„Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 13:31 Tryggvi Snær Hlinason sést hér í Laugardalshöllinni á æfingu fyrir leik við Spán. vísir/Sigurjón Tryggvi Snær Hlinason spilar stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og hann þekkir líka mjög vel til hjá spænska landsliðinu sem mætir í Laugardalshöllina í kvöld. Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM? HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM?
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira