Líknarinn í Byrginu Síðustu mánuði höfum við skoðað starfsemi Byrgisins, eins kunnasta meðferðarheimils landsins fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur. Þetta byrjaði allt með bréfi sem skrifað var undir dulnefni. Þessi fyrsti hluti þáttarins er ekki við hæfi barna. Stöð 2 18. desember 2006 00:25
Upprifjun á árinu 2006 Það var við hæfi þegar lok ársins tvö þúsund og sex nálgaðist að rifja aðeins upp nokkrar fréttir sem voru í Kompási á því ári; fréttir sem fólkið í landinu talaði um Stöð 2 18. desember 2006 00:22
Brúðkaup aldarinnar Jói og Gugga gengu í það heilaga rétt fyrir jól. Gunnar í Krossinum gaf þau saman, þrátt fyrir að þau væru fallin. Dagana fyrir brúðkaupið voru þau á götunni. Velgjörðarmenn þeirra, fólk sem sá algjörlega um veisluna og allt umstangið, leyfði þeim að gista hjá sér nóttina fyrir brúðkaupið. Stöð 2 18. desember 2006 00:01
Vatnsævintýri í Japan Íslendingar flytja út gríðarlegt magn af vatni til Japans á ári hverju. Kompás fór til Japans og kynnti sér þetta mikla vatnsævintýri. Stöð 2 10. desember 2006 00:01
Borat - land og þjóð Á fáum stöðum í veröldinni er annar eins hrærigrautur þjóða og þjóðarbrota að finna eins og í hinu fjarlæga Kasakstan. Andi gömlu Sovétríkjanna svífur enn yfir vötnum í þessu gríðarstóra landi, sem er ríkt af olíu og örðrum náttúruauðlindum. Stöð 2 10. desember 2006 00:00
Bráðnun Nýlegar rannsóknir vísindamanna á Suðurskautslandinu og Norðurskautinu benda til meiri hlýnunar í þeim heimshluta síðustu árin en hingað til hefur verið talið. Áhrifin geta orðið geigvænleg fyrir komandi kynslóðir verði ekkert að gert. Ætla má að sjávarhæð geti hækkað um tíu til tólf metra við Ísland sem gæti þýtt að stór hluti höfuðborgarsvæðisins, Akranes og Selfoss fari undir sjó. Stöð 2 3. desember 2006 00:00
Feður eru foreldrar Mun algengara er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barna sinna eftir skilnað en fyrir nokkrum árum. Enn er þó sárasjaldgæft að feður fari einir með forsjá barna. Stöð 2 3. desember 2006 00:00
Fjölónæmar bakteríur Fjölónæmar bakteríur eru farnar að finnast í auknum mæli í fólki í samfélaginu. Þessar bakteríur svara illa sýklalyfjameðferð og sumar þeirra eru alveg ónæmar. Hvernig er þessi þróun og hvað er það sem veldur? Stöð 2 26. nóvember 2006 00:01
Strandakirkja Strandakirkja er ein sérstæðasta kirkja landsins og vinsæl til áheita. Kompás kynnti sér sögu kirkjunnar og skoðaði hvers vegna fólk telur hana vera góða til áheita. Stöð 2 26. nóvember 2006 00:01
Samráð eða samkeppni? Dagvistunarkostnaður er stór útgjaldaliður margra fjölskyldna. Á leikskólum liggja gjaldskrár frammi svo auðvelt er fyrir foreldra að átta sig á kostnaði leikskólavistunar. Sama máli gegnir ekki um gjaldskrár dagforeldra. Sumir dagforeldrar neita að gefa upp verð í síma og aðrir eru mjög tregir til. Stöð 2 21. nóvember 2006 10:09
Hætt að vera hrædd Rannveig Bjarnfinnsdóttir greindist með brjóstakrabba fyrir einu og hálfu ári. Síðasta vetur fylgdist Kompás með Rannveigu og fór með henni í lyfjameðferð. Við hittum hana aftur nú rúmu ári síðar og sjáum hvernig henni hefur gengið í baráttunni við krabbameinið. Stöð 2 21. nóvember 2006 10:07
Roðinn í suðri Daniel Ortega, leiðtogi sandinista í Níkaragva, komst á dögunum í ört stækkandi hóp þjóðarleiðtoga Mið- og Suður-Ameríku sem standa vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi. Hver er skýringin á því að íbúar heillar heimsálfu hafa á stuttum tíma vent kvæði sínu í kross og brosa nú til vinstri? Sveinn H. Guðmarsson leitaði svara við því. Stöð 2 21. nóvember 2006 10:04
