Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Sam­fé­lags­leg virkni vísinda­manna

Í greininni Framlag vísindamanna til samfélagsins á tímum COVID-19-heimsfaraldursvar fjallað um hvernig vísindamenn Háskóla Íslands hafa nýtt sérfræðiþekkingu sína í þágu samfélags og efnahags á tímum COVID-19-heimsfaraldurs með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 

Innlent
Fréttamynd

Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum

Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag.

Erlent
Fréttamynd

Við ætlum að halda áfram

Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk.

Skoðun