„Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Emil Barja var sáttur við glæsilegan sigur Hauka gegn Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Emil minnti hins vegar á mikilvægi þess að svífa ekki of nálægt sólinni. Körfubolti 19. apríl 2025 21:08
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 19. apríl 2025 21:04
„Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með spilamennsku síns liðs í tapinu fyrir Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í dag. Keflvíkingar enduðu á að tapa með fimmtán stigum, 95-80, í frekar jöfnum leik. Körfubolti 19. apríl 2025 19:51
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Njarðvík tók forystuna í einvíginu gegn Keflavík í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta með fimmtán stiga sigri, 95-80, í fyrsta leik liðanna í IceMar-höllinni í Njarðvík í dag. Körfubolti 19. apríl 2025 19:50
„Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Paulina Hersler var stigahæst í liði Njarðvíkur sem vann fimmtán stiga sigur á Keflavík, 90-85, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta í dag. Körfubolti 19. apríl 2025 19:41
Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Stuðningsmenn Dallas Mavericks virðast hreinlega fegnir að leiktíð liðsins hafi lokið í NBA-deildinni í nótt og sumir ætla núna að styðja við Luka Doncic með LA Lakers í úrslitakeppninni. Körfubolti 19. apríl 2025 10:06
Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er handan við hornið og þó Los Angeles Lakers séu ekki talið það líklegt til að fara alla leið þá virðist fjöldi fólks hafa sett pening á að Luka Doncić, LeBron James og Austin Reaves geti komið körfuboltaspekúlöntum á óvart. Körfubolti 18. apríl 2025 22:01
KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Kvennalið KR í körfubolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bónus-deild kvenna á næstu leiktíð eftir sigur á Hamar/Þór. Körfubolti 18. apríl 2025 19:37
Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld. Körfubolti 18. apríl 2025 18:52
Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Snæfell hefur ráðið þjálfara fyrir kvennalið sitt en körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við Haiden Palmer um að taka við sem þjálfari kvennaliðs félagsins fyrir næstu leiktíð. Körfubolti 18. apríl 2025 12:38
Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Stjarnan og Grindavík mætast í öðru undanúrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta í ár og það má slá því auðveldlega upp að Stjörnumenn séu með rosalega gott tak á Grindvíkingum. Körfubolti 18. apríl 2025 11:33
Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Donovan Mitchell og Cleveland Cavaliers hafa átt frábært tímabil til þessa í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mitchell hefur amt sem áður skorað aldrei skorað færri stig á einu tímabili síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Hvernig má það vera? Körfubolti 17. apríl 2025 23:00
„Ég er alltaf stressuð“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir mætti á háborðið til Harðar, Pálínu og Helenu eftir magnaða endurkomu Haukakvenna í einvígi sínu við Grindavík. Körfubolti 17. apríl 2025 12:33
Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Dallas Mavericks og Miami Heat tryggðu sér í nótt bæði sæti í úrslitaleik um síðasta sætið sem er í boði í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Sacramento Kings og Chicago Bulls eru aftur á móti komin í sumarfrí. Körfubolti 17. apríl 2025 07:34
„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu. Körfubolti 16. apríl 2025 22:57
„Fáránlega erfið sería“ Deildarmeistarar Hauka fullkomnuðu endurkomuna gegn Grindavík í oddaleik í kvöld í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Haukar lentu 2-0 undir í seríunni. Haukur unnu að lokum nokkuð afgerandi sigur í kvöld 79-64. Körfubolti 16. apríl 2025 22:23
Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Hamar og Ármann eru með 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígum sínum í baráttunni um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Körfubolti 16. apríl 2025 21:27
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Haukar eru komnir í undanúrslit Bónus-deildar kvenna í körfubolta eftir sigur í oddaleik á móti Grindavík. Gular komust 2-0 yfir í einvíginu en eftir það sýndu deildarmeistarar Hauka hvað í þeim býr. Uppgjörið og viðtöl og væntanleg. Körfubolti 16. apríl 2025 18:45
Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Nú er orðið ljóst hvernig leikjaplanið verður í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Einvígin tvö hefjast bæði á mánudaginn, á annan í páskum. Körfubolti 16. apríl 2025 12:33
Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keflavík og Njarðvík eru bæði úr leik í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta og tölfræðilega er þetta slakasta frammistaða þeirra til samans í meira en fjörutíu ára sögu úrslitakeppninnar. Körfubolti 16. apríl 2025 11:01
Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Golden State Warriors og Orlando Magic verða með í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en liðin tryggði sig inn með sigri í umspilinu í nótt. Körfubolti 16. apríl 2025 07:17
Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA. Körfubolti 15. apríl 2025 23:32
„Holan var of djúp“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. Körfubolti 15. apríl 2025 22:50
„Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri. Körfubolti 15. apríl 2025 22:29
„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. Körfubolti 15. apríl 2025 22:15
Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt. Körfubolti 15. apríl 2025 18:47
Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Stjarnan er komin í undanúrslit eftir 74-80 sigur á útivelli í fjórða leik gegn ÍR. Stjarnan var með fína forystu allan leikinn en missti hana niður í fjórða leikhluta, aðeins eitt stig þegar ein mínúta var eftir. Nær komst ÍR hins vegar ekki og liðið er á leið í sumarfrí. Körfubolti 15. apríl 2025 18:15
Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns NBA körfuboltafélagið Phoenix Suns ákvað í gær að reka þjálfara sinn Mike Budenholzer eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með stórstjörnulið. Körfubolti 15. apríl 2025 15:33
„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins. Körfubolti 15. apríl 2025 14:46
„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu. Íslenski boltinn 15. apríl 2025 13:31