Jón Axel ætlar að núllstilla sig og kenna Óla Óla körfubolta Grindvíkingar fengu frábærar fréttir í vikunni þegar landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson ákvað að spila með félaginu í Subway deildinni í vetur. Körfubolti 20. október 2022 12:31
Nýliðinn í hóp með Kareem og LeBron Nýliðinn Paolo Banchero stimplaði sig inn í NBA-deildina í körfubolta með látum þegar hann þreytti frumraun sína með Orlando Magic í nótt. Körfubolti 20. október 2022 09:31
Bjarni: Varnarleikurinn lagði grunninn að sigrinum Haukar unnu sannfærandi þrettán stiga útisigur á Fjölni 58-71. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur kvöldsins. Körfubolti 19. október 2022 22:31
„Tvö mismunandi lið sem mættu til leiks“ Valskonur sóttu góðan sigur til Grindavíkur í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur suður með sjó 72-80. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals tók undir þau orð blaðamanns að það mætti kalla þetta endurkomusigur, en það var einfaldlega allt annað Valslið sem mætti til leiks í seinni hálfleik samanborið við þann fyrri. Körfubolti 19. október 2022 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 58-71 | Haukar fóru illa með Fjölni Haukar fóru illa með Fjölni og unnu þrettán stiga sigur. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi en eftir að gestirnir komust tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta litu Haukar aldrei um öxl og rúlluðu yfir Fjölni 58-71. Körfubolti 19. október 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 72-80 Valur | Sanngjarn Valssigur í Grindavík í sveiflukenndum leik Valur sótti góð tvö stig til Grindavíkur í kvöld í Subway-deild kvenna, lokatölur 72-80. Grindavík leiddi systurpart leiksins en Valskonur komu virkilega ákveðnar inn í seinni hálfleikinn og unnu hann 48-33 og þar með leikinn með 8 stigum. Körfubolti 19. október 2022 20:00
Jón Axel búinn að skrifa undir: Gaman að mæta Keflavík í fyrsta leik Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilar með Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í vetur en þetta var endanlega ljóst eftir að hann skrifaði undir samning þess efnis við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur í dag. Körfubolti 19. október 2022 15:30
Fjórir erlendir Stólar á vellinum og Haukar kæra líklega Körfuknattleiksdeild Hauka mun sennilega kæra úrslit leiksins við Tindastól í VÍS-bikarkeppni karla á mánudagskvöld, vegna meints brots Tindastóls á reglum um fjölda erlenda leikmanna. Körfubolti 19. október 2022 14:33
Westbrook segist hafa tognað af því að hann þurfti að byrja á bekknum Bandaríski körfuboltamaðurinn Russell Westbrook trúir því að aftanílæris tognun sín sé þjálfara Los Angeles Lakers að kenna af því að var ekki með Westbrook í byrjunarliðinu. Körfubolti 19. október 2022 12:01
„Lífið er mikilvægara en körfubolti“ Eftir rúmt ár í Davidson háskólanum í Bandaríkjunum er Styrmir Snær Þrastarson kominn aftur heim í Þór Þorlákshöfn. Hann segist finna sig betur í evrópska körfuboltanum en þeim bandaríska og þá höfðu veikindi í fjölskyldunni úrslitaáhrif á að hann ákvað að snúa aftur heim. Körfubolti 19. október 2022 09:00
Fengu meistarahringana og unnu svo Lakers Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum. Titilvörn meistara Golden State Warriors fer vel af stað. Körfubolti 19. október 2022 08:30
Richotti snýr aftur til Njarðvíkur Argentínski körfuboltamaðurinn Nicolás Richotti hefur samið við Njarðvík og mun leika með liðinu í Subway deild karla í vetur. Körfubolti 19. október 2022 08:16
Skrifar undir hjá KR eftir að Njarðvíkingar riftu samningi hans Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við þýsk-íranska körfuknattleiksmanninn Philip Jalalpoor um að leika með liðinu í Subway-deild karla, tæpri viku eftir að leikmaðurinn var leystur undan samningi sínum hjá Njarðvík. Körfubolti 18. október 2022 23:00
Naumt Meistaradeildartap Elvars og félaga Elvar Már Friðriksson og félagar hans í litháíska liðinu Rytas Vilnius máttu þola naumt fimm stiga tap er liðið heimsótti Bnei Herzliya til Ísrael í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 90-85. Körfubolti 18. október 2022 18:34
Nei eða Já: „Þeir verða náttúrulega ömurlegir en ég held að Lakers verði lélegir líka“ NBA deildin í körfubolta fer af stað með tveimur stórleikjum í kvöld og strákarnir í Lögmál leiksins er því farið af stað á nýjan leik. Fyrsti þáttur tímabilsins var í gærkvöld og var hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ að sjálfsögðu á sínum stað. Körfubolti 18. október 2022 07:01
