Boltaböl? Það eru til menn á Íslandi sem skipuleggja líf sitt í kringum Heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þeir taka sumarfríið á þeim tíma sem keppnin stendur yfir og horfa á fótboltaleiki allan daginn. Þess á milli spá þeir í spilin og ef liðið þeirra tapar leggjast þeir í þunglyndi. Sumir vilja meina að þessir menn séu fíklar, en eru þeir það? Stöð 2 2. apríl 2006 22:27
Listahjón að vestan Á Ísafirði er haldin alþjóðleg einleikjahátíð einu sinni á ári. Hún nefnist Act alone og sá sem stjórnar henni heitir Elfar Logi Hannesson leikari, en hann hefur sýnt einleikinn um Gísla Súrsson sjötíu sinnum víða um land. Og konan hans Elfars Loga er á kafi í listum. Hún teiknar myndir. Þau eru í útrás frá Ísafirði og hafa sýnt list sína í Reykjavík að undanförnu. Stöð 2 2. apríl 2006 22:16
Fangar eigin líkama Þrjú hundruð manns bíða eftir atferlismeðferð á Reykjalundi vegna offitu. Biðlistinn lengist stöðugt og meira en tvö ár geta liðið þangað til fólk kemst að. Rúmlega helmingur Íslendinga yfir tvítugu er yfir kjörþyngd og þar af þjáist næstum sjötti hver landsmaður beinlínis af offitu. Kostnaður samfélagsins hleypur á milljörðum króna árlega, en samt er offita ekki eitt af forgangsverkefnum heilbrigðisáætlunar til ársins tvö þúsund og tíu. Stöð 2 30. mars 2006 17:46
Efni á flakki Kaupirðu þig inn á kvikmyndina um mannránið í Munchen sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum, ef þú getur fengið hana ókeypis á hörðum tölvudiski? Kaupirðu áskrift að Stöð 2 ef þú getur fengið nýjustu sjónvarpsþættina á tölvudiski. Flakkarar tröllríða íslensku samfélagi, ganga milli fólks sem setur inn á þá bíómyndir og sjónvarpsþætti, án þess að framleiðendur og dreifendur fái nokkuð fyrir snúð sinn. Stöð 2 30. mars 2006 17:44
Endurhæfing Steingíms J. Það mátti litlu muna að Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og formaður Vinstri grænna hefði kvatt þennan heim kvöld eitt í janúar þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi á leiðinni að norðan suður til Reykjavíkur. Hann slasaðist alvarlega - en nú, tæpum þremur mánuðum síðar er hann í endurhæfingu á Reykjalundi. Hann segist ekki hugsa mikið til Alþingis - einbeiti sér að því að ná bata. En - verður hann tilbúinn í kosningaslaginn í vor? Stöð 2 30. mars 2006 17:18
Blindur fær sýn Fyrir rúmum átta árum fylgdust landsmenn með því þegar þriggja mánaða drengur sem fæddist blindur sá foreldra sína í fyrsta sinn, eftir umfangsmikla augnaðgerð. Kompás heimsækir drenginn og foreldrana og athugar hvernig honum hefur vegnað frá aðgerðinni. Hvernig er sjónin nú, rúmum átta árum síðar? Hvernig er hans daglega líf? Stöð 2 21. mars 2006 17:06
Í rusli Á góðum degi taka þeir allt að átján tonnum af heimilissorpi á dag og þeir eru snöggir með tunnurnar. Við erum að tala um ruslakallana á bíl níu tólf, einn af tíu bílum sem hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hefur í sinni þjónustu. Það koma sextíu manns að sorphirðu Reykvíkinga og heimilissoprið sem þeir taka á hverju ári er ekker smáræði - rúmlega 260 þúsund tonn. Og kallarnir - þeir eru hressir. Stöð 2 21. mars 2006 17:04
Með lífið að veði Rekstur hágæsluherbergis á barnaspítala Hringsins kostar 60 milljónir króna á ári. Rekstur Landspítala háskólasjúkrahúss kostar 30 þúsund milljónir króna á ári. Stöð 2 12. mars 2006 21:00
Báglegar aðstæður á barnaspítala og misrétti gegn fórnarlömbum ofbeldisglæpa Það verða tvö mál á dagskrá íslenska fréttaskýringaþáttarins Kompáss: Fjallað verður um þörfina á hágæsluherbergi á Barnaspítala Hringsins og að fórnarlömb ofbeldisglæpamanna þurfa sjálf að rukka ofbeldismenn um dæmdar bætur. Lífið 12. mars 2006 08:00
Kiddi er reiður Kristinn R.Magnússon valdi ekki að verða öryrki. Hann myndi skila kortinu með öryrkjastimplinum strax á morgun ef hann gæti það. Kiddi varð fyrir hrottalegri árás í Austurstræti fyrir rúmum sjö árum og síðan hefur hann barist fyrir réttlæti. Stöð 2 12. mars 2006 00:01
Peningar og frægð Heildarvelta IDOLstjörnuleitar á stöð 2 er um 400 milljónir króna. Þessi vinsæli sjónvarpsþáttur er dýrasta verkefni Stöðvar 2 frá upphafi en kostnaðurinn við hvern þátt nemur tæpum fimm milljónum króna. Stöð 2 26. febrúar 2006 00:01
Fuglaflensan færist nær Frá því að við fjölluðum síðast um fuglaflensuna hefur veiran breiðst hratt út og fundist í fuglum í 15 Evrópulöndum. Líkur eru taldar á því að veiran fari að finnast í fuglum hér á landi innan tíðar, enda hafa farfuglarnir sem hingað koma, flestir vetursetu í Evrópu. Stöð 2 26. febrúar 2006 00:01
Vaxandi mein Stjórnvöld vilja auka réttarvernd fórnarlamba kynferðisbrotamanna og lengja fyrningartímann þannig að lengur verði unnt að koma lögum yfir þá en nú er. Einnig stendur til að herða refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum yngri en fjórtán ára. En hver skyldi vilja brjóta svo freklega gegn ólögráða, ófermdu barni? Fleiri en okkur óraði fyrir, þegar við hófum vinnslu þessa þáttar. Stöð 2 20. febrúar 2006 16:24
Gengið í gildru Meinið vex eins og krabbameinsæxli á þjóðarlíkamanum, það sýna tölur lögreglunnar. Kompás gerði út tálbeitu á Netinu, þóttist vera þrettán ára stúlka í leit að eldri strákum, og þeir skiptu tugum, sem bitu á agnið: Allt frá sextán ára unglingum til karlmanna á sjötugsaldri. Við höfðum samskipti við þá á Netinu, með smáskilaboðum, töluðum við þá í síma og samþykktum stefnumót. Það fór ekki á milli máli hvað þeir ætluðu sér. Stöð 2 20. febrúar 2006 16:23
Þögnin verst Börn njóta mannréttinda. Í því felst meðal annars rétturinn til að eiga leyndarmál í friði. Enginn má lesa bréf þeirra, dagbækur og tölvufærslur nema þau leyfi. En uppalandi getur aflað sér leyfis hjá barninu - og þannig, ef til vill, komið í veg fyrir að það verði kynferðisbrotamanni að bráð. Stöð 2 20. febrúar 2006 16:20
Barnaníðingar á netinu Býr barnaníðingur í næsta húsi við þig? Það gæti verið. Samkvæmt könnun Kompáss er verulegur áhugi fullorðinna karlmanna á kynlífi með börnum yngri en fjórtán ára. Kompás fjallar um þetta samfélagsmein, þar sem fullorðnir karlmenn reyna eftir ýmsum leiðum að tæla til sín unglinga í gegnum Netið. Kompás egndi gildru fyrir nokkra þeirra og fylgdist með þeim ganga rakleitt í hana. Lífið 18. febrúar 2006 16:35
