Drogba og Terry búnir að skora fyrir Chelsea - sjáið mörkin Gömlu brýnin Didier Drogba og John Terry eru báðir búnir að skora fyrir Chelsea á móti slóvenska liðinu Mariborg en liðin mætast nú í 3. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fer leikurinn fram á Stamford Bridge. Fótbolti 21. október 2014 19:37
Sjáið Bayern, Barcelona og Chelsea komast yfir í sínum leikjum Þýska liðið Bayern München, spænska liðið Barcelona og enska liðið Chelsea komust öll yfir í upphafi leiks í leikjum sínum í Meistaradeildinni í kvöld og nú er hægt að sjá öll mörkin hér á Vísi. Fótbolti 21. október 2014 19:16
Löggan grípur í taumana Rússneska lögreglan hefur bannað stuðningsmönnum Manchester City að taka á leigu íbúð við Khimki-leikvanginn í Moskvu á meðan að leikur CSKA Moskvu og Manchester City fer fram. Fótbolti 21. október 2014 15:00
Chelsea fór illa með Slóvenana á Stamford Bridge - sjáðu mörkin Chelsea er í flottum málum í toppsæti síns riðils í Meistaradeildinni eftir 6-0 stórsigur á Maribor frá Slóveníu í 3. umferð riðlakeppninnar í kvöld en leikurinn fór fram á Stamford Bridge. Fótbolti 21. október 2014 12:57
Kolbeinn fékk 72 mínútur í tapi fyrir Barca - sjáðu mörk Börsunga Barcelona vann 3-1 sigur á hollenska liðinu Ajax á Nývangi í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi var maðurinn á bak við bæði tvö fyrstu mörkin sem komu í fyrri hálfleik. Fótbolti 21. október 2014 12:53
Manchester City missti niður 2-0 forystu í Moskvu Englandsmeistarar Manchester City tapaði dýrmætum stigum í Meistaradeildinni í fótbolta í Moskvu í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við heimamenn í CSKA Moskvu í kuldanum í Rússlandi. Fótbolti 21. október 2014 12:48
Markaveisla og met í Meistaradeildinni í kvöld - úrslitin Bayern München og Shakhtar Donetsk voru lið kvöldsins í Meistaradeildinni en þau unnu bæði magnaða útisigra í sínum leikjum. Það var annars nóg af mörkum í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 21. október 2014 12:43
Bale verður ekki með gegn Liverpool Varnarmenn Liverpool munu ekki þurfa að glíma við Gareth Bale í leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 21. október 2014 10:15
Hefur engan áhuga á að fá treyju Messi eftir leikinn í kvöld Miðjumaður Ajax hefur aldrei litið upp til Messi og heldur ekkert upp á Barcelona. Fótbolti 21. október 2014 07:30
Skorar Kolbeinn á Nývangi í kvöld? Barcelona og Ajax mætast í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og þar verður íslenskur landsliðsframherji vonandi í sviðsljósinu. Fótbolti 21. október 2014 06:00
Bale líklega ekki með gegn Liverpool Real Madrid mun líklega ekki geta stillt upp sínu allra besta liði gegn Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudag. Fótbolti 20. október 2014 18:00
Meistaradeildin áfram sýnd á Stöð 2 Sport Nýr fjögurra ára samningur 365 við Knattspyrnusamband Evrópu um sýningu Evrópukeppnanna. Fótbolti 16. október 2014 09:10
Di Matteo tekinn við Schalke 04 Roberto Di Matteo, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og WBA, er tekinn við stjórninni hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Schalke 04 og meðal verkefna hans er að mæta sínum fyrri lærisveinum í Chelsea í Meistaradeildinni. Fótbolti 7. október 2014 09:00
Hjörvar og Rikki rífast um "sorgarsögu“ Arsenal í Meistaradeildinni "Það hafa allir unnið Evrópubikarinn nema Arsenal,“ segir Hjörvar Hafliðason. Fótbolti 3. október 2014 22:30
