Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“

Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið

Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum.

Erlent
Fréttamynd

Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum

Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót

Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta.

Innlent
Fréttamynd

Kántrístjarnan Charley Pride lést úr Covid-19

Bandaríski kántrísönvarinn Charley Pride er látinn, 86 ára að aldri, af völdum covid-19. Pride lést í gær en söngvarinn gerði garðinn frægan með tónlist sinni vestanhafs á miklum umrótatímum á sjöunda áratugnum en greint er frá andlátinu á heimasíðu söngvarans.

Lífið
Fréttamynd

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað

Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi

Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn.

Innlent
Fréttamynd

Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi

Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá.

Erlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Sjö innan­lands­smit og öll í sótt­kví

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is  Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar.

Innlent
Fréttamynd

Smitstuðullinn nú undir einum

Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir það sem samtökin óttuðust

Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftir­spurn eykst

Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiran fannst í þremur skólum

Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla

Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. 

Innlent