað opinberlega um áhuga sinn að komast í sterkara lið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni?

    "Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sigurvilji Chelsea-manna bræddi þýska stálið

    Sigur Chelsea í Meistaradeildinni er efni í góða og dramatíska Rocky-bíómynd. Hvað eftir annað lifðu Chelsea-menn af þegar allir voru búnir að afskrifa þá og þeir komnir í nær vonlausa stöðu. Þetta er liðið sem tapaði 3-1 í fyrri leiknum í Napólí í 16 liða úrslitunum, liðið sem þurfti að spila manni færra á móti Lionel Messi og félögum á Nývangi í 53 mínútur og liðið sem lenti 1-0 undir í úrslitaleiknum á móti Bayern München þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Olic: Það vildi enginn taka víti

    Ivica Olic, leikmaður Bayern Munich, sagði í viðtali eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í gær að hann hafi ekki viljað taka spyrnu í vítaspyrnukeppninni, en sökum þess að allir neituðu því í kringum hann varð Olic að stíga fram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben: Vítaspyrnan mín var hræðileg

    Arjen Robben, leikmaður Bayern München , átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

    Fótbolti