Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Eins dauði er annars brauð

    Samuel Etoo verður að öllum líkindum í byrjunarliði Chelsea gegn Schalke í Meistaradeild Evrópu annað kvöld sökum meiðsla Fernando Torres.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mörk Ronaldo og Bale dugðu ekki til sigurs

    Real Madrid og Juventus gerðu stórmeistarajafntefli, 2-2, í stórskemmtilegum knattspyrnuleik í Tórínó í kvöld. Tveir dýrustu knattspyrnumenn sögunnar skoruðu fyrir Real en það dugði ekki til.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rúrik og Ragnar léku í mögnuðum sigri FCK

    Íslendingaliðið FCK á enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnaðan 1-0 sigur á Galatasaray í kvöld. Rúrik lagði upp sigurmark leiksins fyrir Daniel Braaten.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pellegrini: Þeir fengu það sem þeir áttu skilið

    Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, er ekki í nokkrum vafa að rússneska knattspyrnufélagið CSKA Moskva hafi í raun fengið það sem það átti skilið er stuðningsmenn liðsins voru uppvísir af kynþáttafordómum í síðasta leik þeirra gegn City í Meistaradeild Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rúrik var almennilegur við Ronaldo

    "Ég er almennilegur að eðlisfari og gat ekki sagt nei,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason í laufléttu spjalli um treyjuskipti sín við portúgalska knattspyrnuundrið Cristiano Ronaldo.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ekki illt á milli mín og þjálfarans

    „Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins

    Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Erfitt kvöld hjá Ragnari og Rúriki í Tyrklandi

    Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford

    Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Agüero tryggði City þrjú stig í Rússlandi

    Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í dag þegar liðið vann 2-1 útisigur á CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. City gat skorað fleiri mörk en slapp síðan með skrekkinn á lokamínútunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Torres: Ég öskraði á Eden að gefa boltann

    Fernando Torres, framherji Chelsea, skoraði tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke í Meistaradeildinni í kvöld en Þjóðverjarnir voru ekki búnir að fá á sig mark eftir tvo fyrstu leikina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsene Wenger fékk tap á Emirates í afmælisgjöf

    Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Celtic refsaði grimmilega og Ajax er nánast úr leik

    Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rifin hans Ashley Cole ennþá aum

    Ashley Cole, bakvörður Chelsea og enska landsliðsins, fór ekki með Chelsea-liðinu til Þýskalands í dag þar sem liðið mætir Schalke í Meistaradeildinni á morgun.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Misstum hausinn við fyrsta markið

    Þór/KA féll í gær úr leik í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 4-1, gegn Zorkiy í Rússland. Þór/KA tapaði rimmunni því samanlagt 6-2.

    Fótbolti