Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Hefur ekki borðað í fjóra daga og líður bara vel

„Ég er ótrúlega góður,“ segir Sigurður Örn Ragnarsson sem fastað hefur síðan í kvöldmatnum á mánudag. Borðar hann ekkert og drekkur eingöngu vatn. Hann ræddi uppátækið við Ósk Gunnars á FM957 fyrr í dag. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég er enginn töffari“

Matreiðslumaðurinn Ívar Örn Hansen töfrar fram girnilega rétti á skjánum. Hann kallar sig Helvítis kokkinn og lítur út fyrir að kalla ekki allt ömmu sína, fúlskeggjaður og flúraður. Hann vill samt ekki kannast við harðjaxlalúkkið og segist mjúkur inn að beini.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Verðið á jólamatnum hækkar hressilega milli ára

Þó flestir loki augunum í aðdraganda jóla, vilji „njódda og livva“ eins og skáldið sagði, og leyfa sér er hætt við að þeim hinum sömu bregði í brún þegar kreditkortafyrirtækin senda út sína reikninga eftir jól.

Neytendur
Fréttamynd

Að­eins einn hlutur á óska­lista Ragnars Jónas­sonar þessi jólin

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram að jólum í þáttunum Helvítis jólakokkurinn.

Jól
Fréttamynd

Sælkerabúðin bjargar jólunum – jólamaturinn klár með einum smelli

„Við skulum sjá um jólamatinn, slappið þið bara af. Það er yfirleitt einn sem stendur í ströngu á aðfangadag í eldhúsinu og nýtur ekki kvöldsins til fulls. Við viljum einfalda þeim lífið. Hjá okkur er hægt að panta bæði staka aðalrétti eða meðlæti eða allan pakkann, forrétt, aðalrétt og eftirrétt, fyrir eins marga og þarf. Við tökum við pöntunum til 23. desember,“ segir Hinrik Örn Lárusson, eigandi Sælkerabúðarinnar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Matargerð og myndlist í eina sæng

Listakonurnar Antonía Bergþórsdóttir og Íris María Leifsdóttir opna sýninguna „Leiðarvísir augnablika“ á veitingastaðnum Sumac í dag. Verkin verða varanlegur hluti af veitingastaðnum og eru unnin undir áhrifum matargerðar Þráins Freys Vigfússonar, yfirkokks á Sumac og ÓX.

Menning
Fréttamynd

Fullkominn gljái á hamborgarhrygginn

Íslendingar halda fast í hefðirnar á jólum og sá réttur sem ratar hvað oftast á jólaborðið er saltað og reykt grísakjöt, hamborgarhryggurinn sjálfur. Sögu hamborgarhryggsins má rekja til Þýskalands en Íslendingar komust þó á bragðið frá Danmörku. Ali hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og ein sá vinsælasti á markaðinum.

Samstarf
Fréttamynd

„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“

Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda

Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði.

Innlent
Fréttamynd

Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á að­fanga­dag

Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól