Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni

Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.

Körfubolti
Fréttamynd

Ste­ve Kerr leysir Gregg Popo­vich af hólmi

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, mun taka við bandaríska landsliðinu í körfubolta. Hans fyrsta markmið verður að tryggja sæti á heimsmeistaramótinu 2023 og Ólympíuleikunum í París ári síðar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það eru engin leiðindi milli mín og Craig“

Körfuboltasamfélagið á Íslandi var mikið að velta því fyrir sér af hverju Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var ekki valinn af Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, í síðasta landsliðshóp gegn Hollendingum og Rússum. Sigurður hefur að undanförnu ekki gefið kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum en var þó tilbúinn í slaginn fyrir síðasta glugga ef kallið hefði komið.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“

Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær.

Sport
Fréttamynd

Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu

Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær.

Sport