„Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Rætt var um fjarveru Greg Popovich, þjálfara San Antonio Spurs, í þættinum Lögmál leiksins sem er á dagskrá Stöðvar 2 sport í kvöld. Körfubolti 3.3.2025 16:32
Butler gleymdi að mála og greiða leiguna NBA-stjarnan Jimmy Butler fór með látum til Golden State Warriors frá Miami Heat á dögunum og hann gleymdi að ganga frá eftir sig í Miami. Körfubolti 3.3.2025 15:46
Meistarar mætast í bikarnum Dregið var í undanúrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í höfuðstöðvum VÍS í dag. Körfubolti 3.3.2025 12:37
Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Grindavík og Aþena mættust í botnslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 85-71. Körfubolti 2. mars 2025 19:43
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Topplið Hauka sótti Keflvíkinga heim í kvöld í Bónus-deild kvenna. Liðið mættust hér í Keflavík fyrir nokkrum dögum og þá fóru Haukar heim með eins stigs sigur í spennandi leik. Aftur fóru Haukar með sigur af hólmi en að þessu sinni var sigurinn stærri. Körfubolti 2. mars 2025 18:32
Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Bilbao Basket, sem landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason leikur með, vann mikilvægan sigur á Basquet Girona, 96-83, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 2. mars 2025 13:49
Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR. Körfubolti 2. mars 2025 12:32
Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Borche Ilievski var ánægður með sína menn þrátt fyrir 90-87 tap gegn Val í 19. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hann var hinsvegar ekki alveg viss með dómara leiksins í lok hans. Körfubolti 1. mars 2025 22:11
Kári: Bara negla þessu niður Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar. Körfubolti 1. mars 2025 21:40
„Held áfram nema ég verði rekinn“ Viðar Örn Hafsteinsson er nokkuð viss um að hann muni halda áfram að halda utan um stjórnartaumana hjá Hetti en liðið féll úr Bónus-deild karla í körfubolta eftir tap liðsins gegn KR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld. Körfubolti 1. mars 2025 21:26
„Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var ángægður með hvernig lið hans lék þegar líða tók á leikinn í sigri Vesturbæjarliðsins gegn Hetti í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld. Körfubolti 1. mars 2025 21:21
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn KR bar sigurorð af Hetti 97-75 þegar liðin áttust við í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR innbyrti þarna mikilvæg stig í baráttu sinni um að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Úrslitin þýða hins vegar að Höttur er fallinn úr efstu deild. Körfubolti 1. mars 2025 20:48
Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. Körfubolti 1. mars 2025 18:46
Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Hamar/Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í dag þegar Bónus deild kvenna neðri hluta fór fram. Hamar/Þór gátu lyft sér upp úr fallsæti með sigri í dag á meðan Tindastóll gat styrkt stöðu sína efstar í neðri hluta. Það voru Hamar/Þór sem fóru með góðan sigur í dag 77-72 og trygðu um leið að þær myndu ekki eiga möguleika á að falla beint úr deildinni. Körfubolti 1. mars 2025 15:18
Embiid frá út leiktíðina Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki spila meira á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:46
„Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við hvernig lærisveinar sínir byrjuðu og enduðu leikinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Álftanesi í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:41
„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var kampakátur með sigur liðsins gegn Tindastóli í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:36
„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:42
„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:41
Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Þór Þorlákshöfn vann hádramatískan sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Bónus deild karla í körfubolta, lokatölur 94-91. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:24
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn var liður í 19. umferð deildarinnar en Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:01
Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvík gátu með sigri formlega fellt Hauka niður um deild. Það fór þannig að Njarðvíkingar fóru með virkilega öruggan sigur 103-81. Körfubolti 28. febrúar 2025 18:31
Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Grindavík lagði Keflavík með tíu stiga mun og getur nú blandað sér í baráttuna um heimavallarrétt í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta. Keflavík er hins vegar enn að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 28. febrúar 2025 18:31
Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Álftanes auglýsir leik kvöldsins gegn Tindastóli í Bónus deild karla með líklega minnsta skilti sem fyrirfinnst. Körfubolti 28. febrúar 2025 15:28