Til helvítis Í kirkju Satans í New York eru íslenskir safnaðarmeðlimir - djöfladýrkendur sem tilbiðja hinn illa. Þeir eru líka til hér á landi, en láta lítið fyrir sér fara. Sögur hafa lengi gengið um ískyggilegar trúarathafnir Satanista. Jóhannes Kr. Kristjánsson ræðir meðal annars við tvo unga menn á höfuðborgarsvæðinu sem hafa selt fjandanum sál sína. Stöð 2 16. febrúar 2006 16:49
Smælar framan í heiminn Hvað gerir maður fyrir fjörutíu þúsund krónur á mánuði? Lárus Jónsson þarf að velta hverri krónu tvisvar áður en hann eyðir henni, því að meira hefur hann ekki til ráðstöfunar. En það eru ekki einu áhyggjur hans. Hann hefur glímt við MS sjúkdóminn, illvíga vöðvahrörnun, frá árinu 1978 og í dag er hann bundinn við hjólastól. Hann þarfnast aðstoðar við öll verk; allt frá því að komast fram úr rúminu á morgnana til þess að smyrja brauðsneiðina sína. Stöð 2 16. febrúar 2006 16:47
Á framabraut Braut listamannsins er þyrnum stráð. Því hefur að minnsta kosti verið haldið fram. Það hefur líka verið sagt að líf listamannsins sé ein löng reykingarpása. En hvernig gengur ungu listafólki í dag að hasla sér völl? Fá inni í sýningarsölum með myndir sínar og selja verkin? Hvað tekur efnilega listaspíru á framabraut langan tíma að skapa sér nafn? Stöð 2 16. febrúar 2006 16:45
Er einn sæstrengur nóg? Farice sæstrengurinn er lífæð Íslendinga sem tengir þá við umheiminn. Á síðasta ári rofnaði sambandið um strenginn hvað eftir annað. Forsvarsmenn hátæknifyrirtækja hafa fengið nóg af bilunum og hafa hótað að fara með fyrirtæki sín úr landi verði ekkert að gert. Viðmælendur Kompáss vilja nýjan streng og það strax. Stöð 2 6. febrúar 2006 14:02
Ekkert grín Oft getur lítil þúfa velt þungu hlassi. Jótlandspósturinn í Danmörku birti teiknimyndir af Múhameð spámanni síðasta haust og nú logar allt í átökum. Ekki þarf annað en líta á spjallsíður á Netinu þessa dagana til að átta sig á því að deilan um skopmyndirnar er að snúast upp í umræður - og á stundum ofsafengnar umræður - um grundvallarspurningar í sambúð hins frjálslynda, kristna meirihluta í Evrópu og trúaðra múslima, bæði í Evrópu og um allan heim. Er minnihlutinn að kúga meirihlutann í nafni pólitískrar rétthugsunar og jafnvel ofbeldis eða er meirihlutinn að særa, meiða og misbjóða minnihlutahópi að tilefnislausu? Stöð 2 6. febrúar 2006 14:00
Síðasti bærinn Óskarsverðlaunahátíðina í ár munu tveir Íslendingar sækja; þeir Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi hjá kvikmyndafyrirtækinu Zik Zak. Það teljast stórtíðindi því tilnefningin ein er mikil viðurkenning. Við ræðum við leikstjórann og framleiðandann og skoðum hvaða áhrif tilnefning til óskarsverðlauna hafi á íslenska kvikmyndagerð. Stöð 2 6. febrúar 2006 13:58
Sköpun goðs Íslenskar teiknimyndapersónur með heimsþekktar raddir. Já, fyrirtækið Kaoz lætur einskis ófreistað að gera tölvugerðar teiknimyndir sem bestar úr garði. Það er mikið þolinmæðisverk. Afköstin á viku eru mæld í sekúndum, ekki mínútum. Teiknimyndin Anna og skapsveiflurnar kemur á markað í vor og á teikniborðinu er enginn annar en þrumuguðinn Þór. Stöð 2 29. janúar 2006 00:01