Höddi Magg um Melo: Hversu mikil steik getur einn maður verið? | Myndband Hörður Magnússon afgreiddi Brasilíumanninn Felipe Melo í beinni útsendingu eftir glórulausa og stórhættulega tæklingu hans í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 2. október 2014 12:00
Fyrsta Meistaradeildarþrenna Englendings í fimm ár Danny Welbeck varð í gær sjötti Englendingurinn og sá fyrsti í fimm ár sem skorar þrennu í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 2. október 2014 09:39
Rodgers: Balotelli verður að gera meira Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gagnrýndi aðeins ítalska framherjann Mario Balotelli eftir tapleikinn á móti svissneska liðinu Basel í Meistaradeildinni í fótbolta í gær. Enski boltinn 2. október 2014 09:30
Welbeck hefur komið Wenger á óvart Danny Welbeck varð í gær sjötti Englendingurinn til þess að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar hann skoraði 3 mörk fyrir Arsenal í 4-1 sigri á Galatasaray og knattspyrnustjórinn Arsene Wenger var sáttur með strákinn. Enski boltinn 2. október 2014 09:00
Gerrard: Leikmenn Basel vildu þetta meira en við Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var allt annað en ánægður með hugarfar síns liðs í 0-1 tapinu á móti svissneska liðinu Basel í Meistaradeildinni í fótbolta í gær. Enski boltinn 2. október 2014 08:30
Manchester City enn í basli í Meistaradeildinni Stjörnum prýtt lið Manchester City er bara með eitt stig eftir tvo leiki í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Fótbolti 2. október 2014 06:00
Rodgers: Þurfum að bæta varnarleikinn Segir að varnarleikur liðsins í föstum leikatriðum hafi orðið því að falli. Fótbolti 1. október 2014 22:12
Markalaust í Pétursborg Zenit og Monaco skildu jöfn í fyrsta leik dagsins í Meistaradeildinni. Fótbolti 1. október 2014 17:53
Wenger fagnar átján árum hjá Arsenal í dag Vill sigur á Galatasaray í "afmælisgjöf“ frá leikmönnum sínum. Fótbolti 1. október 2014 12:00
Xavi sló leikjametið í gær Xavi Hernández sló leikjametið í Meistaradeild Evrópu þegar hann kom inn á fyrir Ivan Rakitic í 3-2 tapi Barcelona gegn Paris SG í gær. Fótbolti 1. október 2014 11:30
Real slapp með skrekkinn í Búlgaríu | Úrslit kvöldsins Real Madrid lenti undir gegn Ludogorets í Búlgaríu en slapp með 2-1 sigur. Sænsku meistararnir eru komnir á blað í A-riðli. Fótbolti 1. október 2014 11:19
Streller sá um Liverpool í Sviss | Sjáðu markið Liverpool mátti þola slæmt tap gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 1. október 2014 11:17
Welbeck með þrennu í stórsigri | Sjáðu mörkin Danny Welbeck skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum er Arsenal vann stórsigur á Galatasaray í kvöld, 4-1. Fótbolti 1. október 2014 11:16
Spánarmeistarnir höfðu betur gegn Ítalíumeisturunum | Sjáðu markið Öll liðin í A-riðli með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Fótbolti 1. október 2014 11:14
Paul Scholes: Engin Evrópustemning hjá Man City Paul Scholes, fyrrum leikmaður og nú goðsögn hjá Manchester United, gagnrýndi stuðningsmenn Manchester City eftir 1-1 jafnteflið á móti Roma í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 1. október 2014 09:00
Terry orðinn meðlimur í hundrað leikja klúbbi Meistaradeildarinnar John Terry, fyrirliði Chelsea, spilaði sinn hundraðasta leik í Meistaradeildinni í gær þegar enska liðið vann 1-0 sigur á Sporting Lissabon en þetta var fyrsti sigur liðsins í keppninni í ár. Enski boltinn 1. október 2014 07:30