Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. Innherji 16. júní 2022 06:00
Síldarvinnslan bindur miklar vonir við uppganginn í fiskeldi „Við bindum vonir við að fiskeldi komi til með að verða ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar í framtíðinni,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, í samtali við Innherja um 15 milljarða króna fjárfestingu íslenska sjávarútvegsfélagsins í Arctic Fish. Innherji 15. júní 2022 08:26
Hlutabréf Man Utd aldrei lægri: Eigendurnir greiða sér samt arð Segja má að Manchester United hafi náð því sem virðist vera botninn með frammistöðu sinni innan vallar sem utan á liðnu tímabili. Það er allavega staðreyndin ef horft er á hvers virði félagsins er fjárhagslega. Enski boltinn 15. júní 2022 07:02
„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Innlent 14. júní 2022 23:40
Akta byggir upp stöðu í Skel og komið í hóp stærstu hluthafa Akta hefur í þessum mánuði verið að kaupa bréf í Skel, sem áður hét Skeljungur, og fer nú að lágmarki með rúmlega 1,2 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum tvo sjóði í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins. Í krafti þess eignarhlutar er Akta tíundi stærsti hluthafi Skel en núverandi markaðsvirði þeirra bréfa er um 370 milljónir króna. Innherji 14. júní 2022 20:19
Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. Klinkið 14. júní 2022 16:05
„Menn hjálpast að, „play nice““ Niceair fór í sitt fyrsta samstarfsverkefni í gær þegar Airbus-vél félagsins flaug utan til Gautaborgar í Svíþjóð fyrir flugfélagið Play. Viðskipti innlent 14. júní 2022 10:47
„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. Innlent 13. júní 2022 21:49
Eiga rétt á fullri endurgreiðslu og bótum Tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenjumikið af aflýsingum á flugferðum. Formaður samtakanna segir flugfélögin oft sleppa því að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Neytendur 13. júní 2022 20:30
Telja fullvíst að viðvörunin hafi verið villuskilaboð Í nótt var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu PLAY sem var að koma inn til lendingar. Kerfi vélarinnar sendi viðvörun um að vandamál væri með varaeldsneyti en forsvarsmenn telja fullvíst að um villu hafi verið að ræða. Til stóð að sama vél færi til Parísar í dag en fluginu hefur verið frestað til morguns því verið er að ganga úr skugga um að ekkert sé að vélinni. Innlent 13. júní 2022 14:25
Tekjuvöxtur hjá móðurfélagi Heimkaupa en tapið fimmfaldaðist Tekjur Wedo, móðurfélag Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, héldu áfram að aukast mikið á árinu 2021 og námu samtals rúmlega 3,1 milljarði króna. Vöxturinn á milli ára var um 36 prósent. Á sama tíma jókst hins vegar tap félagsins verulega og var um 781 milljón króna eftir skatt borið saman við 169 milljóna króna tap á árinu 2020. Innherji 13. júní 2022 11:20
Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. Innlent 13. júní 2022 08:30
Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. Innlent 13. júní 2022 06:16
Stækkuðu útboðið vegna eftirspurnar Rúmlega fimm þúsund áskriftir bárust í almennu hlutafjárútboða Nova Klúbbsins hf., sem lauk á föstudaginn. Andvirði áskriftanna var um tólf milljarða króna og samsvarar það tæplega tvöfaldri eftirspurn, sé miðað við grunnstærð útboðsins. Viðskipti innlent 12. júní 2022 11:35
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. Innlent 12. júní 2022 10:25
Icelandair horfir til Boeing 787 við undirbúning næstu flugvélakaupa Forstjóri Icelandair segir að undirbúningur næstu flugvélakaupa sé að hefjast. Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur eru þeir tveir kostir sem helst er horft til. Innlent 11. júní 2022 23:15
Síldarvinnslan kaupir rúmlega þriðjungshlut í norsku laxeldisfyrirtæki Samkvæmt fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni hf. hefur sjávarútvegsfyrirtækið gengið frá samkomulagi við Bremesco Holding Limited ásamt hópi hluthafa, sem eiga samanlagt 34,2%, í Arctic Fish Holding AS um kaup á hlutum þeirra í félaginu. Viðskipti innlent 10. júní 2022 18:01