Gáfust upp Í september fóru Jói og Gugga í meðerð hvort í sínu lagi. Hann á Landsspítalann, hún á Vog. Þau höfðu verið í nærri stanslausri morfínneyslu í rúm tvö ár og líkamlegt ástand þeirra var mjög slæmt. Síðasta daginn í meðferðinni rændu þau morfínsalann sinn og var í kjölfarið hótað lífláti. Stöð 2 12. nóvember 2006 00:01
Hafa hvort annað Jói og Gugga eru morfínfíklar. Kompás hefur fylgst með þeim síðan í febrúar. Í tvö ár hafa þau sprautað sig með morfíni. Í sumar voru þau hætt komin. Þau vildu hætta en hvernig gengur þeim nú og hvað er að frétta af þeim? Stöð 2 12. nóvember 2006 00:01
Barbíblýantar Hæfileikar finna sér alltaf farveg til að brjótast fram segir Ellert Grétarsson ljósmyndari, sem á fertugsafmæli sínu sagði skilið við fyrri störf og lét drauma sína rætast. Hann geriri listaverk úr ljósmyndum, reynir að fanga augnablikið og nú er svo komið að honum hefur verið boðið að taka þátt í virtum alþjóðlegum listsýningum. Stöð 2 12. nóvember 2006 00:01
Að gleyma lífinu Alzheimers er algengasta ástæða heilabilunar. Sjúkdómurinn herjar á um 5 prósent þeirra sem eru 67 eða eldri en þó er nokkuð um að sjúkdómurinn greinist hjá fólki á aldrinum 50-65 ára. Biðlistar inn á sérhæfðar deildir eru langir og aðstoð við aðstandendur lítil sem engin. Stöð 2 6. nóvember 2006 21:50
Lífið eftir stríðið Sprengjurnar sem skuku líbanon í sumar eru þagnaðar og fréttamennirnir farnir heim. En sárin eru enn opin og húsin hrunin þó að augu umheimsins beinist nú að öðru. Herdís Sigurgrímsdóttir fréttamaður var í Líbanon fyrir skömmu og hitti fólkið sem á um sárt að binda en lætur samt ekki bugast. Stöð 2 6. nóvember 2006 21:49
Ofríkið Það er óhætt að segja að kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna í síðasta mánuði hafi valdið titringi víðar en á jarðskjálftamælum í nágrenninu. Pólitísk spenna í Austur-Asíu hefur ekki verið meiri í háa herrans tíð og horfurnar eru vægast sagt óljósar. Máltækið segir að lítil þúfa velti oft þungu hlassi og það á sannarlega við í þessu tilviki. Stöð 2 6. nóvember 2006 21:48
Ný úrræði Fíkniefnaneysla kostar íslenskt samfélag allt að þrjátíu milljarða króna á ári. Heildarútgjöld ríkisins til meðferðarmála nema um einum og hálfum milljarði. Hver króna sem sett er í meðferðarúrræði er talin geta skilað sér allt að sjö sinnum til baka. Í kvöld skoðar Kompás hvernig ríkisvaldið stendur sig þegar kemur að meðferðarmálum unglinga. Stöð 2 6. nóvember 2006 21:46
Orkuháskóli á Akureyri Alþjóðlegur orkuháskóli verður stofnaður innan skamms á Akureyri. Hann verður einstakur í sinni röð og viðfangsefnið fyrst og fremst endurnýjanleg orka. Nú þegar er stofnun hans farin að vekja athygli erlendra fræðimanna. Skólinn verður sá dýrasti á Íslandi en skólaárið mun kosta um 1,7 milljónir króna. Stöð 2 6. nóvember 2006 21:45
Ein á sviðinu Þrátt fyrir að eiga að baki áralangan starfsferil sem söngkona eru fáir sem þekkja Soffíu Karlsdóttur. Hún hefur sungið með stjörnum á við Björgvin Halldórsson og tekið þátt í uppfærslum eins og Kabarett. Hún hefur alltaf verið í aukahlutverki en nú í fyrsta sinn á sínum ferli ætlar hún ekki að deila sviðinu. Stöð 2 6. nóvember 2006 21:43
