Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Hluta­bréfa­sjóðir í varnar­bar­áttu á árinu og á­vöxtunin oftast undir vísi­tölum

Stærstu innlendu hlutabréfasjóðirnir hafa háð samfellda varnarbaráttu í að verða þrjú ár þar sem þeir hafa skroppið saman um liðlega fjörutíu prósent samhliða innlausnum fjárfesta og verðlækkunum á markaði. Ávöxtun flestra sjóða það sem af er þessu ári er undir helstu viðmiðunarvísitölum, einkum hjá þeim sem hafa veðjað stórt á Alvotech, en ólíkt keppinautum sínum reyndist vera umtalsvert innflæði í flaggskipssjóð Kviku eignastýringar á fyrri árshelmingi.

Innherji
Fréttamynd

„Merki­lega sterkar“ korta­veltu­tölur drifnar á­fram af aukinni neyslu er­lendis

Heildarvelta innlendra greiðslukorta jókst talsvert í liðnum mánuði, drifin áfram af meiri neyslu Íslendinga á ferðalögum erlendis, og voru tölurnar „merkilega sterkar,“ að sögn hagfræðings í Greiningu Arion banka. Þróunin í kortaveltunni getur gefið vísbendingar um þróttinn í einkaneyslu landsmanna, sem peningastefnunefnd mun horfa til þegar tilkynnt verður um næstu vaxtaákvörðun eftir tvær vikur, en sú fylgni hefur hins vegar veikst nokkuð á árinu.

Innherji
Fréttamynd

Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir

Nokkuð viðamiklar breytingar á skipuriti Símans hafa tekið gildi. Breytingin felur í sér að tvö ný svið verða til og eitt svið er lagt niður. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem var yfir sviðinu sjálfbærni og menning, hefur látið af störfum hjá félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frumútboð og fram­hjá­höld

Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir að sölu eigna og aukinni skuld­setningu til að bæta arð­semi Eikar

Fjárfestingafélagið Langisjór, sem fer með yfir 30 prósenta hlut í Eik og hefur gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, telur að arðsemi þess fjármagns sem hluthafar hafa bundið í rekstri fasteignafélagsins sé of lágt og vilja „straumlínulaga“ eignasafnið með sölu eigna og nýta þá fjármuni til arðgreiðslna. Þá boða forsvarsmenn Langasjávar, sem eru meðal annars eigendur að Ölmu leigufélagi, að kannaðir verði kostir þess að Eik útvíkki starfsemi sína með því að sinna uppbyggingu og útleigu íbúðarhúsnæðis til almennings.

Innherji
Fréttamynd

Koma fyrstu þotunnar einn af há­punktum flug­sögu Ís­lands

Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefur slæm á­hrif á heimilin sem hafa aug­ljós­lega minna á milli handanna“

Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þegar hveitið er dýrara en brauðið

Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa að gæta sín mjög vel þegar eignar­hald þverast yfir sam­keppnismarkaði

Umræða um kaupréttarkerfi skráðra félaga er „óþroskuð“ hjá fjárfestum og stjórnum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum og rökræðu, segir framkvæmdastjóri eins af stærri lífeyrissjóðum landsins í ítarlegu viðtali við Innherja, og gagnrýnir jafnframt þau vinnubrögð þegar breytingartillögur eru gerðar með skömmum fyrirvara á hlutahafafundum. Hann geldur varhug við að lífeyrissjóðum sé beitt sem „hreyfiafli“ þegar ekki liggja fyrir neinar meginreglur um hvernig slíku samstarfi ætti að vera háttað og telur þess í stað mikilvægt að sjóðirnir fari gætilega þegar eignarhald þeirra í fyrirtækjum þverast yfir samkeppnismarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum.

Innlent
Fréttamynd

Vef­síðan hrundi innan tuttugu mínútna

Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blanda af reiðu­fé og hluta­bréfum í JBT „hentar Eyri Invest vel“

Það er mat stjórnar Eyris Invest, langsamlega stærsti eigandi Marels, að væntanlegur samruni við bandaríska fyrirtækið JBT sé „afar jákvætt skref“ fyrir Marel og að blönduð greiðsla í formi hlutabréfa og reiðufjár henti fjárfestingafélaginu vel, meðal annars með hliðsjón af skuldsetningu þess. Stjórnendateymi sprotafjárfestinga Eyris, sem hafa verið færðar talsvert niður í virði vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum, forgangsraðar núna verkefnum og mun halda áfram að styðja við völd félög í eignasafninu.

Innherji
Fréttamynd

Hag­kaup hefur á­fengis­sölu í dag

Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með ó­líkindum og merki um taum­lausa græðgi

Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil.

Neytendur
Fréttamynd

Töf á að flug­fé­lög­ njót­i al­menn­i­leg­a lækk­an­a á elds­neyt­is­verð­i

Verð á flugvélaeldsneyti hefur lækkað umtalsvert á fáeinum mánuðum. Greinendur segja að verði olíuverð áfram á svipuðum slóðum ætti það að hafa umtalsverð áhrif á afkomu og verðmat flugfélaga í Kauphöllinni. Flugfélögin Icelandair og Play hafa gert framvirka samninga um kaup á olíu sem hefur í för með sér að lækkunin skilar sér ekki að fullu í reksturinn strax.

Innherji
Fréttamynd

Yfir­maður einka­banka­þjónustu Arion hættir eftir sam­einingu sviða bankans

Forstöðumaður einkabankaþjónustu Arion til margra ára hefur látið af störfum samhliða því að sviðið sameinast við Premíu, þjónustuleið sem er ætluð viðskiptavinum í umfangsmiklum viðskiptum við bankann. Samstæða Arion er með leiðandi stöðu á eignastýringarmarkaði á Íslandi og mun stækka enn frekar með boðuðum kaupum á Arngrimsson Advisors.

Innherji
Fréttamynd

Skatt­frjáls­ir sparn­að­ar­reikn­ing­ar hafa heppn­ast vel í Bret­land­i

Eitt af því sem tekist hefur „framúrskarandi vel“ í Bretlandi er skattaleg umgjörð fyrir almenna fjárfesta, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem hvetur meðal annars til þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði. Þeim bjóðist að nýta sér skattfrjálsa sparnaðarreikninga sem eru þá viðbót við bundinn sparnað lífeyrissjóðakerfisins og taka tillit til þess að fólk hafi önnur markmið með sparnaði en að eiga aðeins til elliáranna.

Innherji