198 manns sagt upp í átta hópuppsögnum Átta fyrirtæki hafa nú þegar tilkynnt um hópuppsögn í þessum mánuði og nær það yfir 198 manns. Innlent 26. maí 2020 20:40
Hægt verður að taka á móti 10 til 15 flugvélum á dag í Keflavík Ísavia bíður ítarlegri útfærslu á sóttvarnarreglum og framkvæmd þeirra en segir að flugvöllurinn muni ekki verða hindrun í að opna landið á nýjan leik. Flugfélög sýni áhuga á að fljúga aftur til Íslands en séu varkár í yfirlýsingum. Innlent 26. maí 2020 20:00
Kórónuveiran raskar björgun hvítra nashyrninga Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar hafa tafið björgun hvíta nashyrningastofnsins. Einungis tvö dýr eru eftir í heiminum. Erlent 26. maí 2020 20:00
„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Innlent 26. maí 2020 19:55
Evrópuríki huga að afléttingu ferðatakmarkana Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Erlent 26. maí 2020 19:00
Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. Innlent 26. maí 2020 18:39
Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Innlent 26. maí 2020 17:56
Egypskir læknar kenna stjórnvöldum um dauða félaga sinna Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Erlent 26. maí 2020 16:50
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma Innlent 26. maí 2020 15:22
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Innlent 26. maí 2020 14:43
Rof í geðlæknismeðferðum vegna heimsfaraldursins Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Innlent 26. maí 2020 14:35
Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. Innlent 26. maí 2020 14:31
Minkar hafa smitað minnst tvo af veirunni í Hollandi Að minnsta kosti tveir hafa smitast af kórónuveirunni eftir að hafa komist í nánd við smitaða minka í Hollandi. Eru þetta fyrstu tilfelli slíkrar smitleiðar svo vitað sé. Erlent 26. maí 2020 14:09
Leikmönnum á Íslandi ráðlagt að fagna mörkunum sínum án snertingar Knattspyrnusamband Íslands hefur nú gefið út leiðbeiningar vegna framkvæmdar knattspyrnuleikja í meistaraflokkum vegna sóttvarnaraðgerða heilbrigðisyfirvalda og almannavarna. Íslenski boltinn 26. maí 2020 14:00
Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. Erlent 26. maí 2020 13:55
Íslendingar áætla að eyða ríflega 70 þúsund krónum í innanlandsferðalög Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Innlent 26. maí 2020 13:24
Aðeins tvö virk smit eftir í landinu Tveir eru nú eftir í einangrun vegna kórónuveirusmits á Íslandi samkvæmt opinberum tölum. Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1.804. Innlent 26. maí 2020 12:55
Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. Erlent 26. maí 2020 12:45
Forsætisráðherrann fékk ekki að hitta móður sína fyrir andlátið Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 26. maí 2020 11:59
Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti. Innlent 26. maí 2020 11:42
Markvörður Bournemouth með veiruna Aaron Ramsdale er með kórónuveiruna. Nú hafa tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa greinst með veiruna eftir að byrjað var að skima fyrir henni. Enski boltinn 26. maí 2020 11:30
Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. Erlent 26. maí 2020 11:12
Að borga próf, eða borga ekki próf Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Skoðun 26. maí 2020 11:02
Allt það helsta um fyrirkomulag Ferðagjafarinnar Hægt verður að skipta ferðagjöf stjórnvalda niður og nýta hana innan fjölbreyttrar flóru ferðaþjónustufyrirtækja með sérstöku smáforriti sem hannað var til verksins. Innlent 26. maí 2020 10:53
Gert að draga úr útblæstri um 50 prósent í skiptum fyrir ríkisaðstoð Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Erlent 26. maí 2020 09:47
Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. Enski boltinn 26. maí 2020 09:30
Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. Erlent 26. maí 2020 09:00
Bein útsending: Svona verður Ferðagjöfin til Íslendinga útfærð Kynningarfundur þar sem farið verður yfir útfærslu á Ferðagjöf, stafrænu gjafabréfi stjórnvalda, verður haldinn nú klukkan níu. Innlent 26. maí 2020 08:30
Sara byrjar óvenjulegu titilvörnina sína vel og er efst á Dúbaí netmótinu Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir byrjaði vel á Dúbaí netmótinu en fyrsta vikan á mótinu er nú að baki. Sport 26. maí 2020 08:30
Stærsta flugfélag Suður-Ameríku sækir um gjaldþrotavernd Flugfélagið LATAM hefur sótt um gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum, en líkt og með önnur flugfélög hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar leikið flugfélagið grátt. Viðskipti erlent 26. maí 2020 08:11