Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

Wii trónir á toppnum

Wii-leikjatölvan frá Nintendo er komin í efsta sæti í leikjatölvustríðinu. Síðan hún kom út í lok síðasta árs hefur hún selst ævintýralega vel og hafa framleiðendur vart undan að anna eftirspurninni. Fleiri eintök hafa selst af Wii en Xbox360, sem hefur verið á markaðnum tvöfalt lengur eða síðan í nóvember árið 2005.

Leikjavísir
Fréttamynd

Syngjandi upptakarar

Einar Baldvin Arason kvikmyndagerðarmaður finnur endalaus tækniundur á uppboðssíðunni eBay. „Laserpod er ein uppáhaldsgræjan mín. Þetta er svona leysilampi sem virkar eins og nútímalegur lavalampi og er líka handhægt leysisjóv. Þetta virkar best með reykvélina í gangi í dimmu herbergi en það gerist því miður ekki alveg nógu oft hjá mér. Síðan er hægt að framkalla enn betri stemningu með tónlist undir,“ segir Einar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Quake Wars á leiðinni

Tölvuleikurinn Quake Wars verður fáanlegur fyrir PC-tölvur frá og með 28. september í Evrópu. Um er að ræða fyrstu persónu fjölspilunar-skotleik þar sem hermenn berjast við geimverurnar Strogg um yfirráð yfir jörðinni.

Leikjavísir
Fréttamynd

Manhunt 2 kemur út í Bandaríkjunum

Hinn umdeildi tölvuleikur Manhunt 2 sem bannaður var í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur risið upp frá dauðum í breyttri útgáfu. Nýja útgáfan verður leyfð fyrir 17 ára og eldri notendur og kemur út fyrir hrekkjavöku í Bandaríkjunum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Xbox ofhitnar

Vandræðunum með leikjatölvuna xbox 360 er ekki lokið. Nú er unnið að því að skipta út þráðlausu kappakstursstýrinu eftir að um fimmtíu tilvik hafa komið upp þar sem stýrin hafa ofhitnað og reyk lagt úr þeim.

Leikjavísir
Fréttamynd

PS3 tekur upp úr sjónvarpi

Sony kynnti í vikunni nýja viðbót við Playstation 3 leikjatölvuna, PlayTV, sem breytir tölvunni í upptökutæki. Tækið gerir notendum kleift að taka upp og spila stafrænar sjónvarpsútsendingar í gegnum leikjatölvuna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tölvuleikur varpar ljósi á hræðsluástand

Tölvuleikur sem gefur spilendum raflost varpar ljósi á hvernig maðurinn bregst við yfirvofandi hættu. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi svæði heilans voru notuð eftir því hversu mikil hættan á raflosti var. Segulsneiðmyndir af heilanum sýndu að virkni fór úr framheilanum í miðheilan þegar kvíði varð að skelfingu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Óþrjótandi möguleikar EVE

„Fyrir mig sem fræðimann er þetta ekki tölvuleikur heldur rannsóknarstofa. Þarna eru tvö hundruð þúsund einstaklingar sem haga sínum viðskiptum eins og þeir væru raunverulegir og því er um að ræða óendanlega möguleika á því að að rannsaka hagkerfi og hvernig fólk hagar sér innan þess," segir Dr. Eyjólfur Guðmundsson en hann hefur verið ráðinn yfirhagfræðingur yfir hagkerfi EVE online.

Leikjavísir
Fréttamynd

Grand Theft Auto veldur vandræðum

Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins.

Leikjavísir
Fréttamynd

Leikur ársins

Tímaritið Develope Magazine fær ár hvert 100 sérfræðinga úr leikjaiðnaðinum til að verðlauna þá sem þykja skara fram úr. Að þessu sinni hlaut leikurinn Crackdown á Xbox 360 þann heiður að vera valinn leikur ársins.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sorgleg og hlægileg saga Duke Nukem Forever

Duke Nukem 3D var einn vinsælasti tölvuleikur heims þegar hann kom út 1996. Ári síðar byrjuðu framleiðendurnir, 3D Realms, á framhaldsleik sem átti að skjóta fyrirrennaranum ref fyrir rass. Hann er ekki enn kominn út.

Leikjavísir
Fréttamynd

Playstation 3 lækkar ekki

Engin verðlækkun verður á Playstation 3 leikjatölvunni frá Sony í Evrópu í bráð. Verð tölvunnar lækkaði um hundrað dali í Bandaríkjunum í vikunni. Búist var við svipaðri lækkun í Evrópu en svo varð ekki. Þess í stað munu fleiri leikir og stýripinnar fylgja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Spielberg leikur sér

Steven Spielberg og Electronic Arts munu að öllum líkindum kynna þrjá nýja tölvuleiki á E3-tölvuleikjahátíðinni sem fram fer nú um helgina. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu verkefni en aðdáendur Spielbergs bíða spenntir eftir því að sjá hvað gullkálfurinn hefur að geyma í farteski sínu.

Leikjavísir
Fréttamynd

PlayStation 3 lækkar í verði

Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Meira en milljarður dala í lagfæringar á X-Box 360

Vandræði Microsoft tengd X-Box 360 leikjatölvunni eru hvergi nærri á enda en nú segist fyrirtækið þurfa að eyða minnst einum milljarði bandaríkjadala í að lagfæra alvarlega galla í vélbúnaði tölvunnar. Þá var sala á vélinni langt undir væntingum á síðasta fjárhagstímabili.

Leikjavísir
Fréttamynd

Wii selst betur en PS3

Nintendo Wii leikjatölvan hefur selst betur en keppinauturinn PlayStation 3 í Japan. Japanskt útgáfufélag segir að sex Wii tölvur hafi selst jafn hratt og ein PS3 tölva í júní.

Leikjavísir
Fréttamynd

Nintendo í sókn

Tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo er kominn í hóp tíu verðmætustu fyrirtækja Japan. Þar er Nintendo á meðal risa eins og Toyoda, Honda, Canon og fleiri. Nintendo hefur vaxið mikið undanfarin ár og hefur nú náð góðu forskoti á aðalkeppinaut sinn, Sony.

Leikjavísir
Fréttamynd

Kemur á markað í september

„Við höfum fengið mikil og jákvæð viðbrögð,“ segir Guðrún Eiríksdóttir tölvunarfræðingur sem rætt var við í Fréttablaðinu á miðvikudag. Guðrún hannaði tölvuleik fyrir heyrnarskert börn ásamt vinkonu sinni en leiknum er ætlað að örva málþroska.

Leikjavísir
Fréttamynd

Segir Manhunt 2 vera listaverk

Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tölvuleikur bannaður í Bretlandi

Búið er að banna dreifingu á tölvuleiknum Manhunt 2 í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn í heilan áratug sem leikur er bannaður þar. Manhunt 2 er framhald Manhunt sem var mjög umdeildur á sínum tíma.

Leikjavísir
Fréttamynd

Halo 3 æðið að byrja

Microsoft skráir nú í gríð og erg leyfi fyrir ýmiskonar varningi tengdum leiknum Halo 3 sem kemur út 25. september í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna er sérstök þráðlaus farstýring og heyrnatól, að ógleymdri nýjustu ævintýrabókinni „Halo: Contact Harvest".

Leikjavísir
Fréttamynd

Þú gætir rekist á sjálfan þig

Raw Danger er nýr tölvuleikur fyrir Playstation 2 þar sem ákvarðanir persónanna í leiknum hafa áhrif hvor á aðra. Í Raw Danger þurfa leikmenn að bjarga sér eftir mikil flóð sem herjuðu á borgina þeirra.

Leikjavísir
Fréttamynd

Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar

Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester.

Leikjavísir
Fréttamynd

HD-DVD í Toshiba fartölvur

Tæknirisinn Toshiba ætlar að koma HD-DVD drifi i allar fartölvur sínar á næsta ári. Ætlunin er að ná forskoti á keppinautana í næstu kynslóðar DVD baráttunni.

Leikjavísir
Fréttamynd

PS3 fær uppfærslu

Nú er komin 1.8 upp færsla fyrir PS3. Hún opn ar ýmsa nýja möguleika. 1.8 uppfærslan sem nú er komin út fyrir PS3 gerir notendum kleyft að nota tölvuna sem millilið og horfa á kvikmyndir og ljósmyndir sem geymdar eru í PC heimilistölvunni. Þetta er hægt gegnum gagnamiðlun Windows Vista.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA IV sérútgáfa

Hægt verður að fá nýjasta Grand Theft Auto leikinn í sérstakri viðhafnarútgáfu. Mikil eftirvænting ríkir eftir fjórða leiknum í þessari vinsælu seríu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Útgáfudagur Halo 3

Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni.

Leikjavísir
Fréttamynd

God of War II - Fimm stjörnur

Æviskeiði Playstation 2 er að ljúka, og hún kveður svo sannarlega með stæl. Framhald eins besta leiksins fyrir tölvuna bætir um betur á nánast allan hátt. Epíkin hreinlega lekur úr tölvunni.

Leikjavísir