Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum

Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lær­dómur ársins 2020 getur markað nýtt upp­haf

Árið 2020 kenndi okkur svo sannarlega að óvæntar breytingar eru hluti af veruleika okkar en jafnframt, svo litið sé á jákvæðu hliðina, að við höfum miklu meiri getu til að bregðast við áföllum en okkur órar fyrir þegar hlutirnir ganga sinn vanagang og allt virðist eðlilegt.

Skoðun
Fréttamynd

Kynnti 1.900 milljarða dala að­gerða­pakka

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í gærkvöldi aðgerðapakka sem ætlað er að örva bandarískan efnahag í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Alls er fyrirhugað að verja 1.900 milljörðum Bandaríkjadala til ýmissa verkefna og meðal annars fá allir landsmenn 1.400 dala eingreiðslu, um 180 þúsund krónur.

Erlent
Fréttamynd

Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar herða að­gerðir enn frekar

Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem virðist ekki á undanhaldi í landinu. Útgöngubann er nú í gildi frá klukkan sex á kvöldin til klukkan sex á morgnanna. Aðgerðirnar taka gildi á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús

Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar

Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki starfs­menn né sjúk­lingar smitaðir af veirunni

Enginn sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, utan þess sjúklings sem greindist í gærkvöldi, reyndist smitaður af Covid-19. Starfsmenn og sjúklingar á deildinni voru skimaðir fyrir veirunni í morgun og kom fram fyrr í dag að enginn starfsmaður hafi reynst smitaður af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi aflýst á Ísafirði

Allir sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í morgun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða reyndust neikvæðir. Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur því tekið sjúkrahúsið af hættustigi.

Innlent
Fréttamynd

Enginn starfs­mannanna reyndist smitaður

Enginn af starfsmönnum blóð- og krabbameinslækningadeildar, sem fóru í skimun fyrir kórónuveirunni í morgun vegna smitaðs sjúklings, reyndist smitaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“

Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun.

Innlent
Fréttamynd

Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára

Lyfjaframleiðandinn Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar af fundi um mögulega bóluefnisrannsókn á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Pfizer við fyrirspurn fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum

Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“

Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir greindust innan­lands

Fjórir greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. Fjórir greindust sömuleiðis á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkra­húsið á Ísa­firði komið á hættu­stig vegna Co­vid-19 smits

Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví.

Innlent