Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Næst stærsti tékkinn

Það voru brosandi hluthafar sem réttu upp hægri höndina þegar samþykkt var 20 milljarða arðgreiðsla Kauþings. Exista fékk mest sem stærsti hluthafinn og geymir í sjóðum sínum eigin bréf fyrir nokkra milljarða. Egla á 11 prósenta hlut og fær samkvæmt því um 2,2 milljarða. Reyndar þegar fjármagnstekjuskatturinn verður dreginn frá skýst annar aðili upp fyrir þá. Það er ríkið sem fær tíu prósent af heildargreiðslunni í sinn hlut. Á fundinum var engan fulltrúa næst stærsta tékkans að finna, en skilvís greiðsla upp í lækkun matarverðs ætti að berast frá bankanum á næstu vikum eða mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Myrkar miðaldir

Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vegasjoppu lokað

Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bænda­blaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur ekki úr Teymi

Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum.

Viðskipti innlent