Schrödrer og Middleton byrja á meiðslalistanum Dennis Schröder, leikmaður Los Angeles Lakers, verður ekki með liði sínu þegar það mætir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í fyrstu umferð NBA deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Raunar verður hann frá næstu vikurnar. Sömu sögu er að segja af Khris Middleton, leikmanni Milwaukee Bucks. Körfubolti 17. október 2022 22:31
Valur pakkaði Breiðabliki saman | Fyrsta tap Hauka kom á Sauðárkróki Alls fóru fram fimm leikir í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. Þeir áttu að vera sex en þar sem Sindri gaf leik sinn gegn ÍR þá flugu Breiðhyltingar inn í 16-liða úrslitin. Tindastóll, Valur, Njarðvík, Keflavík og Selfoss fóru svo áfram í kvöld. Körfubolti 17. október 2022 22:00
Lögmál leiksins: Allur körfuboltaheimurinn fékk sjokk því hann hefði getað drepið hann Það styttist í að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað og í kvöld verður fyrsti þáttur tímabilsins af Lögmáli leiksins. Körfubolti 17. október 2022 15:46
Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Green kýldi hann kaldan Jordan Poole, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um atvikið þar sem samherji hans, Draymond Green, kýldi hann í andlitið á æfingu. Körfubolti 17. október 2022 15:01
Finnst skrýtið að hann komi heim á þessum tímapunkti Þórsarar bættu óvænt við sig íslenskum landsliðsmanni eftir að tímabilið í Subway deildinni í körfubolta var byrjað því Styrmir Snær Þrastarson var mættur í Þórsbúninginn á föstudagskvöldið. Körfubolti 17. október 2022 14:01
Sindri gaf ÍR sigur ÍR-ingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta án þess að hreyfa legg eða lið því Sindri gaf leikinn við ÍR í 32-liða úrslitum. Körfubolti 17. október 2022 10:57
Jón Axel má spila með Grindavík Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er kominn með félagaskipti til uppeldisfélags síns Grindavíkur og getur því spilað með liðinu í Subway-deildinni í körfubolta í vetur. Körfubolti 17. október 2022 09:31
Körfuboltakvöld: „Er í rauninni bara glötuð staða hjá þessu stórveldi“ Hin stórskemmtilegi liður „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds á föstudaginn var. Farið var yfir stöðu mála hjá KR og Haukum en annað lið er í basli á meðan hitt er á flugi. Þá var farið yfir hvaða lið sérfræðingarnir myndu helsta vilja vera í dag og margt fleira. Körfubolti 16. október 2022 23:01
ÍR hefur fundið arftaka ofbeldismannsins sem var sendur heim Um helgina staðfesti lið ÍR í Subway deild karla að liðið hefði samið við Bandaríkjamanninn Taylor Johns. Kemur hann til með að fylla skarð Tylon Birts sem sendur var heim eftir aðeins einn leik eftir að upp komst að hann væri dæmdur ofbeldismaður. Körfubolti 16. október 2022 22:31
Stórsigur Stjörnunnar á Akureyri | KR lagði KR b Þrír leikir fóru fram í VÍS bikar karla í körfubolta í dag. Stjarnan vann 29 stiga sigur á Þór Akureyri, í Vesturbænum mættust KR og KR b þar sem KR hafði betur. Þá vann Körfubolti 16. október 2022 22:15
Tilþrif 2. umferðar: Nóg af troðslum Sérfræðingar Körfuboltakvölds tóku saman fallegustu tilþrif 2. umferðar í Subway-deild karla. Alls eru sex troðslur í pakkanum. Körfubolti 16. október 2022 11:30
Fékk rothögg frá Green í síðustu viku en fær tuttugu milljarða króna samning í þessari Það hefur mikið gengið á í lífi Jordan Poole, leikmanni Golden State Warrios, síðustu tvær vikur en leikmaðurinn samþykkt fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við Warriors í gær. Körfubolti 16. október 2022 10:15
„Hann segir það sem kemur upp í hugann og enginn annar þorir að segja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, gagnrýndi dómarana harðlega í viðtali við Stöð 2 Sport eftir eftir tap Hattar gegn Njarðvík í Subway-deildinni síðasta fimmtudag. Rætt var um dómgæsluna í leiknum og Viðar sjálfan í Subway Körfuboltakvöldi í gær. Körfubolti 15. október 2022 23:30
Körfuboltakvöld: Áttu vart orð yfir lokasókn Grindavíkur þegar tólf sekúndur voru til leiksloka Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók lokasókn Grindavíkur í eins stigs tapi gegn Val í Subway deild karla alfarið á sig í viðtali eftir leik. Farið var yfir sóknina í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 15. október 2022 11:16
„Eins og 1-0 sigur í fótbolta“ Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var kátur eftir sigur nýliðanna á Þór Þ. í kvöld, 90-84. Honum fannst sínir menn verða full ragir í seinni hálfleik eftir frábæran sóknarleik í þeim fyrri. Körfubolti 14. október 2022 23:09