Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. Innlent 1. ágúst 2021 07:17
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. Innlent 31. júlí 2021 09:28
Handtekinn fyrir að yfirgefa farsóttahús fullur Lögregla handtók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gærkvöldi en sá átti að vera í farsóttahúsi. Hann hafði yfirgefið farsóttahúsið ofurölvi í gærkvöldi og var sökum ástands síns vistaður í fangageymslu í nótt. Innlent 31. júlí 2021 07:18
Þjófur sló starfsmann og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gær vegna þjófnaðar í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar starfsmenn verslunarinnar hafi gert tilraun til þess að yfirbuga þjófinn, hafi hann slegið annan starfsmanninn í andlitið. Innlent 30. júlí 2021 06:26
Klappað og fagnað þegar sex ára stúlka fann móður sína aftur Innilegir og fallegir fagnaðarfundir urðu hjá móður og sex ára dóttur hennar á Óðinstorgi í Þingholtunum í gær eftir að stúlkan hafði týnst í um klukkustund. Hún var í heimsókn í hverfinu, ókunnug því og villtist því þegar hún ráfaði í burtu. Innlent 29. júlí 2021 11:31
Lét greipar sópa í apóteki Lögregla var kölluð til vegna innbrots í apóteki í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Fréttir 29. júlí 2021 06:28
Velti bíl undir áhrifum og smitaður af Covid-19 Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Bústaðavegi. Ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá er ökumaðurinn smitaður af Covid-19 og hefði átt að vera í einangrun. Innlent 28. júlí 2021 06:35
Bíræfnir bófar bísuðu borvél í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að brotist hafi verið inn í vinnuskúr í grennd við Grunnskólann í Bolungarvík. Sá sem það gerði tók meðal annars með sér Makita skrúfvél og fimm hleðslurafhlöður frá sama merki. Innlent 27. júlí 2021 14:19
Sextán ára drengur handtekinn fyrir tilraun til innbrots Upp úr klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á byggingasvæði í Laugardal. Sextán ára drengur var gripinn við að reyna að brjótast inn í gáma. Þetta segir í dagbók lögreglu. Innlent 27. júlí 2021 06:25
Vonast til þess að óskýrar myndir veiti vísbendingar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Innlent 26. júlí 2021 12:54
Leita vitna að hópslagsmálunum á Akureyri Lögreglan á Akureyri óskar þess nú að ná tali af vitnum að tveimur líkamsárásum sem framdar voru á Akureyri, þar á meðal vitnum að hópslagsmálum í miðbæ bæjarins í síðustu viku. Innlent 26. júlí 2021 10:42
Fundu hníf á vettvangi slagsmála Í gærkvöldi var lögregla kölluð út vegna slagsmála fyrir utan íbúðahús í miðbænum. Þegar hana bar að garði hafði ástandið róast en lagt var hald á hníf sem fannst á vettvangi. Þetta segir í dagbók lögreglu. Innlent 26. júlí 2021 06:24
Tíðindalítið hjá lögreglu fyrstu nótt takmarkana Greina má gríðarlegan mun á dagbók lögreglu frá því í nótt samanborið við aðfaranótt sunnudags í síðustu viku. Samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og lokuðu skemmtistaðir klukkan 11 og þurftu allir að vera komnir út fyrir miðnætti. Innlent 25. júlí 2021 09:09
Maðurinn er kominn í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Nökkva Aðalsteinssyni, 24 ára. Hann er 182 sentímetrar á hæð, grannvaxinn og með ljóst, stutt hár. Innlent 24. júlí 2021 07:41
Höfnuðu á ljósastaur og sökuðu hvor annan um að hafa ekið bílnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur tilkynningum um innbrot í póstnúmeri 105 í Reykjavík með fjórtán mínútna millibili í gærkvöldi. Þá voru ökutæki stöðvuð víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur er um að ökumaður hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Innlent 24. júlí 2021 07:17
Umferðartafir á Hellisheiði vegna umferðarslyss í mikilli þoku Viðbragðsaðilar eru nú á vettvangi efst í Kömbunum þar sem umferðarslys varð fyrir stundu. Innlent 23. júlí 2021 18:03
Sérsveitin þvingaði bíl út af vegi undir Esju Lögreglan veitti mönnum eftirför allt frá Norðlingaholti og upp í Kjalarnes síðdegis í dag. Tveir voru handteknir vegna málsins. Innlent 23. júlí 2021 14:17
Foreldrar í uppnámi eftir að ógnandi hópur kastaði eggjum í þátttakendur ReyCup Mikil ókyrrð ríkir meðal keppenda og foreldra á fótboltamótinu ReyCup eftir að hópur ungmenna kastaði eggjum í keppendur á aldrinum 13 til 16 ára. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Innlent 23. júlí 2021 11:18
Eftirlýstur fannst við að brjótast inn í bíla Tvær líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur en vitað er hver gerandinn er og er málið nú í rannsókn. Hin líkamsárásin varð einnig í miðbænum en tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar. Innlent 23. júlí 2021 06:39
Mikil aukning í innbrotum og eignaspjöllum milli mánaða Hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu voru 955 í júní samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það er fjölgun frá síðasta mánuði. Tilkynningum um innbrot og eignaspjöll hefur fjölgað mikið en ofbeldisbrotum hefur fækkað. Innlent 22. júlí 2021 11:04
Eldur í bifreið Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins. Innlent 22. júlí 2021 06:31
Banaslys í Fljótsdal Kona sem var í fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals á Austurlandi í dag slasaðist og lést hún af völdum áverka sem hún varð fyrir. Innlent 21. júlí 2021 18:47
Vopnað rán og hópárás í miðbænum Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði ógnað starfsmanni með brotinni glerflösku og rænt peningum. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en fannst seinna um kvöldið. Innlent 21. júlí 2021 06:32
Sex handteknir eftir slagsmál í göngugötunni Sex voru handteknir eftir að slagsmál brutust út í göngugötunni í miðbæ Akureyrar í kvöld. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús. Innlent 20. júlí 2021 21:56
Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 20. júlí 2021 11:13
Brutust inn í skúr en vildu meina að hann hafi verið opinn Tilkynnt var um innbrot í skúr í miðbænum í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þrír einstaklingar í skúrnum. Þeir gáfu þær skýringar að skúrinn hafi verið opinn þegar að var komið. Þetta segir í dagbók lögreglu. Innlent 20. júlí 2021 06:28
Maðurinn sem flúði land grunaður um manndráp kominn aftur til Íslands Rúmenskur karlmaður sem braut farbann og flúði land á dögunum er kominn aftur til landsins. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana og var í farbanni til 1. september. Innlent 19. júlí 2021 17:03
Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. Viðskipti innlent 19. júlí 2021 12:52
Á 184 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut Lögregla á Suðurlandi stöðvaði ökumann við ofsaakstur á Biskupstungnabraut við Tannastaði í liðinni viku. Maðurinn mældist á 184 kílómetra hraða, sem er rúmlega tvöfaldur hámarkshraði. Hann var sviptur ökurétti á staðnum og bíður málsmeðferðar á ákærusviði. Innlent 19. júlí 2021 10:52
Maðurinn sem festi handlegg í rúllubindivél ekki alvarlega slasaður Karlmaður sem klemmdi handlegg í rúllubindivél í Grímsnesi í gær er ekki alvarlega slasaður, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Innlent 19. júlí 2021 10:39