Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Holi­day á leið til Boston

Jrue Holiday stoppaði stutt hjá Portland Trail Blazers en honum var skipt til félagsins þegar Damian Lillard fór til Milwaukee Bucks á dögunum. Nú hefur verið greint frá því að Holiday er á leið til Boston Celtics í öðrum stórum skiptum NBA-deildarinnar á aðeins örfáum dögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Verður Kjartan Atli fyrsti þjálfarinn sem fær að fjúka?

Nýliðum Álftaness er spáð góðu gengi í Subway-deild karla í vetur en liðið hefur styrkt sig mikið í sumar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir stöðuna á Álftanesi og Teitur velti því upp hvort Kjartan Atli yrði mögulega fyrsti þjálfarinn til að fá reisupassann í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Skiptin til Bucks komu Lillard í opna skjöldu

Damian Lillard hafði óskað eftir því við Joe Cronin, framkvæmdastjóra Portland Trail Blazers, að draga ósk sína um félagaskipti til baka þegar útséð var um að hann gæti gengið til liðs við Miami Heat. 

Körfubolti
Fréttamynd

Dómarar búnir að semja en eiga eftir að kjósa

Allt útlit er fyrir að keppni í Subway-deildum karla og kvenna hefjist á réttum tíma eftir að samningar náðust á milli dómara og KKÍ í vikunni. Dómarar eiga þó eftir að greiða atkvæði um samninginn og samþykkja hann formlega.

Körfubolti
Fréttamynd

Bið á félagaskiptum Damian Lillard

Lítið virðist þokast í viðræðum um félagaskipti Damian Lillard frá Portland Trail Blazers en Miami Heat virðist ekki geta boðið neitt bitastætt til að koma skiptunum í kring.

Körfubolti
Fréttamynd

Vonast til að stofna landslið í götubolta

Framkvæmdastjóri KKÍ segir götukörfubolta eða streetball hafa verið mikið til umræðu á nýafstöðnu ársþingi alþjóðakörfuknattleikssambandsins FIBA. Hann útilokar ekki að stofna landslið í greininni.

Körfubolti
Fréttamynd

Damian Lillard nálgast Miami Heat

Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers til 11 ára í NBA deildinni, virðist loks vera á förum frá félaginu. Miami Heat þykir enn líklegasti áfangastaður hans en Phoenix Suns hafa blandað sér í málið. 

Körfubolti