Gæti misst af öllum prófum eftir smit korter í prófatörn Sálfræðinemi við Háskóla Íslands gæti mögulega misst af bæði lokaprófum og sjúkraprófum eftir að hún greindist með kórónuveirusmit í dag, fari svo að hún mælist enn með veiruna eftir tvær vikur. Jafnvel þó hún gæti mætt í sjúkrapróf er alls óvíst að undirbúningurinn verði fullnægjandi þar sem einkennin gera lesturinn erfiðari en ella. Umrædd próf eru öll staðpróf. Innlent 28. nóvember 2020 21:00
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. Innlent 28. nóvember 2020 19:44
Þórólfur segir koma til greina að leyfa íþróttir á nýjan leik Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur gefið til kynna að möguleiki sé á því að hægt verði að hefja æfingar að nýju hér á landi. Sport 28. nóvember 2020 18:31
Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. Innlent 28. nóvember 2020 18:24
Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101. Lífið 28. nóvember 2020 15:51
Segir Víði hressari í dag en í gær Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega. Innlent 28. nóvember 2020 15:20
Mikið um ölvun og hávaðakvartanir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluverður erill hafi verið hjá lögregluþjónum í nótt. Mikið hafi verið um ölvunartengd mál og hávaðakvartanir. Innlent 28. nóvember 2020 13:21
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. Innlent 28. nóvember 2020 12:55
Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. Innlent 28. nóvember 2020 11:45
Vísbendingar um smit í samfélaginu sem ekki er búið að finna Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af stöðunni vegna faraldurs Covid-19 hér á landi. Sérstaklega af því hve margir eru að greinast smitaðir utan sóttkvíar. Innlent 28. nóvember 2020 11:10
21 greindist með Covid-19 innanlands í gær 21 greindist með covid-19 innanlands í gær. Þá greindust tveir með virkt smit við skimun á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands var yfir helmingur í sóttkví eða 13 af 21. Alls eru nú 193 í einangrun með covid-19 hér á landi og 618 eru í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Innlent 28. nóvember 2020 11:00
Írar boða umfangsmiklar tilslakanir í næstu viku Írsk stjórnvöld hafa ákveðið að draga verulega úr aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá og með þriðjudegi í næstu viku má opna verslanir á nýjan leik, sem og hárgreiðslustofur, söfn og bókasöfn svo fátt eitt sé nefnt. Erlent 28. nóvember 2020 10:13
Einn smitaður og tuttugu í sóttkví á Vestfjörðum Einstaklingur frá Vestfjörðum sem ferðaðist til höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku hefur reynst smitaður af Covid-19. Sá fór aftur heim og eru nú tuttugu komnir í sóttkví vegna málsins. Flestir þeirra á norðanverðum Vestfjörðum en sex sunnan Dýrafjarðarganga. Innlent 28. nóvember 2020 10:02
Þriðjungur greindra smita í þriðju bylgju tengist þremur hópsýkingum Um 2.900 manns hafa greinst smitaðir í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þriðjung smitanna má rekja til þriggja stórra hópsýkinga á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 28. nóvember 2020 07:00
„Fullt af veiru þarna úti“ og mörg smit órakin Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir stöðuna núna líklegast tengjast samkomum síðustu helgar. Fólk sé byrjað að slaka á í ljósi jákvæðra frétta af bóluefnaþróun og reyni að halda í jólahefðirnar, þrátt fyrir að það sé ekki ráðlegt. Innlent 27. nóvember 2020 23:00
Þórólfur búinn að greiða árgjaldið í World Class Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tilgátur Björns Leifssonar, eiganda World Class, um að hann hafi fóbíu fyrir líkamsræktarstöðvum vera fjarri lagi. Hann hafi verið viðskiptavinur World Class í mörg ár og sé búinn að greiða árgjaldið í ár, þó hann hafi ekkert æft vegna faraldursins. Innlent 27. nóvember 2020 18:42
Fimm fámennir hópar í forgangi í bólusetningu Tíu hópar eru í forgangi þegar kemur að bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir því að börn fædd eftir árið 2006 verði bólusett. Af forgangshópunum tíu eru fimm fámennir hópar sem innihalda um tuttugu þúsund einstaklinga í framlínu í baráttu við sjúkdóminn. Innlent 27. nóvember 2020 18:26
Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. Erlent 27. nóvember 2020 18:03
„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. Innlent 27. nóvember 2020 13:51
Flogið til Boston minnst tvisvar í viku út árið Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur framlengt samning sinn við Icelandair sem ætlað er að tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út árið. Viðskipti innlent 27. nóvember 2020 13:01
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. Erlent 27. nóvember 2020 12:53
Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. Innlent 27. nóvember 2020 11:40
Bein útsending: Fjallað um líðan ungmenna á tímum Covid-19 Bein útsending frá hádegisfyrirlestri Háskólans í Reykjavík þar sem Þórhiildur Halldórsdóttir, lektir við sálfræðideild skólans, segir frá rannsókn um áhrif faraldursins á líðan ungmenna. Innlent 27. nóvember 2020 11:00
Tuttugu greindust innanlands og af þeim voru ellefu ekki í sóttkví Tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa jafnmörg smit greinst á einum sólarhring innanlands síðan 10. nóvember. Af þeim tuttugu sem greindust voru níu í sóttkví, en ellefu ekki. Innlent 27. nóvember 2020 11:00
Segist hafa tekið eins milljarðs króna lán Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn. Viðskipti innlent 27. nóvember 2020 10:38
Kári segir 20 hafa greinst í gær en nýr stofn sé ekki sjáanlegur Tuttugu greindust með kórónuveiruna í gær. 18 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2 hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. Innlent 27. nóvember 2020 10:09
62 nemendur og fjórtán starfsmenn í Öldutúnsskóla í sóttkví Alls eru 62 nemendur og fjórtán starfsmenn Öldutúnsskóla í Hafnarfirði í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum. Innlent 27. nóvember 2020 10:05
Eru engin takmörk fyrir réttindaskerðingum? Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Skoðun 27. nóvember 2020 08:30
Gangið hægt um efasemdanna dyr! Það fer ekki fram hjá neinum að veirufaraldur hefur staðið yfir og að mestu leyti einkennt það ár sem nú líður. Gagnrýni í garð sóttvarnaraðgerða hérlendis hefur færst í aukana upp á síðkastið. Skoðun 27. nóvember 2020 07:00
Allt lið GOG í sóttkví | Viktor Gísli þar á meðal Viktor Gísli Hallgrímsson – leikmaður GOG í dönsku úrvalsdeildinni og markvörður íslenska landsliðsins í handbolta – er nú farinn í sóttkví líkt og allir liðsfélagar sínir. Handbolti 26. nóvember 2020 23:15