„Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Dagur B. Eggertsson frambjóðandi Samfylkingarinnar myndi raka af sér hárið til þess að tryggja flokknum kosningasigur. Það þrátt fyrir að það fari honum að eigin sögn sérlega illa að vera snoðaður. Lífið 15. nóvember 2024 07:02
Útrýmum kjaragliðnun Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Skoðun 15. nóvember 2024 07:02
16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga. Skoðun 15. nóvember 2024 06:45
Ísland 2074 Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Skoðun 15. nóvember 2024 06:31
Börn, ungmenni og geðheilsa Börnum á grunnskólastigi er farið að líða betur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni sem eru frábærar fréttir. Við vitum öll að unga fólkið okkar átti mjög erfitt í heimsfaraldrinum og margt þeirra hefur ekki náð sér eftir hann. Fram kemur í rannsókninni að almennt líður börnum á aldrinum 11-15 ára betur, einmannaleikinn er minni og þau finna fyrir meiri tilgang í skóla og tómstundum sem er frábært. Skoðun 15. nóvember 2024 06:17
Kærleikur í kaós Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Skoðun 15. nóvember 2024 06:00
Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn. Innlent 15. nóvember 2024 00:08
Þórður Snær afboðaði komu sína Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína. Innlent 14. nóvember 2024 19:50
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Fjölmargir hafa tekið til máls í dag á samfélagsmiðlum til að fordæma umdeild skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, eða taka upp hanskann fyrir hann. Heimspekingur segir ekki óeðlilegt að ræða þessi skrif og tekur fram að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, taki áhættu með Þórð á lista. Innlent 14. nóvember 2024 18:53
Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Kosningafundar um utanríkis- , öryggis og varnarmál fer fram í Auðarsal í Veröld, húsi Vigdísar milli klukkan 17:00 og 18:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 14. nóvember 2024 16:31
Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Skoðun 14. nóvember 2024 15:31
Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík segir aukna skattheimtu af fjármagnstekjum og á þá efnamestu eiga að standa undir gjaldfrjálsum framhalds- og háskólum, gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og upptöku styrkja í stað námslána. Innlent 14. nóvember 2024 15:23
Flokkur fólksins á meðal fólks Undirrituð lagði á dögunum upp í ferðalag með samflokksmönnum sem skipa efstu fjögur sætin í framboði okkar í Suðurlandskjördæmi. Skoðun 14. nóvember 2024 15:17
Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hugmyndir formanns Flokks fólksins um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa orðið til þess að Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífs sameina krafta sína. Það gera forseti ASÍ og formaður SA í aðsendri grein á Vísi. Algengara er að heyra forsvarsfólk samtakanna tveggja tala í kross til dæmis í tengslum við kjarasamninga. Innlent 14. nóvember 2024 15:12
Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Skoðun 14. nóvember 2024 15:01
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Hart var tekist á í Pallborðinu í gær um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem Gunnar Smári Egilsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna, sögðust harðlega á móti. Innlent 14. nóvember 2024 14:03
Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Skoðun 14. nóvember 2024 14:00
Sjálfbærni á dagskrá, takk! Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Skoðun 14. nóvember 2024 13:15
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. Innlent 14. nóvember 2024 11:59
Þinglok strax eftir helgina Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir stefnt að þinglokum á mánudaginn en annasamir dagar eru fram undan. Innlent 14. nóvember 2024 11:49
Gerum betur – breytum þessu Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Skoðun 14. nóvember 2024 11:46
Bleiki fíllinn í herberginu Í von um atkvæði landsmanna, lofa nú fulltrúar flokka og framboða gulli og grænum skógum. Það virðist vera mörgum frambjóðendum auðveldara að lofa að gera eitthvað á þinn kostnað, frekar en að takast á við hin raunverulega vanda. Skoðun 14. nóvember 2024 10:31
Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Skoðun 14. nóvember 2024 10:17
Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Allir þeir flokkar sem svöruðu spurningum fornvarnarsamtaka um nikótínpúða og áfengissölu sögðust vilja stemma stigu við notkun barna og unglinga á nikótínpúðum. Innlent 14. nóvember 2024 10:08
Verður ábati vaxtalækkana étinn upp af útblásnum kosningaloforðum? Flestir greinendur eru sammála um að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að ráðast í hressilega vaxtalækkun á fundi sínum í næstu viku. Slík lækkun mun óumflýjanlega, og loksins, létta á veskjum landsmanna sem hafa búið við feiknaháa vexti í öllu samhengi undanfarin tæp tvö ár. Innherji 14. nóvember 2024 10:07
Breytum þessari sérhagsmunagæslu Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Skoðun 14. nóvember 2024 10:01
Laumu risinn í landsframleiðslunni Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu. Skoðun 14. nóvember 2024 09:31
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Hefur einkarekstur gengið vel hérna á Norðurlöndunum? Ég bý í Noregi og ég hef því reynslu af heilbrigðiskerfinu hérna, ég vinn líka á heilsugæslu og ég fylgist ágætlega með stjórnmálaumræðu hér í Noregi þar sem minnihlutastjórn systurflokka Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins hefur verið síðustu þrjú ár. Skoðun 14. nóvember 2024 09:02
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Skoðun 14. nóvember 2024 08:45
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Skoðun 14. nóvember 2024 08:31