Efstir á óskalistanum 24. september 2007 15:00 Metroid Prime 3 Í hverri viku koma út nýir tölvuleikir fyrir leikjatölvurnar. Sumir vekja litla athygli, en öðrum hafa leikjaáhugamenn beðið eftir árum saman. Fréttablaðið skoðaði þá þrjá leiki sem eru efstir á óskalistanum fyrir Nintendo Wii, Playstation 3og Xbox. Metroid Prime 3 Metroid Prime 3: Corruption frá Retro Studios er sá leikur fyrir Wii-leikjatölvuna frá Nintendo sem einna flestir bíða eftir í Evrópu þessa stundina. Hann kom út í Bandaríkjunum 27. ágúst og hefur hlotið góða dóma á leikjasíðum og í tímaritum. Um hvað snýst leikurinn? Metroid Prime 3 er tíundi leikurinn í Metroid-seríunni og sá þriðji í leikjaröðinni, sem hófst með útgáfu Metroid Prime fyrir GameCubetölvuna árið 2003. Hann er fyrstu persónu skotleikur þar sem spilarinn stjórnar persónunni Samus Aran í baráttu við geimræningja. Samus er stjórnað með Wii Remote fjarstýringunni, sem hefur innbyggðan hreyfiskynjara, þannig að spilarinn miðar henni á sjónvarpsskjáinn til að skjóta. Hvenær kemur hann út? Leikurinn kom út í Bandaríkjunum í lok ágúst, en kemur hingað til lands 26. október.Metal Gear Solid 4Metal Gear Solid 4Metal Gear Solid-leikirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda allt frá því sá fyrsti kom út á PlayStation-leikjatölvunni árið 1998. Nú er fjórði leikurinn á leiðinni, og verður aðeins gefinn út fyrir PlayStation 3.Um hvað snýst leikurinn? Líkt og í fyrri leikjunum snýst Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots um að læðast um óséður sem persónan Solid Snake og koma aftan að óvinum. Leikurinn er spilaður í þriðju persónu, þannig að myndavélin horfir skáhallt ofan á aðal- persónuna, en hægt verður að skipta yfir í fyrstu persónu sjónarhorn. Sagan gegnir veigamiklu hlutverki í leiknum eins og áður, en nú berst Solid Snake við hermenn í þjónustu fyrirtækisins Outer Heaven til þess að stöðva erkióvin sinn Liquid Snake.Hvenær kemur hann út?Enn hefur enginn útgáfudagur verið ákveðinn en tilkynnt hefur verið að hann verði á fyrstu mánuðum næsta árs.Halo 3Halo 3Halo 3 er leikurinn sem nánast allir eigendur Xbox360 bíða eftir að komi út, enda voru Halo og Halo 2 vinsælustu leikirnir fyrir upprunalegu Xboxleikjatölvuna. Báðir slógu þeir sölumet fyrir leikja- tölvuna þegar þeir komu út, og er fastlega gert ráð fyrir að Halo 3 geri hið sama.Um hvað snýst leikurinn? Halo 3 er fyrstu persónu skotleikur eins og fyrri tveir leikirnir. Sem fyrr stýrir spilarinn aðalpersónunni Master Chief í baráttunni við Covenant- og Floodgeimverurnar. Mikil áhersla er lögð á fjölspilunarhluta leiksins, sem er meðal annars hægt að spila í gegnum Xbox Live. Meðal nýjunga í Halo 3 eru breytt og bætt vopn, nýjar tegundir óvina og fleiri farartæki en áður.Hvenær kemur hann út? Halo 3 kemur út í Evrópu 26. september, degi síðar en í Bandaríkjunum. Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Í hverri viku koma út nýir tölvuleikir fyrir leikjatölvurnar. Sumir vekja litla athygli, en öðrum hafa leikjaáhugamenn beðið eftir árum saman. Fréttablaðið skoðaði þá þrjá leiki sem eru efstir á óskalistanum fyrir Nintendo Wii, Playstation 3og Xbox. Metroid Prime 3 Metroid Prime 3: Corruption frá Retro Studios er sá leikur fyrir Wii-leikjatölvuna frá Nintendo sem einna flestir bíða eftir í Evrópu þessa stundina. Hann kom út í Bandaríkjunum 27. ágúst og hefur hlotið góða dóma á leikjasíðum og í tímaritum. Um hvað snýst leikurinn? Metroid Prime 3 er tíundi leikurinn í Metroid-seríunni og sá þriðji í leikjaröðinni, sem hófst með útgáfu Metroid Prime fyrir GameCubetölvuna árið 2003. Hann er fyrstu persónu skotleikur þar sem spilarinn stjórnar persónunni Samus Aran í baráttu við geimræningja. Samus er stjórnað með Wii Remote fjarstýringunni, sem hefur innbyggðan hreyfiskynjara, þannig að spilarinn miðar henni á sjónvarpsskjáinn til að skjóta. Hvenær kemur hann út? Leikurinn kom út í Bandaríkjunum í lok ágúst, en kemur hingað til lands 26. október.Metal Gear Solid 4Metal Gear Solid 4Metal Gear Solid-leikirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda allt frá því sá fyrsti kom út á PlayStation-leikjatölvunni árið 1998. Nú er fjórði leikurinn á leiðinni, og verður aðeins gefinn út fyrir PlayStation 3.Um hvað snýst leikurinn? Líkt og í fyrri leikjunum snýst Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots um að læðast um óséður sem persónan Solid Snake og koma aftan að óvinum. Leikurinn er spilaður í þriðju persónu, þannig að myndavélin horfir skáhallt ofan á aðal- persónuna, en hægt verður að skipta yfir í fyrstu persónu sjónarhorn. Sagan gegnir veigamiklu hlutverki í leiknum eins og áður, en nú berst Solid Snake við hermenn í þjónustu fyrirtækisins Outer Heaven til þess að stöðva erkióvin sinn Liquid Snake.Hvenær kemur hann út?Enn hefur enginn útgáfudagur verið ákveðinn en tilkynnt hefur verið að hann verði á fyrstu mánuðum næsta árs.Halo 3Halo 3Halo 3 er leikurinn sem nánast allir eigendur Xbox360 bíða eftir að komi út, enda voru Halo og Halo 2 vinsælustu leikirnir fyrir upprunalegu Xboxleikjatölvuna. Báðir slógu þeir sölumet fyrir leikja- tölvuna þegar þeir komu út, og er fastlega gert ráð fyrir að Halo 3 geri hið sama.Um hvað snýst leikurinn? Halo 3 er fyrstu persónu skotleikur eins og fyrri tveir leikirnir. Sem fyrr stýrir spilarinn aðalpersónunni Master Chief í baráttunni við Covenant- og Floodgeimverurnar. Mikil áhersla er lögð á fjölspilunarhluta leiksins, sem er meðal annars hægt að spila í gegnum Xbox Live. Meðal nýjunga í Halo 3 eru breytt og bætt vopn, nýjar tegundir óvina og fleiri farartæki en áður.Hvenær kemur hann út? Halo 3 kemur út í Evrópu 26. september, degi síðar en í Bandaríkjunum.
Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira