Mancini og Balotelli sleppa báðir við refsingu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun ekki refsa Manchester City mönnunum Roberto Mancini og Mario Balotelli fyrir mótmæli þeirra í lok jafnteflisleiksins á móti Ajax í gær. Hvorki eftirlitsdómari leiksins eða danski dómarinn skrifuðu um háttarlag City-manna í skýrslu leiksins. Fótbolti 7. nóvember 2012 11:58
Meistaramörkin: Allt um Real Madrid - Dortmund Real Madrid og Dortmund skildu jöfn, 2-2, í æsispennandi leik í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Þorsteinn Joð og gestir hans fóru vel og vandlega yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Fótbolti 7. nóvember 2012 09:15
Ólafur: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. Fótbolti 7. nóvember 2012 06:00
Villa hefði getað misst fótinn Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á David Villa, leikmanni Barcelona, eftir að sá síðarnefndi meiddist í fyrra segir að örlög hans hefðu mögulega getað orðið mun verri. Fótbolti 6. nóvember 2012 15:15
Endurkomur hjá Real og Man. City | Úrslit kvöldsins Stórmeistarajafntefli var í öllum stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid kom til baka gegn Dortmund og Man. City gerði slíkt hið sama á heimavelli gegn Ajax. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:31
Mourinho kokhraustur eftir jafnteflið gegn Dortmund Aukaspyrnumark Þjóðverjans Mesut Özil í blálokin bjargaði Real Madrid um eitt stig gegn Dortmund á heimavelli sínum í kvöld. Þjálfarinn, Jose Mourinho, hefur engar áhyggjur af því að liðið komist ekki áfram. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:30
Mancini: Dómarinn og línuverðirnir hörmulegir Roberto Mancini, stjóri Man. City, var allt annað en sáttur við danska dómarann, Peter Rasmussen, eftir leik liðsins gegn Ajax í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:29
Wenger: Þetta voru sanngjörn úrslit Arsenal komst í 0-2 gegn Schalke í Þýskalandi en missti forskotið niður og varð að sætta sig við jafntefli á erfiðum útivelli. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:28
Mancini: Eigendurnir eru ekki ánægðir Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að eigendur félagsins sé eðlilega ekki ánægður með slæmt gengi liðsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:18
Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld? Fjórða umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld. Þar ber hæst baráttan í D-riðlinum þar sem að spænska meistaraliðið Real Madrid tekur á móti Borussia Dortmund, sem eru Þýskalandsmeistarar. Og örlög Englandsmeistaraliðs Manchester City gætu ráðist þar sem liðið tekur á móti Ajax frá Hollandi. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:00
Gullmolinn Lewandowski Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er leikur Real Madrid gegn Borussia Dortmund. Spánarmeistararnir berjast þar um efsta sæti D-riðilsins gegn þýska meistaraliðinu. Árangur þýska liðsins hefur vakið mikla athygli og sérstaklega þar sem liðið var nánast gjaldþrota árið 2004. Fótbolti 6. nóvember 2012 07:00
Mancini: Ekki tilbúnir fyrir Meistaradeildartitil Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið skorti enn reynslu til að geta gert alvöru atlögu að Evrópumeistaratitlinum. Fótbolti 5. nóvember 2012 09:02
Mourinho: Ég veit ekki hvað ég geri eftir Real Madrid Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki ákveðið neitt um hvað hann gerir þegar hann hættir sem þjálfari spænska liðsins. Portúgalinn var síðasta vor fyrsti stjórinn til að vinna Ítölsku, ensku og spænsku deildina. Fótbolti 2. nóvember 2012 12:30
Meistaradeildarlið Málaga getur ekki borgað leikmönnum laun Málaga hefur slegið í gegn í Meistaradeildinni á þessu tímabili en spænska liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í riðlakeppninni og er með fimm stiga forskot á AC Milan á toppi síns riðils. Málaga er einnig í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og því ætti allt að vera í fínu lagi hjá félaginu en svo er þó ekki. Fótbolti 2. nóvember 2012 11:45
Shakhtar-Brassarnir ekki nógu góðir fyrir landsliðið Mano Menezes, þjálfari brasilíska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki mikla trú á löndum sínum sem spila með úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni. Fótbolti 31. október 2012 22:00
David Villa: Ég vil fá að spila David Villa var orðinn óþolinmóður að fá ekki að spila meira með Barcelona-liðinu en Villa hefur lengstum verið aukaleikari hjá liðinu eftir að hann snéri til baka eftir fótbrot. Fótbolti 31. október 2012 18:15
Gazzetta dello Sport: PSG vill fá bæði Ronaldo og Mourinho Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport slær því upp í dag að franska félagið Paris Saint-Germain ætli að fá bæði Cristiano Ronaldo og José Mourinho til liðsins fyrir næsta tímabil. Fótbolti 31. október 2012 13:15