Ljós í myrkrinu Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta orðatiltæki hefur sérstaka þýðingu í huga alþingismannsins Helga Hjörvars. Hann saknar þess að sjá fegurðina allt í kringum sig. Alvarleg hrörnun í nethimnu augna hans er nánast búin að gera út af við sjónina. Stöð 2 29. janúar 2006 00:01
Við viljum lifa Guðjón Sigurðsson berst fyrir lífi sínu. Hann þjáist af ólæknandi sjúkdómi sem heitir MND, hreyfitaugahrörnun; sjúkdómi sem leggur fólk að velli á einu til fimm árum frá greiningu. En Guðjón berst ekki bara fyrir lífi sínu. Hann berst fyrir því að MND sjúklingar geti ákveðið hvort þeir fari í öndunarvél á lokastigi sjúkdómsins eða ekki. Hann fékk danskan vin sinn, sem er tengdur við öndunarvél, til að heimsækja Ísland og ræða við ráðamenn um meðferð sína. Stöð 2 29. janúar 2006 00:01
Fær fuglaflensan vængi ? Sóttvarnalæknir hefur svo þungar áhyggjur af hugsanlegum heimsfaraldri vegna fuglaflensuveirnnar að hann hvetur Íslendinga til að safna matarbirgðum. Veiran hefur undanfarið einungis borist úr dýrum í menn en sumir segja það aðeins tímaspursmál hvenær hún fer að smitast manna á milli. Þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Heilu samfélögin og Ísland er þar ekki undanskilið, hreinlega lamast. Stöð 2 22. janúar 2006 20:51
Ísland fyrir Íslendinga ? Toshiki Toma er prestur, japanskur prestur og heldur uppi friðsamlegri baráttu fyrir réttindum nýbúa á Íslandi. En það eru ekki allir sem þakka honum fyrir. Honum hefur verið hótað öllu illu og nú síðast fékk hann, eigum við að segja "hvatningu" í pósti, um að láta af baráttunni. Útlendingar væru ekki velkomnir á Íslandi. Toshiki Toma er að vonum slegin og hann hefur kært þessa bréfasendingu til lögreglunnar. Nýbúar sem Kompás talar við segja að fordómar fari vaxandi í íslensku samfélagi. Stöð 2 22. janúar 2006 20:50
Allt að gerast hjá Ampop Heimsfrægðin blasir við Ampop, íslenskri hljómsveit sem líkt er við allt frá Sigur Rós og Múm til Radio Head. Ampop hefur leikið í Bretlandi upp á síðkastið við góðan orðstír og nýlega kom út þriðja plata sveitarinnar. Kompás var á tónleikum með Ampop í Þjóðleikhúskjallaranum. Stöð 2 22. janúar 2006 20:48
Viltu vita eitthvað um Fuglaflensuna? Fuglaflensan verður til umfjöllunar í Kompási í næstu viku. Fréttir af útbreiðslu hennar vekja kannski fleiri spurningar en svör. Kompás gefur fólki kost á að senda inn spurningar um fuglaflensuna sem þátturinn leitast svo við að svara. Lífið 16. janúar 2006 11:03
Dagar í landinu helga Ekkert landsvæði á jörðinni er jafn umdeilt og lítill skiki fyrir botni Miðjarðarhafs. Saga Palestínu er blóði drifin og það sem gerist þar getur haft áhrif um allan heim. Í landinu helga mætast þjóðir og þjóðarbrot, trúarbrögð og trúarhefðir; það má segja að þar sé á vissan hátt nafli alheimsins. Í þessum þætti förum við til Betlehem á jólum rétttrúnaðarkirkjunnar, heilsum upp á landnema gyðinga sem hafa byggt sér litla paradís á landi sem Ísraelar hertóku af Palestínumönnum og tökum hús á þorpshöfðingja í arabaþorpi nálægt Jeríkó, þar sem hvorki er rafmagn né rennandi vatn. Stöð 2 15. janúar 2006 22:00