Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Hvort er betra að kaupa vöxt eða virði?

Fjárfesting í virðisfyrirtækjum hefur í gegnum tíðina verið talin öruggari og áreiðanlegri leið til að ávaxta fjármagn fremur en fjárfesting í vaxtafyrirtækjum. Vaxtarfyrirtæki eru venjulega hlutabréf fyrirtækja sem búist er við að muni vaxa hratt í náinni framtíð en slíkt mat er alltaf óvissu háð. Framtíðin verður aldrei eins og búist er við.

Umræðan
Fréttamynd

Fjár­festar seldu í hluta­bréfa­sjóðum fyrir um átta milljarða í fyrra

Erfitt árferði á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári, sem einkenndist af miklum verðlækkunum samtímis hækkandi verðbólgu og vaxtahækkunum, varð þess valdandi að fjárfestar minnkuðu stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum fyrir samtals tæplega átta milljarða króna. Eru það talsverð umskipti frá árunum 2020 og 2021 þegar slíkir sjóðir bólgnuðu út samhliða innflæði og hækkandi gengi hlutabréfa.

Innherji
Fréttamynd

Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu

Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair af­­lýsir nánast öllu flugi

Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá Bandaríkjunum í dag, þann 26. janúar, vegna veðurs. Flugi til og frá Evrópu á morgun hefur einnig verið aflýst, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante. Tafir gætu orðið á þeim flugferðum. Innanlandsflugi á morgun hefur jafnframt verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

„Light“ útgáfa af upplýsingaskyldu skráðra félaga í nýrri tillögu ESB

Ef tillaga framkvæmdastjórnar ESB verður samþykkt hvað varðar upplýsingaskyldu skráðra félaga liggur fyrir að innleiða þurfi breytinguna í íslenskan rétt. Slíkt myndi hafa í för með sér að skráð félög þyrftu ekki að lengur að birta innherjaupplýsingar opinberlega fyrr en þær verða endanlegar. Tillagan myndi því létta töluvert á kröfum til skráðra félaga á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu um að birta innherjaupplýsingar.

Umræðan
Fréttamynd

Ís­lenskir fjár­festar komnir með um fimm­tíu milljarða hluta­bréfa­stöðu í Al­vot­ech

Íslenskir fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir, fjárfestingafélög og efnameiri einstaklingar, áttu í byrjun þessa árs hlutabréf í líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir að lágmarki um tuttugu milljarða króna miðað við núverandi gengi. Sú fjárhæð hefur núna tvöfaldast eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins en á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn var lífeyrissjóðurinn Birta sem keypti fyrir tvo milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur

Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir

Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskir fjár­festar leggja Al­vot­ech til um tuttugu milljarða króna

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, hefur klárað lokað hlutafjárútboð sem var beint að innlendum fjárfestum fyrir jafnvirði um 19,6 milljarða króna, en tæplega þriðjungur þeirrar upphæðar kemur frá lífeyrissjóðum. Forstjóri Alvotech segir „mjög ólíklegt“ að bandaríska lyfjaeftirlitið muni koma með þannig athugasemdir í endurúttekt sinni á verksmiðju félagsins að einhverjar tafir verði á að það fái samþykkt markaðsleyfi vestanhafs 1. júlí næstkomandi fyrir sitt stærsta lyf.

Innherji
Fréttamynd

Fötluð kona föst í flug­vél með stífluðu klósetti

Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 

Innlent
Fréttamynd

Flugi af­lýst og fólk enn fast í flug­vélum níu tímum eftir lendingu

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir.

Innlent
Fréttamynd

Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukku­stundir

Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Alvotech leitar til innlendra fjárfesta eftir auknu hlutafé

Rúmum einum mánuði eftir að Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, kláraði útgáfu á breytanlegum skuldabréfum fyrir jafnvirði um tíu milljarða króna vinnur líftæknilyfjafyrirtækið núna að því að sækja sér umtalsverða fjárhæð í aukið hlutafé til að treysta fjárhaginn. Félagið hóf markaðsþreifingar við innlenda fjárfesta fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja, en stefnt er að því að klára útboðið fyrir opnun markaða á mánudag.

Innherji
Fréttamynd

Mest af loðnu fyrir norðan

Rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, er nú við loðnuleit. Skipið lagði frá Hafnafirði í síðustu viku og hélt suður fyrir land. Fyrir um viku síðan lagði skipið lykkju á leið sína norðvestur af landinu og hélt síðan til vesturs. Forstjóri Síldarvinslunnar segir ástæðu til bjartýni.

Innherji
Fréttamynd

Tenging við rússneskan ólígarka tafði kaup Rapyd á Valitor

Yfirtaka fjártæknifélagsins Rapyd á Valitor tafðist í meðförum fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands eftir að í ljós kom að einn stærsti eigandi Rapyd væri tengdur rússneskum ólígarka og samkvæmt heimildum Innherja var gerð krafa um að tengslin yrðu rofin. Einn af stofnendum Target Global lét af störfum undir lok síðasta árs. 

Innherji
Fréttamynd

Mikil­vægt að al­menningur fái að­gang að rauna­tíma­gögnum líkt og stærri fjár­festar

„Við teljum að það skipti almenna fjárfesta miklu máli, rétt eins og á við um stofnanafjárfesta, að vera með aðgang að réttum markaðsupplýsingum í rauntíma og geta þannig tekið ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa á jafnræðisgrunni með öllum öðrum fjárfestum í Kauphöllinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri og einn eigenda ACRO verðbréfa.

Innherji
Fréttamynd

Markaðurinn var „mun dramatískari“ en vaxta­hækkanir og rekstur gaf til­efni til

Fjöldi vaxtahækkana hjá erlendum seðlabönkum ásamt áframhaldandi hækkun vaxta Seðlabanka Íslands hafð neikvæð áhrif á verðmatsgengi margra félaga í Kauphöllinni á síðustu mánuðum ársins 2022, að sögn hlutabréfagreinenda. Eftir talsverðar verðlækkanir á hlutabréfamarkaði á síðustu misserum er hins vegar mikill meirihluti félaga talin vera vanmetin um þessar mundir, eða að meðaltali um rúmlega 16 prósent, en fasteignafélögin eru einkum sögð verulega undirverðlögð.

Innherji