Stjórn Festar segist hafa haft frumkvæði að starfslokum Eggerts Festi hf. hafði forgöngu að samtali við Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festar, um starfslok hans á fimmtudag í síðustu viku. Félagið segir starfslok hans ekki tengjast Þórði Má Jóhannssyni, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Viðskipti innlent 10. júní 2022 17:34
Akur hagnast um 1.200 milljónir eftir hækkun á virði Ölgerðarinnar Hagnaður af rekstri framtakssjóðsins Akurs, sem er í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, nam um 1.203 milljónum króna á árinu 2021 borið saman við 1.466 milljónir á árinu þar áður. Hagnaður síðasta árs skýrist af hækkun á virði eignarhlutar sjóðsins í Ölgerðinni. Innherji 10. júní 2022 15:15
Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma. Viðskipti innlent 10. júní 2022 11:51
Skáluðu í Kristal eftir að Ölgerðin var hringd inn í Kauphöllina Forstjóri Ölgerðarinnar segist sannfærður um að allir þeir sjö þúsund nýju hluthafar félagsins muni haga sér eins og erindrekar þess. Hann hringdi félagið inn í Kauphöllina í morgun. Viðskipti innlent 9. júní 2022 22:20
Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. Viðskipti innlent 9. júní 2022 16:41
Ölgerðin tæpum 12 prósentum yfir útboðsgengi í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð Ölgerðarinnar stendur í rétt tæplega 10 krónum eftir að bréf drykkjarvörufyrirtækisins voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni í morgun og er því 11,6 prósentum yfir því útboðsgengi sem bauðst almennum fjárfestum. Viðskipti með bréfin hafa numið rúmum 50 milljónum það sem af er degi. Innherji 9. júní 2022 10:13
Ölgerðin hringd inn í Kauphöllina Ölgerðin er formlega orðið nýjasta fyrirtækið á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri félagsins, hringdi félagið inn á markað í morgun. Viðskipti innlent 9. júní 2022 10:05
CRI hættir við áform um skráningu vegna óróa á mörkuðum Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, hefur horfið frá fyrri áformum um skráningu á Euronext Growth markaðinn í Osló í Noregi. Unnið er nú að öðrum leiðum til að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, sem er meðal annars í eigu fjárfestingarfélagsins Eyris Invest, og gert er ráð fyrir að þeirri fjármögnun ljúki síðar á árinu. Innherji 8. júní 2022 17:10
Icelandair flýgur á slóðir upphafsmanna flugsins Ef einhver staður getur gert þá kröfu að teljast sá merkilegasti í flugsögunni, þá er það strandbærinn Kitty Hawk í Norður-Karólínu. Það var þar sem Wright-bræður, þeir Orville og Wilbur, gerðu flugtilraunir sínar í byrjun síðustu aldar og þann 17. desember árið 1903 tókst þeim fyrstum manna að fljúga þar vélknúinni flugvél. Ferðalög 8. júní 2022 11:25
Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Viðskipti innlent 8. júní 2022 06:23
Samþykkja samruna Oaktree og Alvotech og skráning boðuð í næstu viku Mikill meirihluti hluthafa sérhæfða yfirtökufélagsins Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti fyrr í kvöld öfugan samruna við íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum, og að hlutabréf Alvotech verði tekin til viðskipta á Nasdaq markaðnum í New York daginn eftir. Innherji 7. júní 2022 23:50
Samþykktu samruna Alvotech og Oaktree Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní. Viðskipti innlent 7. júní 2022 23:37
Mæla með kaupum í Nova og verðmeta félagið á yfir 22 milljarða Hlutafé Nova, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni síðar í þessum mánuði, er metið á rúmlega 22,2 milljarða í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af IFS Greiningu í aðdraganda hlutafjárútboðs fjarskiptafélagsins sem stendur nú yfir og klárast næstkomandi föstudag. Innherji 7. júní 2022 18:22