Meistaradeildin: Hvað sögðu sérfræðingarnir um Dortmund? Þýsku meistarnir í Dortmund eru til alls líklegir í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 sigur á Real Madrid í Þýskalandi í gærkvöld. Marcel Schmelzer skoraði sigurmark þýska liðsins, 26 mínútum fyrir leikslok. Þorsteinn J fór yfir gang mála í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld þar sem að sérfræðingarnir Hjörtur Hjartarson og Reynir Leósson fóru yfir það sem hæst bar í leik Borussia Dortmund og Real Madrid. Fótbolti 25. október 2012 10:15
Ronaldo búinn að hitta markið oftar en allt Arsenal-liðið Arsenal tapaði í kvöld 0-2 á heimavelli á móti Schalke í Meistaradeildinni en er engu að síður í öðru sæti riðilsins með sex stig af níu mögulegum þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Fótbolti 24. október 2012 21:54
Mancini: Þurfum kraftaverk til að komast áfram Roberto Mancini, stjóri Manchester City, horfði upp á sína menn vera yfirspilaða þegar ensku meistararnir sóttu hollenska liðið Ajax heim í Meistaradeildinni í kvöld. Ajax vann leikinn 3-1 og Manchester City hefur aðeins náð í 1 stig af 9 mögulegum þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Fótbolti 24. október 2012 21:36
Málaga og Porto héldu sigurgöngunni áfram - öll úrslitin Málaga og Porto eru áfram með fullt hús á toppi sinna riðla eftir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Málaga vann AC Milan en Porto hafði betur á móti Dynamo Kiev í markaleik. Fótbolti 24. október 2012 18:30
Dortmund tók toppsætið af Real Madrid Þýsku meistarnir í Dortmund eru komnir á toppinn í Dauðariðlinum í Meistaradeildinni eftir 2-1 sigur á Real Madrid í Þýskalandi í kvöld. Marcel Schmelzer skoraði sigurmark þýska liðsins á 26 mínútum fyrir leikslok. Fótbolti 24. október 2012 18:15
Hollendingarnir afgreiddu Arsenal á Emirates Schalke sótti þrjú stig á Emirates Stadium í London í kvöld með því að vinna 2-0 sigur á Arsenal og komst fyrir vikið í toppsæti B-riðilsins. Fótbolti 24. október 2012 18:15
Ajax sundurspilaði Manchester City Manchester City er annað árið í röð komið í erfiða stöðu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 1-3 tap á móti frábæru liði Ajax. Ajax sundurspilaði ensku meistarana og fagnaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni í ár. Fótbolti 24. október 2012 18:15
Zenit vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni Zenit St Petersburg fagnaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni í ár þegar liðið vann 1-0 heimasigur á belgíska liðinu Anderlecht í leik liðanna í C-riðli. Leikurinn var í daufara lagi og vonandi ekki það sem koma skal í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 24. október 2012 16:00
Frank de Boer: Höfum ekki leikið vel í keppninni í ár "Við sönnuðum það gegn Dortmund að við getum staðið okkur vel á útivelli í Meistaradeildinni, og við gerðum það líka í fyrra gegn Real Madrid. Við höfum ekki leikið vel í keppninni í ár og við náum engum árangri ef það breytist ekki,“ sagði Frank de Boer, þjálfari hollenska meistaraliðsins Ajax á blaðamannafundi í gær en hann mætir Englandsmeistaraliði Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 24. október 2012 15:21
Poulsen: Feginn að Silva spilar ekki Ajax fær það erfiða verkefni í kvöld að taka á móti Man. City í Meistaradeildinni. Daninn Christian Poulsen, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Ajax, er feginn að David Silva skuli ekki spila með City í leiknum. Fótbolti 24. október 2012 14:45
Ekki fyrirgefið þriggja ára gamalt fótbrot | Myndband Það er handabandavesen í Meistaradeildinni í dag því Marcin Wasilewski, leikmaður Anderlecht, ætlar ekki að heilsa Axel Witsel, leikmanni Zenit, fyrir leik liðanna sem hefst klukkan 16.00 í dag. Fótbolti 24. október 2012 14:11
Heimir: Ferguson var hugrakkur og breytti rétt Manchester United lenti í kröppum dansi í gærkvöld þegar liðið lenti 2-0 undir gegn Braga frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu. Enska liðið snéri taflinu sér í hag og landaði 3-2 sigri á Old Trafford í Manchester. Þorsteinn J. fór yfir alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar þáttarins. Heimir hrósaði Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United fyrir það hugrekki að viðurkenna að það sem hann hafði lagt upp með fyrir leikinn var ekki að virka. Fótbolti 24. október 2012 11:00
Meistaradeildin: Stórkostleg tilþrif hjá Joe Hart Joe Hart, markvörður enska meistaraliðsins Manchester City, fór á kostum þegar lið hans mætti þýska meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í byrjun þessa mánaðar. Markvörðurinn og félagar hans í Man City eru með bakið upp við vegg í D-riðlinum en liðið mætir hollenska meistaraliðinu Ajax í kvöld. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá tilþrifin hjá Hart í leiknum gegn Dortmund og viðtal við Hart sem er markvörður enska landsliðsins. Fótbolti 24. október 2012 10:00