Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn

    Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund

    Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Á Dortmund einhverja möguleika?

    Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Líka keppni á milli erkifjendanna Adidas og Puma

    Þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni á Wembley á morgun en þetta er í fyrsta sinn sem tvö þýsk lið spila til úrslita í keppninni. Þetta verður ekki bara einvígi liðanna tveggja heldur bíða tveir stórir íþróttavöruframleiðendur spenntir eftir úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fær Evrópudeildin Meistaradeildarsæti?

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun tilkynna það á morgun, hvort að sigurvegarar í Evrópudeildinni vinni sér í framtíðinni sæti í Meistaradeildinni árið eftir. Þessi breyting er til umræðu sem hluti af þeirri viðleitni sambandsins að auka mikilvægi og áhuga á Evrópudeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á Wembley

    Það kemur í hlut Ítalans Nicola Rizzoli að sjá til þess að allt fari sómasamlega fram þegar Bayern München og Borussia Dortmund leiða saman hesta sína í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley á laugardaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ein sú allra besta verður áfram hjá Lyon

    Lotta Schelin, ein allra besta knattspyrnukona heims, hefur gert nýjan þriggja ára samning við franska félagið Olympique Lyon en hún hefur spilað með Lyon-liðinu frá 2008 og á um næstu helgi möguleika að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Enginn leikur í gangi en samt troðfullur leikvangur

    Stuðningsmenn Bayern München voru fljótir að kaupa alla þá 45 þúsund miða sem voru í boði þegar félagð ákvað að bjóða sínu stuðningsfólki tækifæri til að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar á stórum skjá á Allianz Arena, heimavelli Bayern.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fimm hundruð þúsund vilja fá miða á úrslitaleikinn

    Borussia Dortmund tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr í þessari viku og það er gríðarlega mikill áhugi hjá stuðningsmönnum félagsins á miðum á úrslitaleikinn á móti Bayern München sem fer fram á Wembley 25. maí næstkomandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sötrum öl í kvöld

    Philipp Lahm, fyrirliði Bæjara, var að vonum himinlifandi með stórsigur Bayern München á Barcelona á Nývangi í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben: Erum betri en í fyrra

    Bayern München er komið með annan fótinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 sigur á Barcelona í fyrri leik liðanna. Bayern þarf samt að komast í gegnum erfiðar 90 mínútur á Camp Nou í kvöld til þess að komast í úrslit.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tapaðist í fyrri leiknum

    Cristiano Ronaldo náði sér engan veginn á strik í 2-0 sigri Real Madrid gegn Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn dugði ekki þar sem Dortmund vann fyrri leikinn 4-1.

    Fótbolti