Dýr brandari Mun lélegur brandari kosta demókrata sigurinn í þingkosningunum í Bandaríkjunum? Þetta er raunveruleg spurning sem velt er upp eftir að John Kerry neitaði að biðjast afsökunar á klúðurslegum brandara sem mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna í Írak. Stöð 2 1. nóvember 2006 15:39
Fyrsta fórnarlamb You Tube? Gjarnan er talað um repúblikanann George Allen frá Virginíu sem fyrsta YouTube fórnarlamb bandarískra stjórnmála. Fyrir ellefta ágúst var hann talinn eiga bjarta pólitíska framtíð. Allt útlit var fyrir að hann næði auðveldlega endurkjöri í öldungadeildina og alvarlega farið að ræða forsetaframboð 2008. En nú eru draumar um Hvíta húsið líkast til úr sögunni og óvíst með þingsætið, sem hafði virst svo tryggt. Stöð 2 27. október 2006 17:41
Aukin harka Stóra sleggjan hefur verið dregin fram nú þegar einungis tólf dagar eru til þingkosninganna í Bandaríkjunum. Kosningabaráttan hefur fengið á sig grimmari mynd og allir sem mögulega eru taldir geta haft áhrif á útkomuna eru dregnir á flot. Stöð 2 26. október 2006 09:51
Sprungið kerfi Umfjöllun okkar um dópheim íslenskra ungmenna heldur áfram; þar er einskis svifist við að ná í efnin. Unglingsstúlkur eru seldar í vændi fyrir dópið og fullyrt er að fimmtán ára strákar verði kynlífsþrælar miðaldra karlmanna. Meðferðarúrræði eru engan veginn fullnægjandi til að anna þeim fjölda mála sem koma til úrlausnar. - Og við sýnum unga tálbeitu Kompáss kaupa meira af fíkniefnum eins og ekkert sé. Stöð 2 23. október 2006 13:43
Mamma og mamma Þær eru í staðfestri samvist og hefur lengi langað til að annast barn. Þegar frænka þeirra missti forræði yfir barni sínu, sóttust þær eftir að taka barnið í fóstur, en fengu neitun. Er það vegna þess að þær eru samkynhneigðar? Kompás leitar svara og ræðir við konurnar um áfallið. Stöð 2 23. október 2006 13:42
Fellibylur? Fyrir sjötíu árum gerði eitt mesta fárviðri Íslandssögunnar. Í þessu veðri fórust 38 skipverjar af franska rannsóknaskipinu Pourqoui Pas? Færri vita að á þriðja tug annarra sjómanna á öðrum skipum fórst hér við land í þessum sama veðurofsa. Hvað gerðist? Hvernig var spáin? Hvernig gat orðið svo mikið fárviðri rétt að loknu sumri 1936 sem kostaði tæplega 60 manns lífið? Stöð 2 23. október 2006 13:41
Með fangið fullt af vandamálum Flest bendir til að Demókratar nái meirihluta í Fulltrúadeildinni þegar kosið verður í Bandaríkjunum þann 7. nóvember næstkomandi. Þrátt fyrir ágætis gengi í efnahagsmálum og lækkandi eldsneytisverð er ekki hægt að líta framhjá margvíslegum vandræðum Bush forseta og flokks hans. Stríðið í Írak er að sjálfssögðu langerfiðasta kosningamálið fyrir Repúblikana en vandræði eru á fleiri vígstöðvum. Stöð 2 20. október 2006 13:07
Díler á hverju horni Eitt símtal og þú færð dópið eftir 20 mínútur. Þetta leiðir rannsókn Kompás s í ljós á aðgengi unglinga að fíkniefnum í Reykjavík. Unglingsstúlkur, allt niður í fjórtán ára selja líkama sinn eldri karlmönnum til að fá dóp. Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segist sjá aukningu í neyslu unglinga á fíkniefnum. Stöð 2 16. október 2006 11:23
Gefst aldrei upp Framfarir á sviði læknavísinda hafa verið gríðarlega miklar á undanförnum árum. Blindir hafa öðlast sjón og heyrnardaprir heyrn. Þó er enn litið svo á að lömun sé varanlegt ástand. Litlu fjármagni hefur verið eytt í rannsóknir á mænuskaða og framfarir á því sviði verið litlar. Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur vill breyta þessu. Hún neitar að gefast upp í baráttu sinni fyrir því að lamaðir geti hreyft sig á ný. Stöð 2 16. október 2006 11:21