Ítalía opnar fyrir ferðamönnum 3. júní Stefnt er að því að opna landamæri Ítalíu fyrir ferðamönnum 3. júní en landið hefur nú verið lokað vegna faraldurs kórónuveiru í yfir tvo mánuði. Erlent 16. maí 2020 07:57
Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. Erlent 15. maí 2020 23:56
Slakað á heimsóknabanni á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir helgi Heimsóknir verða leyfðar með vissum takmörkunum á legudeildum sjúkrahússins á Akureyri frá og með mánudegi. Landspítalinn tilkynnti fyrr í dag að slakað yrði á takmörkunum á kvennadeild eftir helgi. Innlent 15. maí 2020 23:08
Keflvíkingar grilluðu fyrir framlínufólk „Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Körfubolti 15. maí 2020 23:00
Lánshæfi ríkissjóðs metið gott og horfur stöðugar Ríkissjóður fær sterka lánshæfiseinkunn hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu S&P Global Ratings sem metur horfur á Íslandi stöðugar. Fyrirtækið býst við 7,5% samdrætti á Íslandi á þessu ári vegna neikvæðra áhrif kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 15. maí 2020 21:00
Annar heilbrigðisráðherra í stjórn Bolsonaro hrökklast úr embætti Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Erlent 15. maí 2020 20:27
Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Innlent 15. maí 2020 19:48
Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. Innlent 15. maí 2020 19:00
Fasteignasala í borginni dróst saman um meira en 50% í apríl Rúmlega helmingi færri kaupsamningar voru gerðir í apríl en í mars. Fasteignasali segist ekki hafa séð slíkan samdrátt áður og rekur hann til kórónuveirufaraldursins. Hann segist bjartsýnn á að sala taki aftur við sér fljótt. Viðskipti innlent 15. maí 2020 18:54
Alþingi mögulega á bakvakt í allt sumar Hlutfall bóta í hlutabótaleiðinni lækkar en ríkið greiðir laun fólks á uppsagnarfresti upp að vissu hámarki samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra sem lagt verður fram eftir helgi. Þá verður hert á lögum um kennitöluflakk. Innlent 15. maí 2020 18:51
Aðstandendur fá að fylgja konum á kvennadeild eftir helgi Opnað verður fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á Landspítalanum í flestum tilfellum frá og með mánudeginum 18. maí, þar á meðal í ómskoðun og eftir fæðingu. Ákveðnar takmarkanir verða þó áfram í gildi. Innlent 15. maí 2020 17:36
Hópur Hildar fær 10 daga til að útfæra skimun ferðamanna Stjórnvöld hafa ákveðið að skipa verkefnahóp sem ætlað er að útfæra skimunina við kórónuveirunni sem fram á fara á landamærum landsins Innlent 15. maí 2020 15:02
Ráðleggur Íslendingum að fara ekki til útlanda Sóttvarnalæknir segir enn mikla óvissu ríkja um faraldur kórónuveiru og framgang hans í öðrum löndum. Tilefni sé til að fara varlega. Innlent 15. maí 2020 14:55
Sundlaugarnar opnaðar á miðnætti á sunnudaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sundlaugarnar í Reykjavík verði opnaðar á miðnætti á sunnudaginn. Innlent 15. maí 2020 13:53
Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Innlent 15. maí 2020 13:46
Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Innlent 15. maí 2020 13:12
Aftur greindist enginn með kórónuveiruna Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Innlent 15. maí 2020 12:55
Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Erlent 15. maí 2020 11:49
Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Viðskipti innlent 15. maí 2020 11:31
Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Innlent 15. maí 2020 11:17
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. Viðskipti erlent 15. maí 2020 10:13
Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. Erlent 15. maí 2020 09:03
Sýningum á Frozen-söngleiknum ekki fram haldið á Broadway Sýningum á söngleiknum Frozen á Broadway í New York verður ekki fram haldið í haust þegar leikhúsin þar opna á ný. Viðskipti erlent 15. maí 2020 07:45
Ég verð að muna… Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Skoðun 15. maí 2020 07:31
Eystrasaltslöndin opna sín innri landamæri Eistland, Lettland og Litháen hafa nú opnað fyrir landamæri sín gagnvart hvort öðru og geta íbúar svæðisins nú ferðast frjálst á milli landanna þriggja. Erlent 15. maí 2020 07:26
Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Viðskipti innlent 15. maí 2020 07:00
Stýrir ekki Alfreð eftir kaup á tannkremi Þjálfari Augsburg, liðs Alfreðs Finnbogasonar, stýrir ekki liðinu gegn Wolfsburg á morgun þegar keppni í þýska fótboltanum hefst að nýju. Hann hefði betur sleppt því að fara sjálfur að kaupa tannkrem og húðkrem. Fótbolti 15. maí 2020 07:00
Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. Innlent 15. maí 2020 06:39
Kórónuveira greindist í stærstu flóttamannabúðum í heimi Tveir róhingjar í stærstu flóttamannabúðum í heimi í Bangladess greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Um milljón róhingjar hafast við í búðunum við þröngan kost. Erlent 14. maí 2020 20:46
Fimm skiptingar leyfðar og Íslendingarnir gætu fallið Þjóðverjar hefja á laugardaginn keppni á ný í efstu deild karla í fótbolta eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði í hverjum leik, og 2-3 lið munu falla eins og á venjulegri leiktíð. Fótbolti 14. maí 2020 20:00